Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 17

Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 17
FÖSTUDAGUR 1. desember 2006 17 HeilbRiGðiSmál Landspítali – háskólasjúkrahús auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum í sænska dagblaðinu Expressen. Herdís Herbertsdóttir, sviðsstjóri hjúkr- unar, segir að hjúkrunarfræðinga vanti í fjörutíu stöðugildi á sjö legudeildir á lyflækningasviði. „Við erum að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum á flestar legudeildir sviðsins. Það vantar mjög mikið af hjúkrunarfræðing- um og við erum að óska eftir því að fólk ráði sig í eitt ár og þá styrkjum við það til að læra íslensku,“ segir Herdís. Sænsku hjúkrunarfræðingarn- ir, ef einhverjir verða, verða á sömu launakjörum og íslenskir hjúkrunarfræðingar, þó heldur lægri launum meðan þeir eru að læra íslensku, en fá greidda ferð fram og til baka og aðstoð við að finna sér íbúð. Þótt hjúkrunarfræðinga vanti í fjörutíu stöðugildi þá segist Her- dís aldrei myndu ráða fleiri en tvo hjúkrunarfræðinga á hverja deild. Hún segir að deildirnar hreinlega þoli ekki fleiri, að minnsta kosti ekki meðan hjúkrunarfræðingarn- ir eru að læra málið. „Krónísk mannekla“ er meðal hjúkrunarfræðinga á LSH. Herdís hefur fengið þónokkrar fyrir- spurnir frá Svíþjóð en ekki kemur í ljós strax hver árangurinn verð- ur. LSH auglýsir einnig í Færeyj- um. - ghs Auglýst eftir hjúkrunarfræðingum í Expressen: Vantar fólk í 40 stöðugildi KrónísK manneKla Herdís Herberts- dóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, segir að „krónísk mannekla“ sé á sjö deildum og vanti hjúkrunarfræðinga í fjörutíu stöðugildi. JÓlAmARKAðUR Jólamarkaður handverkstæðis Ásgarðs verður haldinn á morgun frá klukkan tólf til fimm síðdegis og verður mark- aðurinn haldinn í húsnæði Ásgarðs við Álafossveg 24 í Mosfellsbæ. Óskar Albertsson, talsmaður Ásgarðs, segir mikla stemningu meðal starfsmanna Ásgarðs sem allir keppast nú við að klára sem flesta hluti fyrir söluna á morgun. „Þarna verður til sölu mikið úrval af leikföngum, útskornum jóla- trjám, jólarósum, jólaskrauti og gjafavörum en allt er þetta unnið úr náttúrulegum efnum. Meðal þess sem verður á boðstólum eru jólakúlur úr þæfðri ull en þær voru svo vinsælar fyrir jólin í fyrra að þær seldust upp.“ Ágóði sölunnar rennur til Ásgarðs. Um klukkan tvö á laugardaginn munu systkinin KK og Ellen Kristjáns flytja nokkur lög og einnig verður boðið upp málverk sem listamaðurinn Garðar Jökuls- son hefur gefið Ásgarði. Þá verður veitingasala á staðnum og vonast starfsfólk Ásgarðs til að sem flest- ir sjái sér fært að kynna sér vöru- úrvalið og gæða sér á veitingum. Í fyrra komust færri að en vildu en nú verður reist tjald sem viðbót við húsnæðið. Alls starfa 28 þroskaheftir starfsmenn í Ásgarði sem framleiða leikföng sem eru seld á almennum markaði. Starfs- mennirnir bera ábyrgð á og eiga frumkvæði að þróun og útfærslu leikfanganna en leitast er við að hafa þau einföld í hönnun, sterk og skemmtileg. - hs Jólamarkaður Ásgarðs verður haldinn á morgun í húsnæði Ásgarðs í Álafosskvosinni: Úrval frumlegra gjafavara og jólaskrauts litríKar og fallegar tösKur Ýmiss konar gjafavara verður til sölu á jóla- markaðnum. jólastemning í ásgarði Óskar ásamt nokkrum starfsmanna Ásgarðs sem vinna nú að undirbúningi jólamarkaðarins. SKÓlAmál Samtök foreldrafélaga og foreldraráða við grunnskóla Kópavogs (SAMKÓP), Heimili og skóli og Landssamtök foreldra hafa undirritað samning þar sem SAMKÓP skuldbindur sig til að greiða félagsgjald til Heimilis og skóla fyrir foreldrafélög allra grunnskóla í Kópavogi. Samning- urinn markar sérstök tímamót en þetta er fyrsta formlega sam- komulagið um slíkt samstarf og með þessu vill SAMKÓP sýna stuðning við það starf sem unnið er innan Heimilis og skóla. - hs Samið um félagsgjöld: Heimili og skóli fær stuðning Heimatilbúið á jólamarkaði Kjósverjar verða með jólamarkað í Kaffi Kjós sunnudaginn 10. desem- ber. Er fólk hvatt til að koma með handverksmuni eða aðrar vörur og selja. Hægt verður að velja sér jólatré í Fossá. KjósarHreppur DÓmSmál Rúmlega tvítugur maður var á mánudag dæmdur til að greiða 180.000 krónur í sektargreiðslu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnasölu. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík sumarið 2005 með sextán töflur af vímuefninu MDMA í fórum sínum sem hann ætlaði til sölu og dreifingar. MDMA er algengasta efnið sem notað er í e-töflur. Ákærði mætti ekki fyrir dóm og því var málið dæmt í fjarveru hans. Auk sektarinnar var mann- inum gert að greiða rúmlega 100.000 krónur í sakarkostnað. - þsj Fíkniefnasali dæmdur: Ákærði mætti ekki fyrir dóm VinnUmARKAðUR Nokkrir rafvirkj- ar, sem starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigu, hafa ekki verið skráðir hjá Vinnumálastofnun og ekki hefur verið leitað eftir staðfestingu á starfsréttindum þeirra. Lögmaður Rafiðnaðarsam- bandsins hefur farið fram á að Vinnumálastofnun kanni hvort stofnað hafi verið til ráðningar- sambands við þá. Á fundi Rafiðnaðarsambandsins með starfmönnum annarrar starfsmannaleigu í síðustu viku kom í ljós að á hennar vegum var rafvirki og hafði ekkert verið gert til að fá starfsréttindi hans staðfest. - ghs Rafiðnaðarsambandið: Nokkrir raf- virkjar óskráðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.