Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 34

Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 34
34 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags ÚtgáfUfÉlag: 365 ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UmræÐan UNICEF í Síerra Leóne Í dag verður haldin landssöfnun UNIC-EF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heim- sótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt full- trúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki ver- aldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyld- um sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveita- héruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjar- lægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfis- ins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunn- skóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfé- lagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í hér- uðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Höfundur er menntamálaráðherra. Framlag okkar bjargar mannslífum Háskóli Íslands hýsti fyrir skömmu ráðstefnu um Maó formann, sem vinir Kínverska alþýðulýðveldisins höfðu skipu- lagt. Einn þeirra, Arnþór Helga- son, sagði í viðtali við Morgun- blaðið 10. nóvember, að „hlutlæg umræða“ um Maó væri nauðsyn- leg. „Í því samhengi er svo mikilvægt að forðast að fordæma hvaðeina sem fyrir augu og eyru ber. Því okkar er ekki að fordæma þar sem við getum ekki sett okkur almennilega í spor þeirra sem bæði urðu fyrir hremmingum á þessu tímabili og þeirra sem stjórnuðu þeim.“ Meðal annars voru á ráðstefnunni fluttar íslenskar þýðingar á ljóðum Maós. Í ráðstefnulok bauð kínverska sendiráðið til hófs. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er Maó afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar. Lesa má um illvirki hans í nýlegri ævisögu þeirra Jons Hallidays og Jung Chang, sem bönnuð er í Kínaveldi, en ég hef sagt frá því stórfróðlega riti hér í blaðinu. Margir Íslend- ingar hafa lesið aðra ágæta bók eftir Jung Chang, Villta svani, sem kom út á íslensku 1995. Ég hef beðið eftir viðbrögðum við þessari ráðstefnu, en þau hafa engin verið (að undantekinni stuttri hugleið- ingu Guðmundar Magnússonar sagnfræðings á netsíðu sinni), svo að ég legg hér orð í belg. Hvað hefði verið sagt, ef svipuð ráðstefna hefði verið haldin um Adolf Hitler? Forsvarsmaður hennar hefði sagt opinberlega, að „hlutlæg umræða“ um Hitler væri nauðsynleg; við mættum ekki fordæma hann, þar sem við gætum hvorki sett okkur í spor hans né þeirra, sem orðið hefðu fyrir „hremmingum“ í stjórnartíð hans; kunnur listgagnrýnandi hefði flutt vinsamlegt erindi um vatnslitamyndir Hitlers og vinsæll leikari lesið upp valda kafla úr Mein Kampf eftir einræðisherr- ann þýska í íslenskri þýðingu. Þótt ég sé lítill spámaður, er ég viss um, að Háskóli Íslands hefði aldrei komið nálægt slíkri ráðstefnu, en fjölmiðlar farið hamförum gegn skipuleggjendum hennar. Maó var þó að minnsta kosti jafnmikil ófreskja í mannsmynd og Hitler. Munurinn er sá, að eftir seinni heimsstyrjöld var gert rækilega upp við Hitler. Hinar hræðilegu myndir úr útrýmingar- búðum nasista hafa verið lagðar á minni mannkynsins, ekki aðeins í dagblöðum frá 1945, heldur líka í ótal kvikmyndum, heimildaþáttum og kennslubókum. Gyðingar hafa gætt þess vandlega, að helförin gleymdist ekki. Ekkert sambæri- legt uppgjör hefur