Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 22
Ádögunum varði sr. Hildur Eir Bolladóttir þann sjálfsagða rétt guðfræðinga að tjá sig opin- berlega um siðferðileg ágrein- ingsmál með þeim furðulegu rökum að „siðfræði er guðfræði“. Í þessum orðum kristallast sú sjálfhverfa skoðun sumra guð- fræðinga að rætur allrar siðlegr- ar breytni liggi í trúnni á Guð Biblíunnar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson endurspeglaði þessa trú nýverið í prédikuninni „Guð- last“, þar sem hann segir m.a.: „Ef Guð hverfur úr lífi fólks og þjóða er hætta á að á nokkrum kynslóðum hverfi gildin, hverfi munur góðs og ills, hverfi sið- greind fólks og þar með verði allt flatt. Allt flýtur“. Eins og flestum ætti að vera ljóst er þessi skiln- ingur að siðlegri breytni manns- ins í besta falli vafasamur, enda felst í honum að þeir sem ekki trúa á Guð Biblíunnar séu sið- blindir. Hér á eftir ætla ég að fjalla um rannsóknir sem varpa nýju ljósi á grundvöll mannlegr- ar breytni. Frá lokum síðustu ísaldar hefur maðurinn smátt og smátt lagt undir sig jörðina. Forsenda þessa er hæfileiki mannsins til þess að eiga samskipti við óskylda einstaklinga í mjög stórum hópum, sem byggist fyrst og fremst á trausti. Hvað er það í fari mannsins sem gerði honum þetta kleift? Eins og hagfræðing- urinn Herbert Gintis bendir á í greininni „Material Sense and Material Interest“ (Social Res- earch, 2006) hafa, auk kristninn- ar, þrjú megin svör við þessari spurningu tekist á í evrópskri menningu frá tímum upplýsing- arinnar. Rómantíska viðhorfið, sem rekja má til Rousseau og Marx, er að maðurinn sé að eðlis- fari góður og óeigingjarn, en hafi spillst vegna efnishyggjunnar. Klassíska viðhorfið, sem rekja má til Hobbes og Humes og á sér marga fylg- ismenn innan hag- og þróun- arlíffræði, gengur út á það að mað- urinn sé að eðlisfari eigingjarn og að allt óeigin- gjarnt atferli sem hann sýnir sé sprottið af eigingjörnum hvöt- um. Þriðja viðhorfið, sem rekja má til Lockes og á sér marga fylgismenn innan félags- og mannfræði, gengur út á að maður fæðist ekki með neitt eðli, þ.e. sé óskrifað blað við fæðingu, og mótist af því félagslega umhverfi sem hann fæðist inn í. Nýjar atferlisrannsóknir Gintis og félaga hafa leitt í ljós að þessi þrjú viðhorf hafi öll eitthvað til síns máls, en eins og Gintis bend- ir á eru þau ein og sér „algjörlega ófullnægjandi“. Það sem hlýtur að teljast markverðast við þessar rann- sóknir er það sem kallað er sterk gagnkvæmni (strong reciproc- ity), sem felur í sér tilhneigingu til óeigingjarns samstarfs við aðra, og að refsa þeim sem brjóta reglur samstarfsins á eigin kostn- að, jafnvel þegar ólíklegt er að kostnaðurinn verði bættur. Rann- sóknir á svo kölluðum úrslita- kostaleik eru eitt dæmi um hvað í þessu felst, en hann er spilaður af tveimur einstaklingum og getur útkoman á verið á bilinu 1- 10. Þegar leikurinn er spilaður kemur sjálfselska útkoman, þ.e. 1, aldrei fram. Meðal háskóla- nemenda er útkoman 43-48%. Til þess að svara þeirri gagnrýni að háskólanemendur á Vesturlönd- um sé alltof einsleitur hópur til þess að hægt sé að draga almenn- ar ályktanir af þessum rannsókn- um gerðu Gintis og félagar til- raunir með úrslitakostaleikin í fimmtán „frumstæðum“ samfé- lögum, sem tilheyrðu 12 löndum í fjórum heimsálfum, og var útkoman þar á bilinu 26-50%. Í þessu felst, eins og Gintis bendir á, að hugmyndin um „sjálfselskt atferli fær ekki stuðning í neinu samfélaganna sem rannsökuð voru“. Í áður nefndri prédikun er vísað í rithöfundinn Dostojevskíj sem „minnti á að: ‚Ef Guð er ekki til er allt leyfilegt“. Í þessu ljósi er athyglisvert að horfa til Banda- ríkjanna sem er langtrúaðasta þjóð Vesturlanda. Hjá þessari ríkustu þjóð heims eru um 40 milljónir einstaklinga án sjúkra- trygginga. Bandaríkin hafa lang- hæsta hlutfall fanga í heiminum, eða 714 á hverja 100.000 íbúa, og eru þær rúmu tvær milljónir sem eru í fangelsum í Bandaríkjunum 23% af áætluðum fangafjölda í heiminum meðan Bandaríkja- menn telja 5% af heildarfjölda mannkyns. Af þessu má ljóst vera að það er eitthvað fleira en trú á Guð sem ræður siðferði í Bandaríkjunum. Kannski er það sú staðreynd að þessi þjóð virðist leggja meiri áherslu á eigingirn- ina en aðrar þjóðir? En eins og rannsóknirnar sem hér hafa verið kynntar sýna er mannkyn „þrí- eitt“ og er tilvist óeigingjarnra einstaklinga ekki háð tilvist hins meinta Guðs kristinna manna. Hún grundvallast á trausti manna á meðal sem auk menningarlegra áhrifa virðist samkvæmt nýrri rannsókn að einhverju leyti stjórnast af hormóninu oxytoxin. