Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 46

Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 46
[ ] Í Mývatnssveit er mikið um að vera fyrir jólin en þar búa íslensku jólasveinarnir í Dimmuborgum. Á aðventunni eru þeir með ýmsar uppákom- ur og skemmta sjálfum sér og öðrum. Þjónustuaðilar í Mývatnssveit og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa sameiginlega að dagskrá fyrir jólin undir yfirskriftinni Velkomin í Mývatnssveit, töfra- land jólanna. „Þetta er annað árið í röð sem við bjóðum upp á þessa dagskrá,“ segir Jóna Matthías- dóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. „Í fyrra vorum við með mjög svipaða dagskrá sem gekk afar vel. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á gömlu íslensku jólasveinana og á aðventunni eru þeir allir þrettán á ferðinni í sér- stökum ullarfatnaði sem var hann- aður fyrir þá,“ segir hún. Frá og með deginum í dag er hægt að heimsækja jólasveinana daglega frá eitt til þrjú í Dimmu- borgir. „Um síðustu helgi buðu jólasveinarnir gestum heim í Dimmuborgir og vel á annað hundrað manns mættu, bæði þangað og í kaffisamsæti á eftir sem ferðaþjónustuaðilar buðu til. Á morgun verður svo hið árlega jólabað jólasveinanna í Jarðböð- unum klukkan fimm og þeir klæð- ast náttúrulega sérstökum bað- fatnaði þegar þeir fara í jólabaðið. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með og við hvetjum gesti til þess að fara í Jarðböðin með þeim. Þetta er dálítið mikill við- burður því að þeir fara náttúru- lega bara í bað einu sinni á ári og er ekki öllum vel við það. Það er því óhætt að búast við lífi og fjöri í kringum það,“ segir Jóna. Nóg er að gera hjá jólasveinun- um í desember því þeir fara á litlu jólin í mörgum skólum á svæðinu. „Við eigum svo von á því að öll leikskólabörn í Þingeyjarsýslu komi að heimsækja þá miðviku- daginn 13. desember því Verkalýðs- félagið á Húsavík býður til rútu- ferða hingað fyrir þau.“ Pósthús jólasveinanna er líka í Mývatnssveit. „Allur póstur sem berst til jólasveinanna á Íslandi er sendur í hingað og þeir sjá um að svara honum. Í fyrra bárust þeim hátt í þúsund bréf,“ segir Jóna. Margt fleira er í boði fyrir þá sem heimsækja Mývatnssveit á aðventunni. „Jarðböðin eru opin frá tólf á hádegi til tíu á kvöldin alla daga vikunnar og frá fimmtu- degi til sunnudags er lengri opnunartími hjá ferðaþjónustuaðil- um. Handverkskonur hafa hand- verkshúsið opið og Vogafjós er með kaffisöluna opna þessa daga frá tvö til átta á kvöldin. Sunnudag- inn 3. desember verður kveikt á jólatrénu við grunnskólann klukk- an hálf fjögur og öllum er boðið í kakó og piparkökur á eftir. Laugar- dagana 9. og 16. desember veita handverkskonur tilsögn í laufa- brauðsgerð á hótel Reykjahlíð frá klukkan tvö til fimm. Svo má ekki gleyma jólahlaðborðunum sem eru um hverja helgi á Selhóteli og á sunnudögum er sérstakt jóla- hlaðborð fyrir börn. Þá koma jóla- sveinarnir líka og færa börnunum glaðning og dansa með þeim í kringum jólatréð.“ emilia@frettabladid.is Töfraland í Mývatnssveit Jarðböðin hafa verið vinsæl og væntan- lega verður mikið fjör á morgun þegar jólasveinarnir fara í jólabaðið sitt. Kertasníkir og Kjötkrókur búa í Dimmu- borgum með bræðrum sínum og taka þar á móti gestum alla daga. MynD/RagnaR Th. SiguRðSSon Jóna Matthíasdóttir hjá atvinnuþróunar- félagi Þingeyinga segir marga hafa heimsótt töfralandið fyrir jólin í fyrra. Það er fallegt í heimkynnum jólasveinanna í Dimmuborgum. Mikil læti voru þegar jólasveinarnir böðuðu sig í fyrra. 1. desember er í dag og nú má fara að opna jóladagatalið. Þeir sem eiga súkkulaðidagatal verða bara að muna að bursta tennurnar. Snemma að sofa BöRn SeM vaKa fRaM á nóTT fá eKKi í SKóinn. Jólasveinarnir fara fljótlega að koma til byggða og gefa þeir þá öllum þægum börnum eitthvað skemmtilegt í skóinn. Mikilvægt er samt að börnin séu sofandi þegar jólasveinarnir koma því annars fara þeir bara fram hjá gluggunum. Börn sem ekki eru vön því að fara mjög snemma að sofa geta verið einhvern tíma að venjast því. foreldrar geta því bent þeim á það að ágætt getur verið að æfa sig aðeins áður en jólasveinarnir koma. Best er að byrja bara strax á æfingunum því ekki er langur tími til stefnu og því ættu öll börn sem ætla að fá í skóinn fyrir jólin að fara snemma að sofa í kvöld. ágætt getur verið að æfa sig í því að fara snemma að sofa. 4thfloorhotel Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is Vetrartilboð 1. nóvember - 1. maí Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð 1 manns herbergi 2ja manna herbergi Hópar 10+ Helgarferð kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 5.000 á mann kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi ÚR - SKARTGRIPIR - DEMANTAR - GULLARMBÖND - GULLHÁLSFESTAR - GULLHERRAHRINGAR - VASAPELAR - VEKJARA & STOFUKLUKKUR - LOFTVOGIR - SKEIÐKLUKKUR - VASAÚR - VASAPELAR OG SKÍRNARGJAFIR SENDUM Í PÓSTKRÖFU BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum í i Bráðum koma bleiku jólin l i j li
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.