Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 105

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 105
64 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Í kvöld mætast lið FH og Aftureld- ingar í Kaplakrika kl. 19.00. Liðin eru í tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í handbolta og stefna óðfluga upp í úrvalsdeild- ina. Aftureld- ing er í toppsæt- inu og er reyndar enn með fullt hús stiga eftir sjö leiki. FH er þremur stigum á eftir Mosfellingum, með ellefu eftir átta leiki leikna en ÍBV er með tíu stig eftir níu leiki. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeildina. Bjarki Sigurðsson er þjálfari Aftureldingar og segir að viðureign sinna manna gegn FH í kvöld sér stórleikur. „Þetta eru þau lið sem ég spáði efstu sætunum fyrir tímabilið. Þetta gæti því orðið mjög góður leikur,“ sagði Bjarki. Hann segir að góður árangur sinna manna hafi ekki komið sér á óvart. „Það kemur mér ekki á óvart svo ég tali hreint út. Ég er með mjög öflugt lið og breiðan hóp sem er að skila þessum árangri. Það er engin stjarna í liðinu heldur er það samvinna liðsheildarinnar sem er lykillinn að þessum góða árangri. Við höfum skorað flest mörk í deildinni og fengið fæst á ókkur og það segir sína sögu.“ Afturelding hefur misst fjóra byrjunarliðs- menn frá síðustu leiktíð en öflugt barna- og unglingastarf síðustu ára er að skila sér. „Þetta er ungt lið og ég hef líka tekið inn stráka úr 2. flokki og jafnvel 3. flokki líka. En það sem er best við þetta er að menn eru mjög samstilltir í því að gera vel.“ Arnar Geirsson er annar þjálfara FH og segir að liðið ætli sér að ná að minnsta kosti 2. sætinu í deildinni og mun selja sig dýrt gegn toppliðinu í kvöld. „Pressan er á þeim,“ sagði Arnar. „Mér sýnist að þeir séu með sterkasta hópinn en við viljum veita þeim strangt aðhald. Þetta verður vonandi spennandi leikur í kvöld.“ FH-aFturelding í kvöld: HörKuSLAGur Í 1. dEiLdinni Í HAndBoLTA Toppliðin mætast í fyrstu FóTbolTi Fréttablaðið hefur á und- anförnum vikum tekið ítarleg við- töl við marga af eftirsóttustu knattspyrnumönnum landsins síð- ustu ár. Tilgangur viðtalanna var að komast til botns í hinum sér- staka íslenska leikmannamarkaði sem enginn veit mikið um. Ekki einu sinni leikmennirnir sjálfir. Hvað eru leikmenn að fá í laun? Hvaða lið borga best? Hvernig samningar eru í boði hjá hverju félagi? Hvaða félög brjóta félaga- skiptareglurnar? Er verið að greiða leikmönnum „svart“ og hvaða lið á mest af peningum er á meðal þeirra spurninga sem Fréttablaðið spurði leikmennina að. Fréttablaðið hefur alla þessa viku birt greinar sem ætlað var að varpa ljósi á leikmannamarkað- inn. Þær upplýsingar sem koma fram í greinunum eru alfarið fengnar frá leikmönnunum sjálf- um. Í lokahluta úttektarinnar skoðum við Íslandsmeistara FH. Það verður ekki sagt að það sé einhver óráðsía á FH-ingum þrátt fyrir frábært gengi undanfarin ár og aukið fjárstreymi inn í félagið. Fáir af bestu lausu leik- mönnunum undanfarin ár hafa ekki farið í FH og hluti af þeirri ástæðu er einfaldlega sá að FH er ekki að borga eins vel og Valur og KR til að mynda í mörgum tilfell- um. Bjarga leikmönnum um niður- greiðslu á íbúð FH hefur hæst verið að bjóða bestu leikmönnunum sem eru á lausu 350 þúsund krónur