Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR20 nær og fjær „orðrétt“ Hugmyndin um að nefna hluti er ef til vill jafn gömul fyrstu hugmyndinni sjálfri, því ekki er hægt að fá nein- ar hugmyndir ef engin nöfn eru til yfir hluti svo hægt sé að skilja einn þeirra frá öðrum. Eitthvað virðist þetta þó hafa misfarist und- anfarið. „Ertu búinn að lesa Blaðið í dag?“ „Blaðið?“ „Já, Blaðið.“ „Hvaða blað?“ „Blaðið Blaðið.“ Álíka samræður eiga sér nú stað um land allt, þar sem nöfn virðast óðum vera að komast úr tísku. Þannig fer maður á barinn Barinn, skoðar vefsíðuna vefsida. is, virðir fyrir sér safnið Safn og kaupir fisk í Fiskbúðinni. Þetta hefur löngum tíðkast á litlum stöðum, til dæmis er á Grímsey til búðin Búðin og á Fáskrúðsfirði er Hin búðin, en málin flækjast þegar til er meira en eitt eða tvennt af hverju. Þeir feðgar Reynir og Jón Trausti fá hrós fyrir að hafa ekki freistast til að skýra tímarit sitt Tímaritið, heldur ber blaðið hið tignarlega og gamla nafn Ísafold, Ísafold er þó ekki bara tímarit, heldur einnig prentsmiðja, gisti- heimili og ferðaskrifstofa, en allt er þetta hverju öðru ótengt. Annar angi þess að nefna hlut- ina ekki nöfnum er nefnilega að nefna alla hluti sömu nöfnum. Sirkus var fyrst bar og komu bæði sjónvarpsstöð og vikublað í kjölfarið þótt þau hefðu ekkert með barinn að gera. Og það getur valdið misskilningi þegar allt heit- ir það sama. Í blaði einu (mögu- lega Blaðinu) var tilkynnt að Iggy Pop myndi líta inn á sjónvarps- stöðina Sirkus kvöld eitt meðan reyndin var sú að hann ætlaði á barinn. Apótekið er bæði lyfsala- keðja og veitingahús, fletti maður upp apotekid.is fær maður hins vegar heimasíðu Lyfju, enda hart barist um lénin þegar allt heitir það sama. Andstæða þess að skýra hlutina nákvæmlega það sem þeir eru er að skýra þá nákvæmlega það sem þeir eru ekki. Útvarpsstöðin Kan- inn spilar einungis íslenska tón- list. Vefsíðan VefÞjóðviljinn starf- ar undir slagorðinu: „Við gerum okkar besta til að blaðið sé eins ólíkt Þjóðviljanum heitnum og mögulegt er.“ Hið ágæta félag Dagsbrún átti álíka lítið sameigin- legt með verkalýðsfélaginu gamla og Bubbi 2006 á við Bubba 1980, þótt báðir noti sama nafn. Þess er svo lík- lega ekki langt að bíða að við verðum öll starfandi hjá Fyrirtækinu. Nema þá að við munum öll vinna hjá fyrirtæk- inu Ríkið ehf. valurg@frettabladid.is Koníak fyrir alla „Það hljóta að hafa verið einhverjir koníakskarlar sem hafa samið þetta.“ Börkur Gunnarsson leik- stjóri um nýja skattatillöGu sem mun lækka verð á dýr- asta áfenGinu en hækka það ódýrara. Fréttablaðið, 29. nóvember. Akureyri fyrir Akur- eyringa? „Margir hafa spurt mig síðustu daga hvernig í ósköpunum standi á því að Keflvíkingur muni setjast hér í stól bæjarstjóra.“ siGrún Björk jakoBsdóttir tekur við stöðu Bæjarstjóra akureyrar eftir áramót. Morgunblaðið, 29. nóvember. Blaðið Blaðið og barinn Barinn n emma er það kvenmannsnafn sem er vinsælast í flestum evr- ópulöndum, en bæði í svíþjóð, Írlandi, noregi, finnlandi og Belgíu er það í fyrsta sæti og í öðru í danmörku, hollandi og skotlandi. anna er vin- sælasta nafnið á Íslandi og í ungverjalandi og hollandi. eina karlmanns- nafnið sem er í fyrsta sæti á fleiri en einum stað er jan í tékklandi og Póllandi. mAnnAnÖFn í EvRópU EMMur út uM allt Barinn Barinn hét einu sinni í höfuðið á götunúmeri. Kaninn þaninn en ekki lengur sami gamli kommúnistabaninn. „Hvað býr í nafni?