Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 57
Sagan um samband skáldsins og skáldagyðjunnar er efniviður nýrrar óperu eftir Karólínu Eiríksdóttur sem sýnd er í Íslensku óperunni um þessar mundir. Sagan fjallar um það hversu mikilvægur skáldskapur- inn er: Hann er ljós heimsins. Skáldið í sögunni gefur sér ekki tíma til að sýna gyðjunni sinni næga ræktarsemi, þorir ekki að taka stökkið yfir til hennar en sendir skuggann sinn á fund hennar í staðinn. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Án þess að hann geri sér grein fyrir því sjálfur, hefur innblásturinn horf- ið, orðin sem skáldagyðjan hefur blásið honum í brjóst er ekki að finna í texta hans lengur. Þar eru orð, en ekki skáldskapur. Skáldið býsnast yfir vondri gagnrýni, upptekið af sjálfu sér og veltir ekkert fyrir sér hvað hefur orðið af skugganum. Sá hefur hins vegar átt annríkt við að safna peningum með fjárkúg- unum og svikum, fundið sér prinsessu – sem er skuggi skálda- gyðjunnar. Þau hjúin hafa tungu- skorið gyðjuna og þarmeð upp- rætt bévítans skáldskapinn úr heiminum. Þau hafa náð völdum og fyrir dyrum stendur brúð- kaup þeirra. Að því brúðkaupi loknu hafa skuggar þeirra sam- einast, skáldið og skáldagyðjan fara í gálgann og myrkur mun ríkja um eilífð alla. Efniviðurinn er vissulega óvenjulegur fyrir óperu ¿ en engu að síður skemmtilegur og boðskapurinn þarfur. Ég ætla mér ekki þá dul að fjalla um tón- smíðina í óperunni en fyrir leik- mann er hún nokkuð strembin. Kannski er um að kenna þjálfun- arleysi í að hlusta á íslenskan texta í óperuforminu – en mér fannst instrumental hlutinn stundum athyglisverður. Það var hins vegar eitthvað skrýtið við að hlusta á söngvarana syngja talmál. Texti óperunnar er líka fremur óskáldlegur, bein samtöl og útpældar hugsanir, vantar alla dramatíkina sem felst í því að komast í uppnám, velta hlutun- um fyrir sér og komast að niður- stöðu. Dálítið stirðbusalegt á að hlýða. En þótt texti og laglínur væru eitthvað frá því að hrífa, var frammistaða söngvaranna prýðileg. Flottar raddir og ágæt- is leikræn tilþrif. Umgjörð sýningarinnar er ágæt, búningar, brúður og grím- ur skemmtilega unnin. Leik- myndin einföld, aðallega myndir sem fljóta yfir spjaldveggina sem ramma af sviðið – erfitt, hins vegar, að sjá að þær myndir væru í minnstu tengslum við efniviðinn og framvinduna á sviðinu. Lýsingin var líka nokkuð dimm og fyrir bragðið verður uppfærslan drungaleg, brúður, grímur og búningar njóta sín ekki sem skyldi. Ég er ekki alveg viss fyrir hverja þessi ópera er skrifuð. Sé ekki fyrir mér að henni sé ætlað að hrífa almenning – en það er nú ekki eins og það sé eitthvert atriði hjá tónskáldum í dag. Þótt efniviðurinn sé áhugaverður og margt vel gert í uppfærslunni, verður að segjast eins og er að tónlistin og textinn eru nokkuð leiðinleg. Skáldskapurinn og ljósið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.