Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 32

Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 32
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR32 Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfé- lög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Fjöldi útibúa banka og spari- sjóða var 171 í lok árs og fækkaði þeim um sjö á milli ára. Heildareignir samstæða allra lánastofnana landsins voru 6.202 milljarðar króna í árslok 2005 og jukust um 83 prósent. Hagnaður var samanlagður 136,4 milljarðar króna en var 52,9 milljarðar árið 2004. Aukningin var því 158 prósent á milli ára. - eþa Fólki fjölgar í fjármálageira Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í vikunni. Ryanair vinnur að óvinveittri yfir- töku á flugfélaginu. Ryanair festi sér 19 prósenta hlut í Aer Lingus skömmu eftir einkavæðingu þess í lok septemb- er og gerði tilboð í eftirstandandi hluti fyrir 1,48 milljarða evra eða um 136 milljarða íslenskra króna. Það mun hafa greitt um 88 millj- ónir evra eða rúma 8 milljarða króna fyrir hin 6 prósentin í vik- unni. Stórir hluthafar í Aer Lingus hafa mótmælt tilboðinu og segjast ekki ætla að selja þá. - jab ein af vélum ryanair Írska lág- gjaldaflugfélagið Ryanair á 25 prósent í flugfélaginu Aer Lingus. Ryanair með fjórð- ung í Aer Lingus Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofn- að var árið 1930, er eitt elsta fyrir- tækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Á meðal helstu leikfanga fyrir- tækisins eru rugguhestar og önnur leikföng fyrir börn, sem fyrirtækið seldi í verslunum Harrods og John Lewis. Oliver Holmes, forstjóri Merryt- hought og barnabarn stofnandans, segir í samtali við breska dagblaðið The Guardian að fyrirtækið hafi orðið fórnarlamb vegna vegna inn- flutnings á ódýrum vörum. „Þetta er sorgardagur,“ sagði hann og benti á að hæfileikaríkir einstaklingar myndu missa vinn- una. Þá mun verksmiðju fyrirtæk- isins í Shropskíri í Bretlandi sömu- leiðis verða lokað og eignir þess seldar upp í skuldir í næsta mán- uði. - jab eigandi Harrods í miðið Elsti leik- fangaframleiðandi Bretlands, sem meðal annars selur vörur sínar í bresku verslun- inni Harrods, hefur verið lýstur gjaldþrota. Elstu leikfangagerð Bretlands lokað Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska rík- isorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á mark- aði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. Í nýrri skýrslu frá OECD um hagkerfi Rússlands segir ennfrem- ur að mikil stækkun fyrirtækisins og yfirtökur þess síðustu árin komi í veg fyrir heilbrigða samkeppni í Rússlandi og beini vöxturinn sjón- um stjórnenda frá kjarnastarfsemi Gazprom. Þá leggur OECD áherslu á, að gasiðnaðurinn í landinu verði end- urskipulagður í samræmi við aðra geira með það fyrir augum að auka samkeppni á heimamarkaði. Gazprom er í andstöðu við mark- aðsvæðinguna austur frá, að mati OECD, sem bendir á að hlutur ríkis- ins í fyrirtækjum í Rússlandi hafi aukist mikið síðastliðin þrjú ár. Hafi ríkið átt fimmtung fyrirtækja í Rússlandi fyrir þremur árum en hann nemur nú 30 prósentum. „Aukinn ríkisrekstur er skref aftur á bak,“ segir í skýrslu OECD, sem áréttar að rússneska ríkið verði að minnka við hlut sinn í fyrirtækj- um í landinu, ekki síst í orkufyrir- tækjum, með það fyrir augum að minnka einokunarstöðu Gazprom í Austur-Evrópu. - jab Höfuðstöðvar gazprom OECD hefur áhyggjur yfir vaxandi ríkisrekstri í Rússlandi. Rússneskur ríkis- rekstur áhyggjuefni Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðaraf- urðum frá löndum Evrópusam- bandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Danska dagblaðið Jótlandspóst- urinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusam- bandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins. Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma har- kalega niður á svínakjötsbændum. Sala á svína- kjöti til Rússlands hefur stór- aukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mán- uðum þessa árs. Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambands- ins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum. - jab Svínabændur uggandi Stjórn þýsku bílaframleiðendanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Að sögn þýska tímaritsins Focus tengist ákvörðunin uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem sagði upp störf- um hjá fyrirtækinu í upphafi mán- aðarins frá og með næstu áramót- um. Uppsögnin kom á óvart enda hafði hann skömmu áður endur- nýjað samning sinn við Volkswag- en til sex ára. Pitschetsrieder hafði nokkru áður boðað hagræðingu í rekstri bílaframleiðandans og meðal ann- ars sagt upp 20.000 manns. Ekki var einhugur um ákvörðunina í stjórn Volkswagen. Focus fer ekki nánar í uppsögn Poetsch að öðru leyti en því að Pitschetsrieder réði hann til starfa. Martin Winterkorn, núverandi forstjóri Audi, eins af dótturfélög- um Volkswagen, mun taka við starfi Pischetsrieders en við starfi Poetsch tekur Rupert Stadler, sem nú er fjármálastjóri Audi. Volkswagen hefur ennfremur tilkynnt að fyrirtækið muni blása til sóknar, auka framleiðslu á bílum frá Audi í verksmiðju sinni í Brussel og segja auk þess upp fleira starfsfólki í hagræðingar- skyni. - jab Yfirmannaskipti hjá VW stjórn volkswagen Bernd Pischetsrieder, fráfarandi forstjóri VW, ásamt Ferdinand Piech, stjórnarformanni fyrirtækisins, sem veifar. Lengst til hægri er Hans Dieter Poetsch, fráfarandi fjármálastjóri. OMX kauphallarsam- stæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætt- ing við aðrar kauphallir OMX. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, en í dag tekur OMX kauphallarsamstæðan form- lega við stjórn hennar. Þá verður OMX jafnframt skráð í Kauphöll- ina hér. „Það er í fyrsta skipti sem er tvíhliða skráning erlends fyrir- tækis í Kauphöllina hjá okkur.“ Ferlið er samkvæmt samningi sem gengið var frá um miðjan október. Breytingar verða strax miklar hjá Kauphöllinni því stjórnin sem verið hefur lætur af störfum um leið og Kauphöllin verður dóttur- félag OMX. „Þar tekur ný þriggja manna stjórn við og Jukka Ruuska, sem er forstjóri OMX Exchanges, verður formaður. Með þessu er stefnumótun Kauphallarinnar í raun komin í hendur nýrra aðila og helstu verkefnin sem fram undan eru að samþætta starfsemina við hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir Þórður. Um áramót taka við sýnilegri breytingar þegar vefvið- móti Kauphallarinnar verður breytt. „Og einhvern tímann á fyrsta ársfjórðungi förum við inn á samnorræna listann og upplýs- ingar af markaðnum hjá okkur fara í gegnum sömu kerfi og eftir sömu leiðum og upplýsingar um önnur fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllum OMX,“ segir Þórður. Hann segir samrunann og skrán- ingu OMX hér framhald þróunar sem verið hafi á íslenska markaðn- um undanfarin ár. „Markaðurinn hefur eflst gríðarlega. Velta með hlutabréf hefur fimmtánfaldast á síðustu fimm árum og verðmæti skráðra hlutafélaga hefur farið úr 50 prósentum af landsframleiðslu í 245 prósent. Þá hefur meðalstærð skráðra fyrirtækja átjánfaldast á sama tíma,“ segir Þórður og kveður Kauphöllina einfaldlega hafa verið komna að þeim tímamótum að nauð- synlegt væri að tengjast stærri alþjóðlegri kauphöll. „Einfaldlega til að geta veitt þessum stóru fyrir- tækjum þá þjónustu heima sem við viljum geta veitt.“ OMX segir Þórð- ur svo hafa verið augljósan kost í því sambandi því náið samstarf hafi verið á undanförnum árum við nor- rænu markaðina, auk þess sem markaðurinn og umgjörð hafi verið áþekk því sem þar gerðist. Með samrunanum við OMX segir Þórður svo búið að skapa hag- felld skilyrði fyrir áframhaldandi vöxt markaðarins, en hversu mikill hann verði fari svo eftir því hvern- ig fyrirtækin standi sig. Aðgangur að afleiðumarkaði OMX í maí segir Þórður svo koma til með að ýta undir aukna veltu hér. Tvíhliða skráningu OMX núna segir Þórður svo fyrst og fremst ætlaða til að kynna fyrir markaðn- um fyrirtækið OMX. „Jafnframt gerum við okkur vonir um að í framhaldinu verði OMX bara hluti af íslenska markaðnum, þannig að viðskipti með hlutabréf OMX fari fram með sama hætti og með önnur fyrirtæki á íslenska markaðnum. Þetta eykur breiddina því OMX er með annan bakgrunn en þau fyrir- tæki sem fyrir eru í Kauphöllinni.“ olikr@frettabladid.is jukka ruuska omX og Þórður friðjónsson kaupHöll íslands Jukka Ruuska forstjóri kauphallararms OMX sótti landið heim í byrjun síðasta mánaðar. OMX tekur í dag formlega við stjórn Kauphallar Íslands. FRéttABLAðið/ViLHELM OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.