Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Arfleið Binna í Gröf Forystuafl stjórnarandstöðunnar Uppsveifla í hollenzku efnahagslífi er talinn munu tryggja hægri- og miðflokk- um sigur í þingkosningun- um í Hollandi á miðviku- dag. Þótt innflytjendamálin hafi ekki verið áberandi á yfirborði kosningabarátt- unnar kraumar enn í þeim suðupotti. Eftir áralangar deilur um innflytj- endamál hafa þau horfið að mestu af yfirborði umræðunnar í hol- lenzkum stjórnmálum í aðdrag- anda kosninganna. En þegar nánar er að gáð kemur glöggt í ljós að með valinu milli hægri- og miðflokkanna, sem stjórnað hafa landinu undanfarin fjögur ár, og vinstriflokkanna hins vegar, standa hollenzkir kjósend- ur frammi fyrir vali milli afger- andi stefnuvalkosta hvað varðar „fjölmenningarsamfélagið“ svo- nefnda, en þau mál hafa verið mjög í brennidepli hollenzkrar þjóðfélagsumræðu síðan heittrú- armúslimi myrti kvikmynda- gerðarmanninn Theo van Gogh um hábjartan dag á götu í Amster- dam haustið 2004. Að vísu eru forystuflokkar beggja fylkinga, kristilegir demókratar Jan Peter Balkenendes forsætis- ráðherra og Verkamannaflokkur- inn undir forystu Wouter Bos, á einu máli um að halda áfram að taka hart á innflytjendum sem sýna skort á hollustu við frjálslyndis- gildi hollenzks þjóðfélags – það skýrir hví þessi mál gegndu eins litlu hlutverki í kosningabaráttunni og raun varð á – en umtalsverður munur er á því hvernig flokkarnir hyggjast útfæra þessa stefnu. Með sigri hægriflokkanna „gæti Holland stefnt inn á ónumið land í innflytjendamálum og gert landið að framverði hægrilausna með svipuðum hætti og það var eitt sinn frumherji frjálslyndisnýjunga í samfélagsmálum á borð við lögleið- ingu kannabisefna, líknardráps og vændis,“ skrifar fréttaritari AP- fréttastofunnar um þetta. Nú, nokkrum dögum fyrir kosn- ingar, samþykkti minnihlutastjórn Balkenendes bann við að slæður sem hylja allt andlitið séu bornar á almannafæri í Hollandi, en þessu banni er beint gegn svonefndum búrka-kyrtlum múslimakvenna. Með Balkenende við stjórnvölinn, með tryggan þingmeirihluta að baki sér eftir kosningasigur, þykir líklegt að einnig verði leitt í lög að umsækjendur um ríkisborgararétt skuli sitja námskeið í hollenzkum lögum og siðum, og jafnvel að tvö- faldur ríkisborgararéttur verði afnuminn. Vinni vinstriflokkarnir má gera ráð fyrir að mun skemmra verði gengið í að knýja innflytjendur, einkum úr röðum múslima, til að sýna og sanna að þeir séu viljugir að aðlagast hollenzku samfélagi og virða gildi þess. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- kannana bendir flest til að Balken- ende fái umboð kjósenda til að mynda meirihlutastjórn. Munar þar mestu um þá efnahagsupp- sveiflu sem nú virðist komin á skrið í landinu. Þar sem allstór hluti kjós- enda er óákveðinn eykur það óviss- una um úrslitin og mikið er talið velta á að kjörsókn verði góð. En að mál eins og hugmyndir um að banna búrkur skuli yfirleitt vera uppi á borði „meginstraums“- stjórnmála Hollands er til vitnis um þá grundvallarafstöðubreyt- ingu sem van Gogh-morðið og fleiri mál sem varða öfgafulla, aðlögun- aróviljuga innflytjendur hefur valdið hjá þorra fólks í landinu. Viðhorf sem úthrópuð voru sem hægriöfgar fyrir fjórum árum – og skutu manni eins og Pim Fortuyn skyndilega upp á stjörnuhimin stjórnmálanna fyrir rúmum fjór- um árum – eru nú orðin viðtekin og viðurkennd sem viðhorf yfirgnæf- andi meirihluta bæði kjósenda og flestra málsmetandi stjórnmála- manna. Fortuyn var myrtur af hol- lenzkum vinstriöfgamanni skömmu fyrir kosningar árið 2002. Að taka hart á innflytjendamál- unum er mjög til vinsælda fallið um þessar mundir hjá meirihluta innfæddra Hollendinga, sem lízt ekki á blikuna þegar til þess er litið að það er ekki lengra en þrír-fjórir áratugir síðan þeir hófu að bjóða „gestaverkamönnum“ frá Marokkó og Tyrklandi til landsins, auk fólks