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Er óeigingirni guðleg? Illugi Gunnarsson er menning-arsinni eins og gömlum rót- tæklingi sæmir. Honum er annt um hlutverk Ríkisútvarpsins og líka um sögu landsins (Frétta- blaðið, 5. nóv.). Hann vill sjá heimildamyndir um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Heyr, heyr! Hann er velkominn í hóp áhuga- manna um þessi mál. Við þurfum þó ekki að stofna ný stjórnmála- samtök um þennan áhuga því hann sker á öll flokksbönd og á hljómgrunn víða þó að minna verði úr framkvæmdum. Illugi vill að RÚV búi til þátta- röð um sögu landsins frá upphafi til þessa dags. Það er svolítið Hriflu-Jónasar bragð af þessari hugmynd en það er hægt að finna sögunni og RÚV fleiri hlutverk og aðra farvegi. Kvikmyndagerðarmenn hafa áhuga á sögu lands og heims og sagnfræðingar hafa áhuga á sjónvarpi. RÚV þarf ekki annað en að segja: Komið með hug- myndirnar og þá skulum við kaupa þær á því verði að þið getið vandað til verka. Til að sanna mál okkar getum við minnt á heimildamyndir sem hafa verið sýndar í sjónvarpi að frumkvæði kvikmyndagerðar- mannanna sjálfra og fjalla um sögu sjávarútvegsins, Tyrkja- ránið og Ameríkusiglingu Leifs heppna og félaga svo að fáein dæmi séu nefnd. Við getum líka talið nokkur verk sem eru ýmist í burðarliðnum eða á óskalista hjá kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir. Þar eru mynd- ir um árásina á Goðafoss á stríðs- árunum, um forsætisráðherra lýðveldisins og um sögu og til- vist jólasveinanna (hér og erlend- is), um „dönsk spor“ á Íslandi, um Svein Bergsveinsson sem eyddi ævinni bæði í Hitlers- Þýskalandi og Austur-Þýska- landi, um ferðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur og um einstakar ættir og ættfræðiáhuga Íslend- inga. Þetta eru nokkrar hugmyndir kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og það er í anda gamallar sjálfstæðisstefnu jafnt sem frjálslyndrar jafnaðarstefnu að skapa hugviti einstaklinganna frjóan jarðveg og að vökva gras- rótina. RÚV hefur stöku sinnum ýtt af stað röð heimildamynda og boðið sjálfstæðu fagfólki þátttöku. Þannig var listasaga lýðveldisins tekin fyrir í þemum – bókmennt- ir, myndlist, tónlist, kvikmynda- list – og verkinu skipt milli kvik- myndafyrirtækja með fagkunnáttu og reynslu. Þegar Sveinn Einarsson var dagskrár- stjóri fyrir um fimmtán árum hleypti hann af stað röð sem hann kenndi við aldamótamenn og vísindamenn, kallaði sjálf- stæða fagmenn til verksins og nokkrir þættir litu dagsins ljós meðan Sveinn sat við stjórnvöl- inn. Nokkur dæmi mætti nefna í viðbót. Þetta er ekki slæm leið, hún vekur athygli og gefur tilefni til tenginga og samanburðar. Hugs- anlega er auðveldara að fá fjár- sterka til að veita slíkum röðum stuðning. Slíkar myndaraðir eiga ekki að vera of langar og þær þurfa að vera ólíkar því sagan hefur mörg andlit. Megintillaga Illuga er að RÚV búi til heimildamyndaröð „um sögu landsins frá land- námi og fram á okkar daga“. Þetta hafi BBC gert með því að fá sagn- fræðing- inn Simon Schama til verks- ins og þættir hans hafi orðið vin- sælir. Það er alveg rétt en þar er fyrst að telja að Simon Schama var orðinn geysivinsæll og jafnframt vand- aður sagnfræðingur með bókum sínum áður en hann gekk til liðs við BBC. Söguskoðun hans hafði ekki bara „eitthvað að segja um efnistök“, eins og Illugi orðar þarð, heldur mikið að segja, næstum allt. Við heyrðum hann lýsa því á ráðstefnu „sögugerð- armanna“ (history producers) í Boston 2001 að hann hefði sett það sem skilyrði að þættirnir yrðu hans verk og að hann hefði íhlutunarrétt um alla gerðina, stórt og smátt, tónlistina líka. Þáttaröðin heitir því ekki His- tory of Britain heldur A History of Britain, þ.e. ein af mögulegum sögugerðum, í þessu tilviki sögu- gerð Simons Schama. Eigum við einhvern