Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 10

Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 10
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Meirihluti menntamála- nefndar afgreiddi frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. til Alþingis á fundi á miðvikudagskvöld. Minni- hlutinn greiddi atkvæði gegn afgreiðslu frumvarpsins. Þær tvær breytingartillögur við frumvarpið sem meirihluti menntamálanefndar samþykkti eru að takmarka kostunarsamn- inga RÚV við tíu prósent af aug- lýsinga- og kostunartekjum stofn- unarinnar og að fyrirtækinu verði bannað að birta auglýsingar á vef- síðu sinni. Þetta eru ekki eins miklar breytingar og talið var að yrðu gerðar á frumvarpinu. Hins vegar átti að heimila RÚV að auglýsa á netinu samkvæmt frumvarpinu áður en meirihlutinn samþykkti breytingartillögurnar. Í umræð- unni um RÚV-frumvarpið í fjöl- miðlum í vikunni kom fram að jafnvel yrði sett þak á heimild stofnunarinnar til að selja auglýs- ingar. Formaður menntamálanefndar, Sigurður Kári Kristjánsson, segir að með breytingartillögunum sé komið til móts við gagnrýni einka- fyrirtækja. Hann segir að komið sé í veg fyrir að hið nýja félag, RÚV ohf. fari inn á svið einkafyr- irtækja með kostunarsamningum og sölu auglýsinga á veraldarvefn- um. Sigurður segir að mennta- málanefnd mælist til þess í nefnd- aráliti að kostunartekjum RÚV ohf. verði veitt til að kosta innlent efni en ekki erlent afþreyingar- efni. Formaðurinn segir að hann hefði jafnvel viljað ganga lengra í takmörkunum á auglýsingatekj- um RÚV. Að sögn Marðar Árnasonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í menntamálanefnd, eru breyting- arnar á frumvarpinu hvorki fugl né fiskur. Mörður segir að tillög- urnar hafi verið kynntar í lok fundarins á miðvikudag og að litl- ar efnislegar umræður hafi farið fram um þær. Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjásins og Ari Edwald, forstjóri 365, segja að breytingartillögur meirihluta menntamálanefndar séu gagnslitl- ar því RÚV ohf. verði áfram gert kleift að keppa óheft á auglýsinga- markaði. „Ef það er ætlun mennta- málanefndar að drepa einkageir- ann þá er frumvarpið góð leið til þess,“ segir Magnús. Ari segir að ekki sé um neinar eiginlegar breytingar á frumvarpinu að ræða því þær kveði ekki á um að RÚV sé bannað að gera eitthvað sem stofnuninni er heimilt í dag. ingifreyr@frettabladid.is Breytingartil- lögurnar eru gagnslitlar Með breytingartillögum við frumvarp um Ríkisút- varpið ohf. er ætlunin að koma til móts við gagn- rýni einkafyrirtækja. Stjórnendur 365 og Skjásins telja takmarkanirnar ekki nægilega miklar. ARI EDWALDMAGNÚS RAGNARSSON RÍKISÚTvARPIÐ Fulltrúi í minnihluta menntamálanefndar og stjórnendur Skjásins og 365 segja að breytingartillögur meirihluta menntamálanefndar séu ekki eiginlegar breytingar. Frettablaðið/Vilhelm Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS MINNKAÐU HRAÐANN! ÞAÐ BORGAR SIG Kynntu þér málið á www.us.is Í dag, 1. desember, tekur gildi breyting á reglugerð um sektir og viðurlög við umferðar- lagabrotum. Helsta breytingin er að sektir vegna einstakra umferðarlagabrota hækka umtalsvert, eða um allt að 60%. Vikmörk varðandi hámarkshraða hafa einnig verið lækkuð. Áður voru þau miðuð við 10 km/klst. yfir hámarkshraða án þess að fá sekt en með nýju reglugerðinni hafa mörkin verði lækkuð niður í 5 km/klst. SAMKOMA Kveikt verður á jóla- trénu á Ráðhústorginu á Akur- eyri á morgun en tréð er gjöf frá vinabæ Akureyrar, Randers í Danmörku. Klukkan tvö hefst dagskrá í útibúi Landsbankans við Ráðhús- torg þar sem félagar úr unglinga- kór Akureyrarkirkju og Óskar Pétursson syngja nokkur lög. Þá tekur Idolstjarnan Bríet Sunna lagið og gestum og gangandi verður boðið upp á kakó og með- læti. Það verður síðan klukkan fjögur sem kveikt verður á danska trénu. Dagskráin er í boði Lands- banka Íslands sem undanfarin ár hefur tekið þátt í hinni eiginlegu jólastemningu í miðbæ Akureyr- ar. - hs Akureyringar fá jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku: Kveikt á trénu á Ráðhústorgi jóLATRéÐ á RáÐhÚSTORGI Kveikt verð- ur á trénu á morgun kl 16.00.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.