farið fram við kommúnista. Fáar myndir eru til úr þrælakistum þeirra. Dauflegt orðalag er notað í kennslubókum um ógnarstjórn þeirra. Hverfandi áhugi er á kvikmyndum og heimildaþáttum um ódæði þeirra. Engir öflugir hópar sjá sér hag í því að halda uppi minningunni um þær 100 milljónir manna, sem féllu á tuttugustu öld af völdum kommúnisma. Þetta skýrir tvískinnunginn, þótt það afsaki hann ekki. Ég tel óeðlilegt að banna áróður fyrir nasisma, eins og gert er víða í Norðurálfunni, þótt ég skilji vel hina sáru reynslu ýmissa þjóða af þeirri stefnu. Á sama hátt tel ég óeðlilegt að banna áróður fyrir kommúnisma. Ég er hins vegar ósammála Arnþóri Helgasyni um það, að við getum ekki fordæmt hryðjuverk Maós og annarra kommúnista, um leið og ég virði auðvitað rétt hans til að halda fram því sjónarmiði. Hitt er hæpn- ara, að Háskóli Íslands skyldi gerast aðili að þessari ráðstefnu, þótt ég þekki suma íslenska þátttakendur í henni að góðu einu og telji víst, að þeir séu annarrar skoðunar um Maó en Arnþór. Þessa tvískinnungs um kommúnisma gætir víða. Milton heitinn Friedman hélt fyrirlestra um hagstjórn í Chile 1975 og hitti yfirvöld þar að máli. Hann gaf þeim það ráð að auka atvinnu- frelsi. Farið var eftir því, og er Chile eina landið í Rómönsku- Ameríku, sem nálgast hefur Bandaríkin í landsframleiðslu á íbúa. Pinochet einræðisherra fór frá völdum 1989, eftir að hann hafði tapað kosningum. Friedman var óspart skammaður fyrir Chileför sína. En hann hélt líka fyrirlestra um hagstjórn í Kínaveldi 1980, hitti yfirvöld þar að máli og gaf þeim sama ráð. Þar var líka farið eftir því, og hefur hagvöxtur síðan verið ör í Kínaveldi. Enginn hallaði orði á Friedman fyrir Kínaför hans. Þar eystra situr enn blóðug einræðis- stjórn og þaggar tafarlaust niður gagnrýnisraddir. Hér vestra heyrast slíkar raddir hins vegar varla fyrir veisluglaumnum eftir ráðstefnur eins og þá í Háskólan- um. Tvískinnungur: Maó og Hitler ÞOrgerÐUr Katrín gUnnarsdÓttir hannes hÓlmsteinn gissUrarsOn í dag | Tvískinnungur um kommúnisma Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir. Í þessu sambandi tilgreinir ráðherrann fyrrverandi einkum árin 1992 og 1993 þegar endurskoðun á varnarsamningnum stóð yfir. Jafnframt segir hann aðspurður að ekki hafi verið kostur á að kæra mál af þessu tagi því að þau hefðu farið til dómsmála- ráðuneytisins sem hefði falið sömu bandarísku leyniþjónustu- mönnum rannsóknina. Vandinn við að meta þessi ummæli er fyrst og fremst sá að ekki er ljóst hvort ráðherrann fyrrverandi vill láta líta á þau sem raup eða alvöru. Ef rétt þætti að líta á þau sem alvöru vakna fyrst og fremst upp nokkrar spurningar. Hvað ber ráðherra að gera sem fær grun um að erlendir njósnarar noti hans eigið ráðuneyti til starfsemi sinnar gegn hagsmunum íslenska ríkisins? Á honum hvíla einfaldlega þær skyldur að viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherra að gera ráðstafanir til þess að stöðva það ástand án tafar. Hvers vegna var það ekki gert? Þá er ástæða til að spyrja hvort líklegt sé að erlendir njósn- arar hafi árum saman stundað iðju sína í utanríkisráðuneytinu án aðildar eða vitneskju annarra embættismanna þess? Hvers vegna lét ráðherra það álitamál kyrrt liggja? Málið er svo einfalt að ráðherra ber ábyrgð á að í ráðuneyti hans gerist ekkert sem andstætt er lögum og stjórnarskrá eða stefnir heill ríkisins í hættu. Ráðherra má