Simon Schama hér á landi? Við höfum átt spretti í þessa átt. Við eignuð- umst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendingaslóðir í Kaup- mannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar. En þetta var ekki yfirlit allrar Íslandssögunnar heldur valið snið í tíma og rúmi. Þannig er Bretasaga Schama raunar líka þó að hann dreifi vali sínu á margar aldir. Sagan hefur nefnilega marga svipi sem ráðast af sögugerðar- manninum, tíðarandanum, heim- ildastöðunni og ótal þáttum öðrum. Þetta er það sem er heill- andi og því ætti að gefa mörgum tækifæri til að þróa sýn og tök sín að eigin vali með fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem einu skilyrðin. Sýnum alla flóru sög- unnar – sögu einstaklinga, þekktra og óþekktra, karla og kvenna, fjölskyldna og einfara, atvinnuhátta og alþjóðatengsla, langsnið og þversnið sögunnar, sannleiksleit og lygimál. Íslandssaga Hriflu-Jónasar var vel sögð en hún var varasöm meðan hún var eina söguskoðun- in sem haldið var að nemendum. Endurtökum ekki þann leik í sjónvarpinu. Höfundar hafa búið til sögulegt efni fyrir sjónvarp. Sagan í sjónvarpi Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Sið- menntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu“ í grunn- skólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafn- aði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vina- leiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleið- ina: „Hún er þjónusta við náung- ann en ekki boðun.“ Hinn 5. nóv- ember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran grein- armun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar.“ Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur“ Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun.“ Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunn- arsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur“. Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóð- kirkjan skilgreinir sig sem biðj- andi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónust- um, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum – og reyndar á boð- unin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kær- leika hans. Þannig stundar þjóðkirkj- an boðun- arstarf eða trúboð hér heima.“ „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfé- lagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum ein- skorðað við þýðingu á orðinu „evangelism“, sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni.“ „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kær- leika til að flytja boðin áfram…“ Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vina- leiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu“ kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Til- gangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru.“ „Kær- leiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists.“ Kærleiksþjónustan „er guðsþjón- usta hins daglega lífs“. „Kærleik- urinn er hinn rauði þráður í boð- skap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20).“ Í þessari kristniboðs- skipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skír- ið þá í nafni föður, sonar og hei- lags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.“ Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipun- inni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir máls- háttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Háva- málum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður sam- hljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani.“ Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofan- sögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlut- lausir í trúmálum. Höfundur er sálfræðingur. Kristniboðsskipunin í skólum Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipun- inni en er ekki boðun. Af þessu má ljóst vera að það er eitthvað fleira en trú á Guð sem ræður siðferði í Banda- ríkjunum. Kannski er það sú staðreynd að þessi þjóð virðist leggja meiri áherslu á eigin- girnina en aðrar þjóðir? Við eignuðumst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendinga- slóðir í Kaupmannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.