frá fyrrverandi nýlendum Hol- lands, svo sem Indónesíu, sem nú er fjölmennasta múslimaríki heims. Morðið á van Gogh hefur kynt undir vantrausti infæddra Hollend- inga á múslimum í landinu, sem þegar eru um sex prósent af 16 milljónum íbúa þess. Það er engum blöðum um það að fletta að hert stefna stjórnvalda hefur haft áþreifanleg áhrif. Rita Verdonk, ráðherra innflytjenda- mála úr frjálslynda hægriflokkn- um VVD, sagði í viðtali við dag- blaðið NRC Handelsblad um síðustu helgi, að straumur innflytjenda til landsins á grundvelli reglna um sameiningu fjölskyldna hafi minnk- að úr 40.000 á viku árið 2002 í 50 á viku nú. „Við höfum náð stjórn á innflytjendamálunum, og þannig verður það að vera áfram,“ sagði hún. „Sannir flóttamenn sem sæta ofsóknum í eigin landi eru vel- komnir. En það eru aðeins um 10-20 prósent hælisleitenda. Flestir koma vegna þess að hér ríkir velmegun.“ Framganga Verdonk í þessum málum hefur bakað henni bæði vin- sældir og andúð. Í sumar reyndi hún að svipta vin sinn og flokksfé- laga, Ayan Hirsi Ali, hollenzkum ríkisborgararétti sínum vegna þess að upp komst að hún hefði logið er hún sótti fyrst um hæli fyrir þrett- án árum. Ali kom þá sem flóttamað- ur frá Sómalíu til Hollands og varð síðar fræg fyrir baráttu sína gegn mannréttindabrotum í nafni íslams, einkum og sér í lagi gegn kúgun múslimakvenna. Þótt hún væri þingmaður á Hollandsþingi þurfti hún að fara huldu höfði vegna morðhótana öfgamúslima í kjölfar morðsins á vini hennar Theo van Gogh. Verdonk taldi að eitt yrði yfir alla að ganga og því fengi Ali enga „séra Jóns“-meðferð. Ráð- herrann var þó knúinn til að bakka. Þessar deilur innan ríkisstjórn- arinnar urðu minnsta stjórnar- flokknum, D66, tilefni til að yfir- gefa hana, en þar með missti hún meirihlutann og boðað var til kosn- inga 22. nóvember. Það endaði líka með því að Ali dró sig í hlé og flutti alflutt til Bandaríkjanna. Innflytjendamálin krauma undir © GRAPHIC NEWS Efnahagsmálin auka sigurlíkur stjórnarflokka LYKILTILLÖGUR Í EFNAHAGSMÁLUM Hagvöxtur er nú meiri í Hollandi en hann hefur verið í fimm ár og þykir það auka líkurnar á því að samsteypustjórnin undir forystu Jans Peters Balkenende og flokks hans, kristilegra demókrata, fái umboð kjósenda í kosningunum á miðvikudaginn til að stjórna landinu áfram. Þrátt fyrir að tvær af þremur ríkisstjórnum Balkenendes hafi sagt af sér á kjörtímabilinu. 150 sæti Þingið jan. 2003-jún. 2006 Myndir: Associated Press KRISTILEGIR DEMÓKRATAR Jan Peter Balkenende, 50 ára VVD: Frjálslyndur hægri- flokkur sem aðild á að minnihlutastjórn með CDA, frá því önnur stjórn Balkenendes tapaði þing- meirihlutanum í júní SÓSÍALISTAFLOKKURINN Flokkur á vinstri- jaðrinum, sem er hugsanlegur stjórnarsamstarfs- flokkur Verkamfl. og Græna-vinstrifl. VERKAMANNA- FLOKKURINN Wouter Bos, 43 ára Meðal annarra flokka í framboði eru Græni-vinstriflokkurinn GroenLinks, D66 (miðflokkur sem yfirgaf samsteypustjórn Balkenendes í sumar og olli því þar með að boðað var til kosninga), og Geert Wilders (eins-manns-flokkur sem berst gegn innflytjendum og er spáð allt að tíu þingsætum) Að greiða upp 6,5 milljarða evra skuldir ríkissjóðs fyrir árið 2011 Að halda fleira fólki virku á vinnu- markaði fram til 65 ára aldurs og jafnvel lengur Að verja 400 millj. evra í félagslegt húsnæði á árunum 2008-2011, 550 millj. í barnaumönnun. Fjárfesta 500 millj. evra í menntun og nýsköpun Frá árinu 2011 skuli allir lífeyrisþegar fæddir eftir 1946 taka þátt í fjár- mögnun lífeyriskerfis ríkisins Verja 2,3 milljörðum evra til að sjá vinnandi foreldrum fyrir barna- umönnun þrjá daga í viku Hækka laun kennara um allt að 10% Aðrir CDA 44 PvdA 42 VVD28 SP 9 Að minnka skuldir ríkissjóðs úr 50% af VLF niður í 15% á 25 árum Halli Palli* Laddi *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 36 39 1 1/ 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.