Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 4
 Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, kynnti í gær fyrir ríkisstjórn og þingi áform um að endurnýja kjarnorkuvopna- búr landsins. Að mati stjórnmála- skýrenda er þetta eitt síðasta stóra málið sem Blair beitir sér fyrir í stjórnartíð sinni, en hann hefur sagst ætla að hverfa frá völdum næsta sumar. Breski flotinn á fjóra kjarn- orkuknúna kafbáta, sem hver um sig getur borið allt að 16 Trident- kjarnorkuflaugar, en gert er ráð fyrir að taka þessa kafbáta úr umferð ekki síðar en árið 2024. Þótt sumir þingmenn hafi hvatt stjórnvöld til að framlengja líf- tíma kjarnorkuvopnaflotans og fresta ákvörðun um endurnýjun hans hefur bæði Blair og Gordon Brown, núverandi fjármálaráð- herra sem almennt er búist við að muni taka við af Blair, heitið því að leggja fram stjórnartillögu að endurnýjunaráætlun fyrir lok þessa árs. Blair lagði til, að kjarnaoddum í kjarnorkuvopnabúri Breta yrði fækkað úr 200 í 160. Hann sagði á þingi að lok Kalda stríðsins færðu enga tryggingu á því að koma mætti í veg fyrir nýja „meirihátt- ar kjarnorkuhættu“ og vísaði til kjarnorkuáforma Írans og Norður- Kóreu til stuðnings máli sínu. „Í grundvallaratriðum er hér um að ræða ákvörðun um það hvernig verja á landið,“ sagði tals- maður Blairs í gær. „Í þessu sam- hengi skiptir ekki aðeins máli að við lifum í óstöðugum heimi, held- ur óstöðugum heimi þar sem lönd sem eru fjarri því að vera stöðug lýðræðisríki eru að reyna að verða sér úti um kjarnorkuvopn.“ Í heimahöfn bresku kjarnorku- kafbátanna, flotastöðinni Faslane í Skotlandi, mættu í gær um 100 manns til að mótmæla ákvörðun Blairs. Andstæðingar hennar segja að endurnýjun kafbátanna muni kosta allt að 76 milljarða sterlingspunda, andvirði yfir 10.000 milljarða króna. Kate Hud- son, oddviti baráttusamtaka gegn kjarnorkuvígvæðingu, sagði að ráðamenn í Íran og Norður-Kóreu myndu túlka ákvörðun Blairs sem staðfestingu á réttmæti eigin kjarnorkuvígvæðingarstefnu. Stefna að endurnýj- un kjarnorkuvopna Breski forsætisráðherrann kynnti í gær tillögu að áætlun um endurnýjun kjarn- orkuvopnabúrs Breta. Andstæðingar áformanna, sem einnig eru innan Verka- mannaflokksins, vilja fresta ákvörðuninni og framlengja líftíma núverandi flota. J Ó L A L E S T 4DAGA k e m u r e f t i r Geir H. Haarde forsæt- isráðherra sagði á Alþingi í gær að við ákvörðun um stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás- ina í Írak í mars 2003 hefði mátt hafa betra samráð við utanríkis- málanefnd þingsins. Formenn Samfylkingarinnar og vinstri grænna tóku málið upp í óundir- búnum fyrirspurnum á þinginu og inntu ráðherrann eftir afstöðu hans til málsins í ljósi nýlegrar yfirlýsingar formanns Framsókn- arflokksins. Geir H. Haarde ítrekaði fyrri orð sín um að í stuðningnum hafi í fyrsta lagi falist heimild til yfir- flugs og lendinga á Keflavíkur- flugvelli. Alþingi hafi svo sam- þykkt 300 milljóna króna fjárveitingu til uppbyggingar- starfs, mannúðar- og neyðarað- stoðar. Hann sagði alltaf hægt að vera vitur eftir á en kvaðst telja að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við fyrirliggjandi forsend- ur. „Hvort síðan hefði mátt hafa meira og betra samráð við utan- ríkismálanefnd þá er það sjálfsagt rétt að það hefði verið betra og heppilegra að það hefði verið gert en það var sem sagt ekki svo.“ Geir sagðist ennfremur ekki vita betur en að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu ennþá heimild til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli. Hefði mátt hafa betra samráð við utanríkismálanefnd Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, telur forseta Alþingis leggja Frjálslynda flokkinn í einelti. Sigurjón gerði í gær athugasemd í þinginu við að fá ekki að bera upp fyrirspurn til ráðherra og taldi þingflokkum mismunað. For- dæmdi hann vinnubrögð Sólveigar Pétursdóttur forseta sem kippti sér lítið upp við ákúrurnar og vísaði ásökunum um óeðlileg vinnubrögð á bug. Magnús Þór, flokksbróðir Sigurjóns, sagði hann hafa ætlað að spyrja sjávarútvegsráðherra út í sláandi niðurstöður úr stofnmæl- ingu Hafrannsóknastofnunar. Segja flokkinn lagðan í einelti Haraldur Hannes Guðmundsson, sem ráðist var á í Lundúnum 19. nóvember, er kominn úr lífshættu. Hann er byrjaður að svara spurningum með bendingum og virðist átta sig á aðstæðum. Í gær var vonast til þess að hann mætti flytja af gjörgæslu á næstunni. Enn hefur hann þó ekki tjáð sig munnlega og því margt á huldu um ástand hans, að sögn Harðar Helga Helgasonar, vinar Haraldar. Fjórir einstaklingar hafa nú verið handteknir vegna máls Haraldar, sem var misþyrmt í Bethnal Green-hverfinu í Austur- Lundúnum. Tveir menn voru handteknir fyrir helgi, annar á fimmtudaginn og hinn á föstudag- inn. Þeim var sleppt eftir yfir- heyrslur, gegn tryggingu. Lögreglan útilokar ekki að mennirnir hafi komið að ódæðinu. Talsmaður lögreglunnar er bjartsýnn um að komist til botns í málinu, en segir það munu taka nokkurn tíma að safna saman sönnunargögnum. Úr lífshættu Óttast var að valdarán væri hafið á Fiji-eyjum í gærmorgun, þegar hersveitir komu upp vegatálmum í höfuð- borginni Suva og hófu að afvopna lögreglu. Af því varð þó ekki, en ástandið er afar óstöðugt í landinu. Frank Bainimarama, yfirmað- ur hersins, hefur hótað að steypa Laisenia Qarase forsætisráð- herra af stóli því hann sakar hann um spillingu. Einkum er hann reiður yfir nýrri löggjöf þar sem þeim sem stóðu að valdaráni á Fiji-eyjum árið 2000 er veitt sakaruppgjöf. Valdarán hefur þrisvar verið gert á Fiji á síðustu 19 árunum. Herinn afvopn- aði lögreglu Evrópska lyfja- stofnunin hefur nýlega komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist með ótvíræðum hætti að tengja alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá börnum við notkun inflúensulyfsins Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofnunar. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýverið var óttast að Tamiflu hefði geðrænar aukaverkanir. Þær upplýsingar voru þá til skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Evrópu. Eftir niðurstöðu Evrópsku lyfjastofnunarinnar þarf ekki að breyta núgildandi leiðbeiningum til lækna um ávísun Tamiflu, segir Lyfjastofnun. Tamiflu veldur ekki geðsýki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.