Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 76

Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 76
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR24 Dagskrárgerðarmaðurinn Freyr Eyjólfsson hefði áhuga á að hefja sína draumahelgi með heimsókn til hirðar Loðvíks XIV Frakklandskon- ungs. „Þegar ég liti við væri falleg sumarveisla í hallargarðinum, þar sem engu væri til sparað,“ segir hann. „Tónlist leikin í hverju horni og margrétta máltíðir á boðstól- um.“ Freyr myndi borða eins og hann gæti í sig látið í veislunni, svo að hann yrði vel nærður fyrir helgina. „Um kvöldið brygði ég mér síðan á gott Bítlaball á Starclub í Ham- borg,“ segir hann. Tímaflakki Freys væri þó ekki nærri lokið í Þýskalandi. Morguninn eftir færi hann aftur til Júratíma- bilsins til að skoða friðsamlegar þórseðlur og fleiri risaeðlur. „Þaðan héldi ég til Snorra Sturlusonar í Reykholti og þiggði hjá honum veitingar,“ segir hann. „Myndi rétt staldra við þar sem ég væri að fara í rómverska svallveislu um kvöldið. Ætla ég myndi síðan ekki slaufa laugardeginum með því að ná í skottið á Plast-tónleikum í London árið 1976.“ Freyr er nánast móður eftir alla upptalninguna, sem er ekki undarlegt með hliðsjón af öllu þessu brölti. Hann myndi því að vonum vilja verja sunnudeginum í almenna afslöppun. „Ætli ég læsi ekki bara góða bók uppi í rúmi, drykki te og hlustaði á Tímaflakk á Rás2,“ segir hann glaður í bragði. draumahelgi Sumarveisla hjá Loðvík XIV Freyr myndi vilja skoða Þórseðlur á júratímabilinu. MynD/HóLMFRíðUR anna BaLDURSDóTTIR að sumir sjófuglar hafa frumlegan hátt á að vernda unga sína? Þegar hætta steðjar að sökkvir foreldrið sér í vatn svo einungis bakið stendur upp úr. Því næst klifra ungarnir upp á bakið á honum og hann syndir með þá á öruggan stað. að sjófuglar hafa saltkirtla fyrir ofan augun sem gerir þeim kleift að drekka sjó? Snákar sem lifa í sjó hafa svipaða kirtla aftast á tungunni. að sjónvarpshundurinn Lassie birtist fyrst á fjórða áratug síðustu aldar í smásögunni Lassie Come Home eftir Eric Mowbray Knight? Fyrirmynd Lassie var hundur höfundarins, Toots. að svansfjaðrir voru notaðar á 19. öld í púðurkvasta fyrir konur? Svansfjaðrir voru einnig notaðar til að skreyta hatta. að skjaldbökumóðir grætur þegar hún verpir eggjum sínum? Þó hvorki af sorg né gleði heldur til að skola sand úr augunum og til að losa sig við steinefni. að skjaldbökur hafa ekki tennur heldur harða, hyrnda kjálka sem gerir þeim kleift að tyggja matinn? að skottlangur er hálfbjörn sem eins og nafnið gefur til kynna hefur einkar langa rófu? Rófan er næstum tvöfalt lengri en búkurinn og á hverri nóttu leggst skottlangurinn ofan á hring- aða rófuna og notar sem kodda. að skógarmúrmeldýrið, sem lifir í norðausturhluta Bandaríkjanna og Kanada, andar yfir 2.100 sinnum á klukkustund undir venjulegum kring- umstæðum en einungis 10 sinnum þegar það liggur í vetrardvala? að skógarsnípa hefur augu ofarlega á höfðinu og getur horft á sama tíma aftur fyrir sig og upp, fram fyrir sig og upp og til vinstri og hægri og hefur allt að 180 gráðu sjónsvið á hvoru auga? að skrápur kvenkyns bláháfa er tvöfalt þykkari en karldýrsins? að skriðdýr eru ekki slímug heldur eru þau eins og silki viðkomu? að skröltormar hópa sig saman til þess að halda á sér hita á meðan þeir liggja í vetrardvala? Stundum hringa sig saman allt að þúsund snákar. að skunkar geta varið sig með fleiru en fnyk? Þeir þola t.d. fimmfalt það magn af snákaeitri sem nægir til að drepa kanínu. að snákar geta melt tennur og bein en ekki hár? að snákar hafa ekki augnlok og geta því aldrei lokað augunum, ekki heldur þegar þeir sofa? augun eru þakin þunnu varnarlagi úr gagnsæju hreistri. að snákar hafa ekki þvaglát í venju- legum skilningi? Þeir losa sig við úrgang í formi þvagsýru sem er fast, kalkkennt efni, yfirleitt hvítt á lit. að sniglar hafa fjögur nef? að snæhlébarðar geta ekki öskrað líkt og hin stóru kattardýrin? að Starbuck, kandískur boli sem feðraði yfir 200.000 kýr og jafnmörg naut um ævina,ávann eiganda sínum yfir 25 milljónir bandaríkja- dala áður en hann dó árið 1998? Frosið sæði hans selst enn á 250 dali skammturinn. að Stokkendur gera sér hreiður í mikilli hæð,stundum í allt að 12 metra hæð? Þrátt fyrir það kemur það sjaldan fyrir að ungarnir meiðist þegar þeir detta úr hreiðrinu. að stórir engisprettusveimar geta étið yfir 80 þúsund tonn af korni á einum degi? að strútar hafa aðeins tvær klær á hvorum fæti en flestir aðrir fuglar hafa þrjár eða fjórar? að strútar hafa fjögur augnlok í hverju auga? Innri augnlokin eru til að depla augunum og halda þeim rökum en þau ytri eru notuð til að senda öðrum strútum merki í kyn- ferðislegum tilgangi? vissir Þú...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.