“ spyr hin ást- leitna unglingsstúlka Júlía í leik- riti einu, og veltir því fyrir sér hvort rós myndi lykta eins héti hún eitthvað annað. Tilefnið er að kærastinn Rómeó er með óheppilegt ættarnafn, og allt endar þetta með lyfjaneyslu og sjálfsmorði. Í bókinni Freakon- omics sem er mikil gullnáma fyrir greinarhöfunda er rakin saga manns sem nefnir einn son sinn Winner og hinn Loser. Svo fer að lokum að Loser vegnar vel en Winner fer í hundana. Höfundurinn Steven Levitt finnur talsverða fylgni milli nafna og velgengni. Þannig heita ríku strákarnir Benjamin, Samu- el eða Jonathan og ríku stelp- urnar Alexandra, Lauren eða Katherine, en fátæku strákarnir Cody, Brandon og Anthony og fátæku stelpurnar Amber, Heather og Kayla. Það er þó ekki nafnið sem segir til um vel- gengni, heldur velgengni for- eldra sem segir til um nafnið, samkvæmt Levitt. En aðrir eru fljótir að herma eftir tísku fína fólksins, og nöfn eins og Lauren og Madison hafa orðið vinsæl meðal almennings en tilheyrðu fyrir tuttugu árum fyrst og fremst yfirstéttinni. Ekki er líklegt að íslensk nöfn séu jafn stéttskipt enn sem komið er, Jón getur verið bæði meðaljón eða séra Jón og jafn- vel stórkaupmaðurinn Jón. Ef til vill mun meiri munur verða á nöfnum hérlendis með vaxandi stéttskiptingu, en mannanafna- nefnd mun tryggja ákveðinn jöfnuð, að minnsta kosti fyrst um sinn. En tískan breytist, til dæmis er nafnið Kári aftur orðið vinsælt, hvort sem það er vísun í auðkýfinginn Kára Stefánsson eða jafnvel Kárahnjúka. Og ekki kæmi á óvart að bráðum yrði hér allt fullt af litlum Björgólf- um. - vg Skapar nafnið hamingjuna? BjörgólFur t. BjörgólFsson skírður í höfuðið á pabba. „nei, ertu geðbilaður, mér er nógu illa við noreg eins og er,“ segir Gísli már sigurjónsson tækniteiknari þegar hann er spurður hvort hleypa eigi norskum her inn í landið. „Ég ætla ekki að rökstyðja það með neinum rökum, þetta er fallegt land og allt það og ég hef ekki slæma reynslu af norðmönnum sjálfur, en eitthvað í hjarta mínu segir nei.“ Gísli hefur ekki miklar áhyggjur á ógnunum við öryggi Íslands. „Ég held að þessi mikla ógn sem talað er um að steðji að okkur sé ofmetin. helst myndi ég ekki vilja hafa einn einasta hermann hér og mig minnir að það standi í stjórnarskránni að við eigum að vera herlaus,“ segir Gísli á alvarlegri nótum. hann er því heldur ekki hlynntur hugmyndum um íslenskan her. „Björn Bjarnason er stórkostlegur listamaður og þetta nýjasta útspil hans um að ákvörð- unin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki snúist um Írak. Ég vona að hann láti ekki hlera síma minn eftir þessi ummæli.“ SjónARhóll VarnarsaMstarF Við norEg Hjartað segir nei gísli Már sigurjónsson tækniteiknari. nú er að fara í hönd einn annasamasti tími árs- ins fyrir presta og er margt á döfinni hjá hreini hákonarsyni, fangapresti þjóðkirkjunnar. „núna er verið að undirbúa aðventustund sem verður á litla-hrauni um miðjan mánuðinn. á aðventu- stundinni munu ýmsir listamenn koma fram sem jónas þórir organisti hefur milligöngu um að útvega. hann stýrir og stjórnar þessum viðburði með miklum myndar- skap.“ einnig er verið að undirbúa sérstakt tilraunaverkefni sem verður kynnt á sunnudaginn á aðventukvöldi í Grens- áskirkju að sögn hreins. „verkefnið heitir englat- réð og er þannig að úr jólatré hanga litlir miðar sem á er búið að skrifa nöfn barna fanga. síðan getur fólkið í kirkjunni valið sér engil og útvegað honum litla gjöf. Gjöfin er síðan skilin eftir við tréð og fer til barns fanga.“ hreinn segir tilganginn með verkefninu að benda á að fangar eiga börn líka og jólin eru oft mjög erfiður tími fyrir börnin. hreinn er einnig ritstjóri verndarblaðsins sem kemur út á vegum samtakanna vernd og er dreift til allra fanga á landinu og víðar. „að öðru leyti sinni ég hefðbundnum skyldum, að fara í fangelsið og styrkja fangana. Ég messa síðan í öllum fang- elsunum á aðfangadag. jólin eru erfiður tími fyrir fanga. það eru engar heim- sóknir leyfðar í fangelsinu á aðfangadag og fangarnir eru því dálítið einir með sínum hugsunum og hugsa auðvitað til sinna barna og fjölskyldna.“ hVað Er að Frétta? hreinn hákonarson fanGaPrestur Jólin eru erfiður tími fyrir fanga 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 Opnum fyrir morgunverð kl. 9:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.