Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 23
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Við Nesveg stendur lítill kofi í fallegum garði. Eigendur kofans eru vinirnir Jón Axel Sellgren, Birkir Örn Björnsson og Egill Árni Jóhannesson. Vinirnir eru allir í sjöunda bekk í Valhúsa- skóla og síðasta sumar voru þeir á smíða- velli þar sem þeir smíðuðu kofann. „Við fréttum að það væri hægt að koma á smíða- völlinn hvenær sem maður vildi og okkur datt bara í hug að fara þangað á virkum dögum,“ segir Jón Axel. Strákarnir segja að það hafi ekki verið erfitt að skipuleggja vinnuna þó að þeir hafi verið þrír að smíða kofann saman. „Við fengum líka hjálp frá þeim sem voru á vell- inum,“ segir Birkir. Áður en strákarnir byrjuðu á kofanum voru þeir með ákveðnar hugmyndir um hvernig þeir vildu hafa hann en þær gengu ekki allar eftir. „Við ætluðum fyrst að hafa þakið rautt og kofann svolítið sveitalegan, en rauða málningin var búin svo það var ekki hægt,“ segir Birkir. Þeir voru þó mjög ánægðir með útkomuna og þegar kofinn var tilbúinn var hann fluttur heim til Jóns Axels þar sem hann sómir sér vel í garðinum .„Pabbi minn kom með stóra kerru og við fluttum hann á henni,“ segir Jón Axel. „Svo smíðuðum við girðingu í kringum hann hérna eftir að smíðanámskeiðið var búið,“ bætir Egill við. Strákarnir segjast vera frekar duglegir við að leika sér í kofanum. „Við erum samt aðallega að smíða í honum og við hann,“ segir Axel og bætir við að önnur börn í hús- inu hafi líka mjög gaman af því að fá að vera í kofanum. „Strákarnir uppi fá stund- um að leika sér í honum líka,“ segir hann. Vinirnir eru allir mjög ánægðir með að hafa prófað að vera á smíðavelli og mæla með því að allir krakkar prófi það. Ungir smíðameistarar SPRON Myntlán eru veitt til kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Unnt er að taka fullt SPRON Myntlán eða blandað lán þar sem helmingur lánsins er myntlán og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin? A RG U S / 06 -0 55 0 Myntlán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.