Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 86

Fréttablaðið - 01.12.2006, Side 86
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR46 menning@frettabladid.is ! Forlagið Jentas gefur út spennusöguna Sá sem vald- ið hefur eftir Robert Dugoni. Lögreglumaðurinn David Sloane og rannsóknarlög- reglumaðurinn Tom Molina glíma við erfitt sakamál sem tengist forseta Bandaríkjanna. Af hverju fremur trúnaðarmaður forsetans sjálfsmorð og hví hindrar Hvíta húsið rannsókn máls- ins? Sloane kemst á snoðir um samsæri sem forsetinn tengdist fyrir þrjátíu árum og mögulega tengist það martröð sem ásótt hefur lögreglumanninn frá barns- aldri. Þýðandi er Snjólaug Bragadóttir. Uppreisn án landamæra hefur yfirskriftina spennusaga úr raunveruleikan- um. Þar greinir frá skúrki, eiturlyfja- sala og neytanda sem sneri við blaðinu og notar nú reynslu sína úr undirheimum Montrealborgar til að helga líf sitt hjálparstarfi og mannúðarmálum. Marc Vachon er starfandi verkefnisstjóri hjá Læknum án landamæra en gæti allt eins verið í fangelsi. Forlagið Jentas gefur bókina út en þýðandi er Oddný Sen. Gillian Flynn er höfundur spennusög-unnar Beitt áhöld en þar segir af Camille Preaker, ungri blaðakonu sem á við geð- ræn vandamál að stríða því hún á það til að skera sig með beittum áhöldum. Þegar tvær stúlkur finnast myrtar í heimabæ hennar er henni falið að skrifa um atburðinn. För hennar á heimaslóðir á síðan eftir að draga dilk á eftir sér því vera kann að fjölskylda hennar og hún sjálf séu flækt í morðmálið. Forlagið Jentas gefur bókina út en þýðandi er Aðalsteinn Hákonarson. Metsöluhöf-undurinn Harlan Coben er höfundur spennusögunnar Saklaus sem for- lagið Jentas gefur út. Matt Hunter hefur nýlega verið sleppt úr fangelsi, hann fær gott starf og kvænist dásam- legri konu. Einn dag fær hann sendar undarlegar myndir af konu sinni með ókunnum karlmanni, allt í einu er hann hundeltur af lögreglu sem einu sinni var skólafélagi hans. Inn í söguna fléttast líka týndur nektardansari, dauður glæpon og dularfull myndbands- spóla en Hunter getur engum treyst. Síst þeim sem hann elskar. Þýðandi er Eiríkur Gauti Kristjánsson. nýjar SpennuBækur Kl. 20.00 Þorsteinn Gíslason, Steini, opnar sýninguna Ekki land í Populus tremula á Akureyri. Sýningin er að- eins opin þessa helgi milli 14 og 17. Tíbrártónleikar þann 1. desember verða helgaðir verkum eftir tónskáldið Árna Björnsson (1905- 1995). Þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá frá skömmum ferli þessa tón- listarmanns af glæsilegum hópi listamanna. Allt frá því að reglubundið tón- leikahald hófst í Kópavogi, hefur árlega verið efnt til „portrait“ tón- leika í Salnum fyrsta dag desem- bermánaðar. Tónleikarnir hafa verið helgaðir íslenskum tónskáld- um og verkum þeirra. Á fyrsta starfsári Salarins í desember 1999 varð Emil Thoroddsen fyrir val- inu, þá Karl Ottó Runólfsson, Sig- valdi Kaldalóns, Jórunn Viðar, Jón Þórarinsson, Atli Heimir Sveins- son og nú er röðin komin að Árna Björnssyni. Á efnisskrá á tónleikunum 1. desember eru einsöngslög, kórlög og rómönsur fyrir fiðlu og píanó eftir Árna Björnsson. Flytjendur eru þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Gunnar Guðbjörns- son tenórsöngvari, Jónas Ingi- mundarson píanóleikari og Kamm- erkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar. Á síðasta ári voru liðin hundrað ár frá fæðingu tónskáldsins, flautu- og píanóleikarans Árna Björns- sonar, sem var einn af frumkvöðl- um íslensks tónlistarlífs. Hann fæddist og ólst upp í Lóni í Kelduhverfi, en sýndi fljótt orgel- inu í stofunni meiri áhuga en búskapnum. Um formlegt tónlist- arnám í æsku var ekki að ræða en þrátt fyrir það var Árni þegar á unglingsárunum farinn að stjórna kórum víða um héraðið. Þegar hann hleypti heimdraganum lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann á árunum 1930-1935 stundaði nám í Tónlistarskólanum í píanó- leik, tónfræði og hljómfræði hjá dr. Urbancic og Franz Mixa. Einn- ig lærði hann að leika á flautu og var einn af stofnfélögum Hljóm- sveitar Reykjavíkur, sem var und- anfari Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1950. Hann vann fyrir sér með kennslu og lék á píanó við ýmis tækifæri og í danshljóm- sveitum. Árni stundaði framhaldsnám við Royal College of Music í Manchest- er á stríðsárunum 1944-1946, og kenndi eftir það við Tónlistarskól- ann í Reykjavík ásamt því að semja tónlist fyrir hljómsveitir, kammerhópa, lúðrasveitir, ein- söng, kóra- og