Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 29
Danir eru farnir að fækka föt- um til að draga úr ofsahraða. Fregnir berast nú úr Danaríki af hópi ungra kvenna sem tína af sér spjarirnar til að stemma stigu við ofsaakstri. Hópnum, sem kallar sig því langa heiti „hraðastjórnunar bíkíni stigamennirnir“, er svo umhugað að draga úr ofsahraða að hann stendur fáklæddur í vega- köntum þjóðvega með hraðaskilti á lofti. Uppátækið svínvirkar þar sem ökumenn hafa dregið töluvert úr hraðanum. Bílstjórarnir hafa reyndar minnkað hraðann svo mikið til að horfa á þokkagyðjurn- ar, að umferðateppur hafa mynd- ast á mörgum stöðum. Að vonum eru því ekki allir sannfærðir um ágæti átaksins og ef að líkum lætur verður því bráð- um hætt. Umdeilt umferðarátak Fyrirtækjasamsteypurnar Nissan og Microsoft hafa gert samstarfs- og auglýsingasamn- ing. Samningurinn felur í sér aðgang Nissan að bæði miðlum Microsoft, eins og Xbox Live, MSN, og Wind- ows Mobile, sem og tækniþekk- ingu og mannauði fyrirtækisins. Ekki er loku skotið fyrir að Mic- rosoft muni hanna tölvukerfi í Nissan bíla. Með þessu segjast forsvarsmenn Nissan vera að laga sig að breyttum aðstæðum á fjölmiðlamarkaði. Fólk er farið að velja í auknum mæli hvað það skoðar og hvenær og notar til þess tölvumiðla. Fyrirtækið þvertekur fyrir að vera að yfirgefa hefðbundna miðla og segir að þetta sé einungis eðlileg þróun og bendir á að áður hafi fyrirtækið samið við bæði Google og Yahoo á svipuðum nótum. Ekki er gefið upp hvers virði samningurinn er en ljóst er að þarna eru engir smáaurar á ferð. Á síðasta ári eyddi Nissan um 140 milljörðum í auglýsingar en það er á við tæplega hálf fjárlög íslenska ríkisins. Nissan semur við Microsoft Dekkjasokkarnir hjá FÍB renna út enda færðin ekki góð. Sokkarnir eiga að gefa jafn gott grip og keðjur. Sokkarnir er norsk uppfinning og kallast AutoSock á frummálinu. Að baki þeim liggur margra ára þróun sem, eins undarlega og það hljómar, er nátengd tæknifram- förum norska skíðalandsliðsins. Þar var tæknin fyrir hendi um hvernig átti að minnka viðnám skíða niður í nánast ekki neitt. Þessu var algjörlega snúið við og búið var til kevlar-efni með miklu gripi og ótrúlega endingu. Efnið er mjög svipað því kevlar-efni sem notað er í mótorhjólagalla. Sokkarnir eru einfaldir í notk- un. Þeim er komið fyrir á drif- dekkjum með lítilli fyrirhöfn áður en keyrt er af stað. Drifið verður nánast eins og ef keðjur væru undir bílnum og samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá söluaðila eru sokkarnir jafnvel slitsterkari en keðjurnar. Sokk- arnir hitna ennfremur lítið við núning. Sokkarnir hafa selst gríðarlega vel og nú er svo komið að milljón slíkra eru í umferð. Toyota hefur valið að láta þá fylgja öllum nýjum bílum á Alpasvæðinu í Evrópu og þær stofnanir og fjölmiðlar sem hafa prófað þá gefa þeim hæstu einkunn. Sokkarnir fást hjá FÍB og kost- ar parið 8.800 krónur. Félagsmenn FÍB fá 10 prósent afslátt og kosta sokkarnir þá 7.920 krónur. Dekkjasokkar jafnvel sterkari en keðjur Fyrsta afkvæmi samstarfs Toyota og Isuzu verður dísil hybrid-bíll. Isuzu þykir afar framarlega í þróun kraftmikilla díselvéla. Þetta ætlar Toyota að nýta sér en fyrir skemmstu var tilkynnt um fyrir- hugað samstarf fyrirtækjanna tveggja. Dísel hybrid-vélin mun koma á markað árið 2010 og er ætlað að draga fram það besta beggja tækniheima. Ef vel tekst til mun vélin vera einhver sú alsparneytn- asta á markaðnum. Tilkynningin kom nokkuð á óvart en Isuzu hefur um skeið séð GM fyrir díselvélum í GMT-800 jeppana sem þykja langtum fremri öðrum GM díselvélum. Dísel hybrid-bíll 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.