Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 6
6 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR HleRAniR Leigjendur í íbúð leikara- hjónanna Arnars Jónssonar og Þór- hildar Þorleifsdóttur, á sjöundu hæð á Kleppsvegi 132 í Reykjavík, voru hleraðir sumarið 1968. Þetta kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannesson- ar sagnfræðings, Óvinir ríkisins – ógnir og innra öryggi í kalda stríð- inu á Íslandi, sem kom út í gær. Arnar tók þátt í mótmælum vegna komu herskipa til Íslands 1968 og gekk „snarplega fram“, eins og orð- rétt segir í bók Guðna og var þess vegna undir sérstöku eftirliti lög- reglu. Arnar og Þórhildur leigðu út íbúð sína á sumrin á þessum tíma þar sem þau störfuðu utan höfuð- borgarsvæðisins á sumrin. Í bók Guðna kemur fram að yfir- menn lögregl- unnar hafi kom- ist að því að í sumum tilfellum hafi þeir verið á villigötum þar sem „rangt fólk var á línunni“. Átti þetta við síma í íbúð Arnars og Þórhildar. Arnar segir eftirlit lögreglu með honum hafa komið í veg fyrir að hann hafi fengið leikarahlutverk á erlendum vettvangi. „Ég og Þór- hildur ætluðum okkur að fara til Ástralíu til að vinna við leiklist. Það var allt saman frágengið en ég fékk þá þau skilaboð frá breska sendi- ráðinu að ekkert gæti orðið af þess- um áætlunum þar sem ég væri á svörtum lista og breska sendiráðið þyrfti stundum að taka við skipun- um frá öðru sendiráði,“ segir Arnar og vísar til skipana frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta var sumarið 1968 og eftir að þetta kom upp gerð- um við okkur grein fyrir því að eft- irlit með einstaklingum var umtals- vert á þessum tíma,“ segir Arnar. Samtals voru veittar hlerunar- heimildir hjá 33 einstaklingum en nöfn þeirra allra eru ekki nefnd í bók Guðna. Meðal annars nefnir Guðni ekki nöfn þeirra sem rekja má til tveggja símanúmera því erf- iðlega gekk „að sjá hvers vegna þau urðu fyrir valinu“, eins og orðrétt segir í bók Guðna. Í bókinni kemur fram að gögn- um um Atlantshafsbandalagið sem til voru í utanríkisráðuneytinu var eytt árið 1956 af embættismönnum. Í bókinni segir einnig að fréttastjóri Ríkisútvarpsins árið 1969, Margrét Indriðadóttir, hafi að mati breskra yfirvalda verið velunnari kommún- ista. Í breskri skýrslu frá 1972, sem Guðni skoðaði við vinnslu bókarinn- ar, kom fram að Margrét hefði verið „þekktur velunnari kommúnista [„communist sympathiser“]“ en þess hefði reyndar gætt „furðu lítið í fréttum útvarpsins“.  magnush@frettabladid.is KjörKassinn Atlantsolía - Vesturvör 29 - Sími 591 3100 atlantsolia@atlantsolia.is Engar tapaðar kvittanir Nú er hægt að tengja Dælulykilinn við netfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur sjálfkrafa pdf- kvittun með tölvupósti. Kvittun í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 6 0 7 0 6 RSK Skráning í síma: 591-3100 Nú fæst 10% s‡r›i rjóminn frá MS í handhægum sprautuflöskum N‡ju umbú›irnar eru einstaklega flægilegar. fiær fl‡ta fyrir matseldinni og henta vel í fjölbreytta rétti – en innihaldi› er a› sjálfsög›u sami frískandi og hitaeiningasnau›i s‡r›i rjóminn Ger›u fla› gott me› s‡r›um rjóma – frá MS. N‡jun g! Gefur þú blóð? já 17,6% nei 82,4% spurningdagsinsídag Var rétt að hækka umferðar- sektir? Segðu skoðun þína á visir.is ÚrsKurðiroghleranir 1949 aðildíslandsaðatlantshafsbandalaginu •26.marsveitt heimild til hlerana í 16 síma. Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson, Eggert Þorbjarnarson, Kristinn E. Andrésson, Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Guðnason. 1951 heimsóKndwightseisenhower •17.janÚar heimild til hlerana á 15 símum. Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson, Eggert Þorbjarnarson, Kristinn E. Andrésson, Sósíalistaflokkurinn (Sósíalistafélag Reykjavíkur), Þjóð- viljinn, Verkamannafélagið Dagsbrún, Æskulýðsfylkingin, Mál og menning. 1951 KomabandaríKjahers •24.aprílheimild til hlerana á 25 símum. Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson, Eggert Þorbjarnarson, Kristinn E. Andrésson, Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Guðnason, Sósíal- istaflokkurinn (Sósíalistafélag Reykjavíkur), Þjóðviljinn, Verkamannafélagið Dagsbrún. •4.maíEinu símanúmeri til viðbótar er bætt við listann. 1961 lausnlandhelgisgæslunnarviðbreta •26.febrÚarHeimild til hlerunar á 14 símanúmerum. Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson, Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Guðnason, Lúðvík Jósepsson, Sósíalistaflokkurinn (Sósí- alistafélag Reykjavíkur), Þjóðviljinn, Verkamannafélagið Dagsbrún, Æskulýðs- fylkingin, Samtök hernámsandstæðinga, Alþýðusamband Íslands. 