í fasta- greiðslu á mánuði, afnot af bíl og húsnæði eða þriggja milljón króna niðurgreiðslu af nýrri íbúð hjá verktaka í Hafnarfirði. Undirskriftafé hefur hæst farið í 750 þúsund krónur. Flestir leik- menn eru með titlabónus upp á 300 þúsund krónur fyrir Íslands- meistaratitil og 200 þúsund fyrir bikarmeistaratitil. Þegar önnur félög hafa yfirboð- ið FH-inga þá hafa þeir oftar en ekki dregið í land þar sem þeir treysti sér ekki lengra. Leikmenn- irnir geti treyst því að áðurnefnd- ur samningur standi en lengra vilji þeir ekki fara af ótta við að geta ekki upp- fyllt samn- inginn. Það heyrist lítið af svörtum greiðslum innan félagsins en for- ráðamenn félagsins hafa imprað á því í samningaviðræðum við leikmenn að hægt sé að greiða hluta samningsins á slíkan hátt þó Fréttablaðið hafi ekki fengið það staðfest að einhver leikmaður félagsins fái slíkar greiðslur. tryggir þjónar FH nýtur góðs af því að margir leikmanna félagsins hafa verið lengi í röðum þess og hafa fram- lengt hjá félaginu oftar en ekki án mikilla átaka í stað þess að leita eftir betri tilboðum annars staðar sem klárlega eru í boði. Hæstu launin hafa þar af leið- andi farið í útlendingana sem getur verið skynsamt þar sem flestir útlendinganna eru ekki með nema nokkurra mánaða samning. FH hefur oftar en ekki byrjað að bjóða betri leikmönnum deild- arinnar lægri samning en sum hinna félaganna. FH byrjar þá í 150 þúsund en er í fáum tilfellum til í að fara yfir 200 þúsund. Það kemur leikmönnum á óvart hversu lítið FH er til í að borga. enginn leikjabónus Félagið býðst einnig til að aðstoða leikmenn við að fá atvinnu þurfi þeir slíka aðstoð. FH er svo í samstarfi við umboðsaðila KIA á Íslandi enda ófáir einstaklingar tengdir félaginu sem aka um á slíkum bílum. Athygli vekur að FH var ekki með neinn leikjabónus á síðustu leiktíð ólíkt flestum öðrum félög- um. Það virðist vera að breytast því FH er farið að bjóða leikmönn- um slíka bónusa í dag þó þeir séu minni en hjá sumum hinna félag- anna. Sagðir hrokafullir FH er ekki hátt skrifað hjá mörgum leikmönnum deildarinn- ar sem telja forráðamenn félags- ins hrokafulla og ummæli þjálfara félagsins, Ólafs Jóhannessonar, sem sagði leikmenn hrædda við að fara í FH fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum þeirra. Eitt af því sem leikmennirn- ir segjast leita að er þjálfari sem hefur einlægan áhuga á sér. Slíku er ekki fyrir að fara hjá Fimleikafélaginu, að sögn leik- manna, þar sem félagið virðist frekar bíða eftir því að leik- menn komi og biðji um að fá að ganga í FH. Það fer í taugarnar á sumum leikmönnum og þeir segja það frekar ástæðuna fyrir því að þeir vilji ekki fara í FH. Þeir séu ekki hræddir við sam- keppnina en vilji aftur á móti ekki spila fyrir þjálfara sem hefur ekki raunverulegan áhuga á sér. Svo kom í ljós í úttektinni að FH hefur ekki reynt við alla „stóru“ bitana á markaðnum á undanförnum árum sem þeir hafa þó verið orðaðir við í fjölmiðlum. Ekkert bruðl hjá meisturunum Íslandsmeistarar FH taka ekki eins virkan þátt í verðstríðinu um leikmenn á Íslandi og margur heldur. FH býður engu að síður ágæta samninga en félagið virðist þekkja sín takmörk og býður ekki hærra en það ræður við. Athygli vekur að engir leikmenn hjá félaginu fengu leikjabónusa á síðustu