eins og kunnugt er krefja ábyrgðar fyrir störf, vanrækt starfa og stórkostlegt hirðuleysi. Finnst ráðherranum fyrrverandi nú að það hefði átt að gera? Hvers vegna var málið ekki kært til Rannsóknarlögreglu rík- isins sem fór með rannsókn opinberra mála á þeim tíma? Ráð- herrann fyrrverandi gefur þá skýringu að dómsmálaráðuneytið hefði tekið málið til sín og og stýrt rannsókninni sjálft og notað til þess sömu erlendu njósnara og hann hafði grunaða. Felast ekki í þessum ummælum grunsemdir um brot dómsmálaráðu- neytisins á lögum og stjórnarskrá? Gat nokkur annar en dómsmálaráðherrann borið ábyrgð á slíkum vinnubrögðum? Sat hann ekki í embætti í stjórnskipu- legu umboði þingmanna Alþýðuflokksins eins og aðrir ráðherr- ar á þeim tíma? Var ekki fullkomlega ábyrgðarlaust af þeim að styðja með þeim hætti ráðherra sem þeir grunuðu um slík verk? Hvers vegna var Alþingi ekki gerð grein fyrir grunsemdunum um háttsemi dómsmálaráðuneytisins? Þetta eru þau raunverulegu álitaefni sem við blasa ef ráð- herrann fyrrverandi kýs að láta meta ummæli sín í alvöru. Kjósi hann hins vegar að litið sé á þau sem raup er aðeins efni til að spyrja einnar spurningar: Er ekki ástæða til að færa umræður um mál af þessu tagi á aðeins hærra plan? Líkur á CIA-njósnum í utanríkisráðuneytinu: Raup eða alvara? ÞOrsteinn PálssOn sKrifar lét ekki blekkjast Reykjavíkurlistinn sótti á sínum tíma hart að Kjartani Gunnarssyni og tók landareign hans í Norðlingaholti eignarnámi. Vildi R-listinn aðeins greiða í kringum 60 milljónir króna fyrir landið, í mesta lagi 111 milljónir. Kjartan lét ekki blekkjast og ætlaði að sætta sig við 130 milljónir. Að því gekk borgin ekki. Nú hefur mats- nefnd eignarnámsbóta úrskurðað að verðmæti hektaranna sé 208 milljónir. Það sama verður ekki sagt um marga aðra landeigendur í nágrenninu sem gengu að tilboðum R- listans eftir að emb- ættismenn fullyrtu að þeir fengju ekki hærra verð en borgin byði. Ætli þeir nagi sig í handarbakið nú? einn á móti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi einn atkvæði gegn því í borgarstjórn að land nafna hans Gunnarssonar í Norðlingaholti yrði tekið eignarnámi. Kjartan hefur átt umrætt land í ára- tugi. „Ég er af grundvallarástæðum andvígur eignarnámi nema brýnir almannahagsmunir krefji. Í þessu tilfelli taldi ég slíkt ekki vera fyrir hendi,“ sagði Kjartan í samtali við DV á sínum tíma. Nú vill Vilhjálmur borgarstjóri að borgin sættist við Kjartan og klári þann leiðangur sem R-listinn hóf. Óvinir ríkisins Þingmenn voru hressilegir í gær þegar þinghald hófst aftur eftir annríki á nefndarfundum síðustu daga. Jólamatur var á borðum í skreyttum matsalnum. Jólatrén eru komin upp á Alþingi en þessir hefðubundnu jólasveinar halda sig enn í fjöllunum. Jólaskapið var ekki langt undan; hlógu margir á meðan aðrir glugguðu í nýútkomna bók Guðna Th. Jóhannessonar um óvini ríkisins. Mesta spennan fólst auðvitað í að vita hvort eitthvert nafn núverandi þingmanna væri þar að finna. Mörður Árnason var einn þeirra „heppnu“. bjorgvin@frettabladid.is LAUGARDAGUR EFTIR IAN McEWAN ÓMISSANDI SKÁLDSAGA ÓMISSANDI SKÁLDSAGA FYRIR ALLA ÞÁ SEM MÓTMÆLTU ÍRAKSSTRÍÐINU. OG HINA SEM GERÐU ÞAÐ EKKI. „Það óviðjafnanlega við bækur McEwans er að þær uppfylla bæði flettiþörf og þörfina fyrir að hugsa og finnast maður hafa breyst, jafnvel þroskast, við lesturinn.“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.