dægurtónlist. Árni lagði drög að óperu sem byggði á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Sú ópera hefði orðið fyrsta íslenska óperan ef honum hefði auðnast að ljúka við hana. Af því varð þó ekki Eitt kvöld 1952 varð Árni fyrir fólskulegri líkamsárás tveggja manna sem veittu honum alvar- lega höfuðáverka, svo olli heila- skemmdum og batt enda á starfs- feril hans. Hann hélt þó áfram að semja, en stíllinn breyttist. Ferill hans varð aldrei samur og þær miklu vonir sem bundnar voru við hann dofnuðu. Minningu Árna hefur ekki verið nægilegur sómi sýndur en þessir Tíbrár-tónleikar bæta úr því og opna leið fyrir væntanlegan tvö- faldan disk á vormánuðum 2007 með úrvali af tónlist Árna á vegum Smekkleysu. - pbb Aldarminning Árna Árni BjörnSSon 1905-1995 Í dag kl. 17 opnar Sigrún Guðjóns- dóttir, sem kunn er af listamanns- nafni sínu, Rúna, sýningu í Sverris- sal og Apóteki í Hafnarborg. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleir sem hún hefur haldið tryggð við svo árum skiptir og gert að sínu efni. Starfsferill Rúnu er orðinn lang- ur og fjölbreytilegur. Allt frá árinu 1950, þegar hún tók að birta svips- terkar teikningar sínar, og til þessa dags hefur hún tekið þátt í ótal sýn- ingum innanlands og utan, lagt stund á myndlistarkennslu, hönn- un, bókaskreytingar og skreytingar á byggingum svo nokkuð sé nefnt. Hún var ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni einn af frum- kvöðlum íslenskrar leirlistar á þeim tíma þegar fáir sinntu leir- gerð og er heiðursfélagi Leirlista- félagsins. Saman unnu þau Gestur lengi að leirmunagerð og skreyt- ingum á opinberum byggingum. Rúna tók virkan þátt í félagsstarfi myndlistarmanna og var fyrsti for- maður Félags íslenskra myndlista- manna 1981-1985, hún sat í stjórn Norræna myndlistarbandalagsins 1981-1985 og í stjórn Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg 1983-1987. Hafnfirðingar sýndu henni þann sóma að kjósa hana fyrsta bæjarlistamann Hafnar- fjarðar 2005 og komu fáir ef nokkr- ir til greina í fyrsta vali nema hún. Sýning hennar nú er til marks um hversu lengi listamenn geta haldið áfram störfum, ekki síst þeir sem vinna stöðugt af natni og elju á sínum vettvangi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, á fimmtudögum er opið frá kl. 11 til 21. Sýningin stendur út desember. - pbb Rúna sýnir í Hafnarborg MyndliSt rúnu Sigrún Guðjónsdóttir sýnir í Hafnarborg. > ekki missa af … kvikmyndinni Evu eftir Joseph Losey sem Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði á morgun. Rithöfundur staddur í Fen- eyjum er lítillækkaður af fégráðugri franskri konu sem hefur á honum hreðjatök. Ekki amalegur söguþráður það. sýningu Elenu Fitts á Kaffi Sólon í Bankastræti. Ævintýralegar myndir eftir sjálfmenntaða listakonu. jólasöngleiknum Réttu leiðinni í Borgarleikhúsinu. Börn og ungling- ar fara með öll hlutverk í sýningunni sem mun að sönnu koma öllum í jólaskap. Á morgun verður haldinn fjölskyldudagur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem áhugafólk á öllum aldri getur kynnt sér sýningu Árnastofn- unar á fornum handritum. Hægt verður að kynnast skrifaraiðn miðalda af eigin raun því börn og fullorðnir fá að meðhöndla það sem til þarf; fjöðurstafi gerða úr flugfjöðrum álfta, gæsa og arna, bókfell úr kálfskinni og blek soðið úr sortulyngi, mó og víðileggjum. Áhugasamir geta skrifað með rúnaletri því sýnt er hvernig stafrófið okkar er skráð með rúnum. Á fjöl- skyldudeginum verður safnkennari Árnastofn- unar í skrifarastofu handritasýningarinnar og veitir aðstoð og fræðslu sem alla jafna býðst skólahópum á virkum dögum. Enginn sem kann að draga til stafs er of ungur eða of gamall til að hafa gaman af að kynnast þessari fornu iðn. Allir eru velkomnir og af þessu tilefni er enginn aðgangseyrir á sýningarnar í Þjóðmenningarhús- inu á umræddum tíma. Auk handritasýningar Árnastofnunar eru í Þjóð- menningarhúsinu sýningarnar Íslensk tísku- hönnun, Fyrirheitna landið og Berlin Excursion. Húsið verður opið milli 14 og 17. Með fjöðurstaf og fornu bleki FjölSkylduFólk Boðið velkoMið í ÞjóðMenn- ingarhúSið Ungir sem aldnir geta kynnt sér forna ritlist. FRéTTABLAðIð/VALLI aldarMinning tónSkÁldS Jónas Ingimundarson, Sigrún Eðvaldsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson flytja tónsmíðar Árna Björnssonar með liðsinni fleiri listamanna. FRéTTALBAðIð/HöRðUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.