1963heimsóKnlyndonb.johnson •12.septemberHeimild til hlerunar á sex símanúmerum. Sósíalistaflokkurinn (Sósíalistafélag Reykjavíkur), Þjóðviljinn, Verkamannafé- lagið Dagsbrún, Æskulýðsfylkingin, Samtök hernámsandstæðinga, Alþýðu- samband Íslands, MÍR, Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson. 1968 utanríKisráðherrafunduratlantshafsbandalagsins •8.jÚníveitt heimild yfirsakadómara í Reykjavík til hlerunar á 17 símum. Magnús Kjartansson, Ragnar Arnalds, Stefán Bjarnason og Rósa Kjartansdótt- ir, foreldrar Ragnars Stefánssonar, Páll Bergþórsson, Lúðvík Jósepsson, Úlfur Hjörvar rithöfundur, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar Jónsson leikari, Sósíalistaflokkurinn (Sósíalistafélag Reykjavíkur), Þjóðviljinn, Verkamannafé- lagið Dagsbrún, Æskulýðsfylkingin, Samtök hernámsandstæðinga, Alþýðu- samband Íslands, MÍR, Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Heimild: Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson STjóRnmál Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem miðar að lækkun matvælaverðs frá 1. mars á næsta ári. Meginbreytingin felst í afnámi vörugjalda og lækkun virðisauka- skatts í sjö prósent. Við þessa aðgerð verður virðis- aukaskattur á áfengi sjö prósent en til mótvægis er áfengisgjald hækkað. Er það gert til að mæta tekjutapi ríkissjóðs. Sú ráðstöfun hefur verið gagnrýnd, meðal ann- ars af Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum ferðaiðn- aðarins, sem benda á að við þetta hækki verð á mest seldu bjórteg- undum um allt að sautján prósent. Árni M. Mathiesen segir skatta- lækkun áfengis þýða tekjutap rík- issjóðs upp á nokkra milljarða króna og því sé mætt með hækkun áfengisgjalds. „Tilgangur aðgerð- arinnar var ekki að lækka verð á áfengi heldur lækka verð á mat- vöru.“ Þótt lögin eigi að taka gildi 1. mars leggur Árni áherslu á að þingið afgreiði málið fyrir jólahlé enda grundvallist fjárlagafrum- varp næsta árs á því að hluta. Hann er bjartsýnn á að það takist þó skammt sé til áætlaðra þing- loka. „Þó í þessu séu flóknar töflur og kannski flókinn texti þá er þetta ekki flókið mál. Það hefur verið til umfjöllunar í þinginu að undanförnu og menn vel inni í því sem þarna er lagt til.“ Þó verði varla héraðsbrestur þótt málið hljóti ekki samþykki þingsins fyrir jól. -bþs Áfengisgjald hækkar til mótvægis við lækkun virðisaukaskatts á áfengi: Ætlunin að lækka verð á mat ekki áfengi árnim.mathiesenFjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til lækkunar mat- vöruverðs í gær. Hleruðu leigjendur í íbúð á Kleppsvegi Íbúar í íbúð Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar voru hleraðir sumar- ið 1968. Eftirlit með Arnari kom í veg fyrir að hann fengi að fara til Ástralíu að leika. Samtals voru á fjórða tug einstaklinga hleraðir af lögreglu 1949 til 1976. HleRAniR „Ég hef vitað þetta lengi. Þeir voru nú ekki lagnir við að fara leynt með þetta,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur en heimilissími hans var hleraður árið 1968. „Símtöl sem voru hleruð voru allt öðruvísi en önnur símtöl. Þegar maður loksins fékk sam- band var löng þögn og síðan smellir. Ég ræddi þetta við aðra sem höfðu það á tilfinn- ingunni að þeir hefðu verið hleraðir, meðal annars Magnús Kjartansson, og hann hafði alveg sömu sögu að segja.“ Magnús Kjartansson, þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, var hleraður oftast allra eða í öll þau skipti sem hleranir voru heimilaðar frá 1949 til 1976. Páll segir ekki mikla hættu hafa stafað af sér en hugsanlega hafi yfirvöld talið hann lík- legan til óspekta. „Ég var alls ekki óvinur rík- isins á þessum tíma heldur fyrst og fremst óvinur hersins. Ég var í samtökum herstöðvar- andstæðinga en lét nú yfirleitt ekki mikið fyrir mér fara. Hugsanlega var ég aðeins of nálægt þeim sem voru með miklar óspektir en ég var engum hættulegur.“ -mh Páll Bergþórsson veðurfræðingur var einn þeirra sem var hleraður árið 1968: Var einungis óvinur hersins páll bergþórsson arnarjónsson HleRAniR „Ég tel að það sé full ástæða til þess að þingið setji á fót sérstaka rannsóknanefnd sem hafi umboð til þess að kalla til vitni. Það er nauðsynlegt að fara vel yfir allar upplýsingar sem til eru um hleranirnar ekki síst vegna nýlegra upplýsinga um stórfelldar hleranir á símum þingmanna á því tímabili sem Guðni Th. hefur rannsakað. Það þarf að svara öllum spurningum sem upplýsingarnar hafa kallað fram, meðal annars hverjir hleruðu og hvað varð um upplýsingarnar sem aflað var með hlerununum.“ -mh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Vill ítarlega rannsókn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.