Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 66
Spænska úrvalsdeildin: Ítalska úrvalsdeildin: Enska úrvalsdeildin: Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eiður Smári lék í framlínu liðsins ásamt þeim Ronaldinho og Ludovic Giuly. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af og fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á 34. mínútu þegar Thiago Motta átti skalla sem markvörður Mallorca náði að verja. Barcelona náði þó góðri sókn á 42. mínútu og eftir laglegt spil rak Eiður Smári smiðshöggið á sókn- ina þegar hann lék á markvörð Mallorca og skoraði fallegt mark. Motta og Deco léku vel saman og og var glæsilega klárað hjá Eiði Smára. Síðari hálfleikurinn var öllu skemmtilegri og á 58. mínútu leiksins skoraði Eiður Smári sitt annað mark í leiknum. Þá fékk hann sendingu inn fyrir vörn Mall- orca og skoraði á mjög laglegan hátt. Eiður Smári sneri baki í markið þegar hann fékk boltann en með góðri móttöku náði hann að leggja boltann vel fyrir sig og skora framhjá markverði Mall- orca. Viktor Castano náði að minnka muninn fyrir Mallorca á 70. mín- útu en tveimur mínútum síðar tók Frank Rijkaard, þjálfari Barce- lona, hann af velli. Andres Iniesta og Santiago Ezquerro skoruðu tvö síðustu mörkin fyrir Barcelona og lokatöl- ur því 1-4, Barcelona í vil. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði tvö Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, segir að möguleikar liðs- ins á að hampa enska meistaratitl- inum séu foknir út í veður og vind. Liðið stóð enn einu sinni ekki undir væntingum þegar það gerði marka- laust jafntefli við Middlesbrough síðdegis á laugardag. Eftir aðeins þrettán leiki er Liverpool sextán stigum á eftir Manchester United sem er á toppi ensku úrvalsdeildar- innar. Liðið hefur aðeins hlotið tvö stig af 21 mögulegu í útileikjum. Alonso segir að andrúmsloftið innan félagsins sé neikvætt um þessar mundir. „Það verður sífellt erfiðara fyrir okkur að reyna að komast í hóp efstu liða, ekki bara vegna þess hve mörg stig eru í toppinn heldur vegna andrúms- loftsins sem nú ríkir á Anfield. Það gengur vel hjá okkur í Evrópuleikj- um en við náum ekki að flytja það yfir á leikina í deildinni. Ekki veit ég hvort ástæðan sé sálfræðilegs eðlis en við erum allavega mjög pirraðir á þessu,“ sagði Alonso. Rafa Benitez, framkvæmda- stjóri Liverpool, var mjög óánægð- ur með jafnteflið á laugardaginn og trúði varla að Liverpool hefði ekki unnið leikinn. Liverpool var betri aðilinn á löngum köflum í leiknum en náði þó ekki að skapa sér mörg færi. „Við stjórnuðum leiknum að mestu leyti og ef við hefðum skor- að fyrsta markið þá hefði leikur- inn farið allt öðruvísi. Ef við spil- um eins og við gerðum í þessum leik í 100 leikjum þá vinnum við 99 af þeim,“ sagði Benitez eftir leik- inn gegn Middlesbrough á laugar- daginn. Slæmt andrúmsloft Cristiano Ronaldo, vængmaður Manchester United, segir að félagið hafi það sem þarf til að sigra bæði enska meistara- titilinn og Evrópukeppnina á þessu tímabili. „Ég tel raunhæfa möguleika fyrir okkur að vinna þessar keppnir. Ég hef horft á andstæð- inga okkar í baráttunni um enska titilinn og finnst enginn af þeim hafa verið að spila eins vel og við höfum gert. Það er frábær andi innan hópsins og lykillinn að þessu er Sir Alex Ferguson. Hann er ótrúlega hjálpsamur og ástæðan fyrir því að ég ákvað að vera áfram hjá félaginu.“ Getum unnið stóru titlana Það var sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild- inni í gær þegar KR-ingar tóku á móti Njarðvíkingum en fyrir leik- inn höfðu bæði lið aðeins eitt tap á bakinu. Það fór svo að lokum að heimamenn unnu 75-69 þar sem tvær þriggja stiga körfur Brynj- ars Björnssonar gerðu gæfumun- inni. „Þessi leikur náði sér þannig lagað aldrei á flug þótt það væri alltaf vitað að þetta yrði hörku- leikur. Hann varð mikil stöðubar- átta en alls ekki fallegasti leikur sem maður hefur orðið vitni að. Ég er mjög ánægður með að við náðum að klára þennan leik því KR hefur alltof oft verið að tapa fyrir Njarðvík í blálokin í leikjum en vonandi höfum við komist yfir þann hjalla,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, í leikslok. KR byrjaði mun betur og náði 10-2 forystu og var með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhlut- ann. Í þeim öðrum voru Njarðvík- ingar betri og staðan var hnífjöfn 40-40 í hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu KR-ingar ellefu stiga forystu og virtust ætla að sigla fram úr Njarðvíkingum. Þeir gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök og hleyptu gestunum aftur inn í leikinn. „Við klúðruðum eitthvað um fimmtán stigum af vítalínunni í leiknum og það var ekki að gera okkur auðveldara fyrir, svo mikið er víst. Maður óttaðist það að við værum að fara að kasta þessu frá okkur þegar þeir jöfnuðu 67-67 í síðasta leikhlutanum en við héld- um haus og sýndum andlegan styrk. Vonandi er þetta merki um að KR sé búið að komast yfir þenn- an herslumun sem vantaði og getur farið að klára þessa hörku- leiki í lokin,“ sagði Benedikt. KR-ingar reyndust sterkari undir lokin og Brynjar valdi rétta tímann til að skora þau sex stig sem hann gerði í leiknum. Jeremi- ah Sola var stigahæstur í leiknum í gær með 22 stig fyrir heima- menn. KR hefur farið vel af stað á Íslandsmótinu og sást vel í leikn- um í gær að áhugi stuðningsmanna félagsins er að aukast en vel var mætt á þennan stórleik í gær. Af öðrum leikjum í gær er það að segja að Skallagrímur gerði sér lítið fyrir og lagði Grindavík á heimavelli 83-74. Það gengur lítið hjá Fjölnis- mönnum þessa dagana en í gær beið liðið lægri hlut á heimavelli fyrir ÍR, 79-89, en þetta var ein- ungis annar sigur ÍR-inga í deild- inni. Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Hamar/Selfoss í „Slátur- húsinu“ í Keflavík, 81-63. KR-ingar eru efstir í deildinni með fjórtán stig að loknum átta leikjum en fast á hæla þeirra koma Skallagrímur, Snæfell og Grinda- vík, öll með tólf stig. Snæfell hefur þó leikið leik færra en hin liðin. Botnbaráttan er ekki síður spennandi en Hamar/Selfoss er í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig en fyrir ofan þá eru fimm lið með fjögur stig, Tindastóll, Haukar, Fjölnir, ÍR og Þór frá Þor- lákshöfn. Næsti leikur deildarinnar er í kvöld þegar Snæfell fær Tindastól í heimsókn til Stykkishólms. Snæ- fell getur með sigri jafnað KR að stigum á toppi deildarinnar en það er deginum ljósara að Tindastóls- menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda. KR bar sigurorð af Njarðvíkingum í stórleik Iceland Express-deildar karla í körfubolta í gær, 75-69. Sigur KR-inga var nokkuð öruggur og en leikurinn var þó ekki eins skemmtilegur og við mátti búast fyrirfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.