leiktíð. ÍÞróTTALjóS HEnry Birgir gunnarsson henry@frettabladid.is > eggert hitti ráðamenn vegna Ól- leikvangsins í lundúnum Eggert Árni Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham, hitti í fyrrakvöld forráðamenn skipulagsnefndar ólympíuleikanna sem fara fram í Lundúnum árið 2012. Eggert vill flytja heimavöll West Ham á leikvanginn að leikunum loknum. Á fundinum voru meðal annarra Tessa jowell ráðherra og Ken Livingstone borgarstjóri og var Eggerti tjáð að verði af flutningnum þurfi leikvangurinn engu að síður að geta haldið áfram að hýsa frjáls-íþróttamót. niðurstöðu er að vænta í janúar. NbA Dallas vann í fyrrinótt sinn ellefta sigur í röð í NBA-deildinni eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á vertíðinni. Kom ekki að sök að Dirk Nowitzki gat ekki spilað nema í upphafi leiks vegna sjóntruflanna en Dallas vann Toronto Raptors, 117-98. Nowitzki sagði þó eftir leikinn að hann yrði klár í slaginn gegn Sacramento í kvöld en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Þá komst Utah aftur á beinu brautina í fyrrinótt eftir tvo tapleiki í röð en liðið vann San Antonio á heimavelli, 83-75. - esá Dallas Mavericks heitir: Ellefti sigurinn í röð hjá Dallas dirk nowitzki Leikur vel fyrir dallas. nordic PHoToS/GETTy FóTbolTi Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann flutti til London frá Mílanó í sumar. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk það sem af er leiktíð- inni með Chelsea og sögusagnir herma að hann sé aftur á leið til AC Milan. Framherjinn vísaði því á bug í gær. „Ég virði gagnrýni og alla umræðu. Staðreyndin er samt sú að ég gef alltaf 100% prósent fyrir Chelsea og mig hungrar í árangur með félaginu sem ég ber mikla virðingu fyrir,“ sagði Shevchenko sem hefur skorað mörkin þrjú í þrettán leikjum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki búinn að tapa trúnni á Shevchenko. „Frammistaða hans gegn Bolt- on var mjög jákvæð. Ef ég á að vera heiðarlegur þá er mér alveg sama um öll mörk enda dæmi ég leikmenn út frá öðrum þáttum. Andriy veit hvernig ég hugsa um fótbolta og veit líka að ég mun styðja hann áfram. Mér er sagt að Thierry Henry hafi skorað eitt mark í tólf leikjum þegar hann kom til Arsenal frá Juventus. Það er ekki auðvelt að aðlagast boltanum hérna enda er ítalski boltinn allt öðruvísi en enski boltinn og skiptir engu að við spilum sömu leikaðferð og Milan. Shevchenko er klárlega að bæta sig og er mjög líflegur úti á vellinum,“ sagði Mourinho. - hbg Andriy Shevchenko gefur lítið fyrir sögusagnir um að hann sé á leið til Ítalíu: Hungrar í árangur með Chelsea andriy SHevcHenko Hefur ekki gengið sem skyldi hjá chelsea en hefur ekki gefist upp. FrÉTTABLAðið/GETTy iMAGES NFl Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Justin Gatlin, hefur æft upp á síðkastið með ameríska ruðningsliðinu Houston Texans en hann hefur einnig æft með fleiri liðum í NFL-deildinni. „Hann stóð sig mjög vel, lofaði góðu en við ætlum ekki að bjóða honum samning strax,“ sagði Gary Kubiak, þjálfari Houston, en Gatlin lék í stöðu útherja. Gatlin féll á kyfjaprófi í apríl síðastliðnum og við honum blasir ævilangt bann frá frjálsum íþróttum. - hbg Justin Gatlin: Æfir með NFL-liðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.