Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 79

Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 79
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Það er enginn óhultur þegar Auð- unn Blöndal er annars vegar með tökuliðið sitt fyrir þáttinn Tekinn. Því fengu Rockstar-stjörnurnar Toby og Storm að kynnast þegar þau voru hér á landi á dögunum. „Toby greyið var alveg í sjokki og keypti þetta allt saman,“ segir Auddi en hann fékk sjónvarpskon- una Ragnhildi Stein- unni og Magna í lið með sér. „Toby var eitthvað spenntur fyrir Ragnhildi þegar hún var í Hollywood fyrir lokaþátt Rockstar og bað Magna um síma- númerið hennar.“ Hrekkurinn var þannig að Ragnhildur fékk Toby í viðtal og Auddi mætti þá alveg brjálaður og þóttist vera öfundsjúkur kærasti. „Það var rosalega gaman að fá að leika loksins enda hef ég ekki getað verið í falinni myndavél í þrjú ár, þannig að þetta var algjör snilld,“ segir Auddi og hlær. Hrekkurinn á Storm fór fram þannig að Auddi tók viðtal við hana í NFS-settinu og Sveppi var tæknimaður sem Auddi hataði. „Ég kenndi honum um allt sem fór úrskeiðis en ég þóttist meðal ann- ars halda að hún væri Dilana. Það endaði með slagsmálum á milli okkar Sveppa og var mjög steikt,“ segir Auddi og bætir því við að þessi þáttur verði sýndur í janúar á Sirkus. Auddi tók Storm og Toby Anna Mjöll Ólafsdóttir gerir það gott í Los Angeles þar sem hún starfar sem lagahöfundur fyrir kvikmyndir og auglýsingar. „Ég samdi þrjú lög ásamt CJ Vanston fyrir nýjustu mynd Christopher Guest,“ segir Anna Mjöll en mynd- in, sem heitir For Your Considerat- ion, kom út í nóvember. „Ég hef verið að skrifa mikið með CJ en hann semur alla tónlist fyrir myndir Christophers Guest og er frábær tónlistarmaður,“ segir Anna Mjöll og er hæstánægð með að fá svona frábært tækifæri. „Lögin heita Sugar Mama, So Delic- ious og It’s Allright og heyrast mis- mikið í myndinni en nafnið kemur fram þrisvar í kreditlistanum svo það bætir allt saman upp.” Að sögn Önnu Mjallar er lífið gott alla daga í Los Angeles, þó það sé ekki alltaf jafnauðvelt. „Í morg- un vaknaði ég við fuglasöng og sól- skin, kreisti appelsínur og fór út að labba með hundana í stuttbuxum og strigaskóm. Þannig að ég get ekki kvartað,“ segir hin ham- ingjusama Anna Mjöll í Los Ang- eles. ...fær Óttar Martin Norðfjörð fyrir að láta allan ágóða af bók sinni renna til Mæðrastyrkrar- nefndar. Bókin sú, fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólm- steins, hefur rokselst og skipar nú þriðja sæti á metsölulista Eymundsson. „Þetta kom flatt upp á mig og ég átti ekki von á þessu enda er þetta það síðasta sem ég vil láta spyrða mig saman við og vera talinn ein- hvers konar öfgasinni,“ segir Þor- steinn Guðmundsson, leikari og atvinnugrínari, sem þurfti óvænt, í beinni útsendingu, að svara fyrir kynþáttafordóma persónu sem hann lék í innslagi sem sýnt var í skemmtidagskrá Stöðvar 2 í til- efni af degi rauða nefsins á Stöð 2 á föstudagskvöld. Brot úr grínatriði Þorsteins þar sem hann leikur vitleysing sem dregur í efa mikilvægi þess að hjálpa hungruðum heimi með fjárframlögum var sýnt í Íslandi í dag og í framhaldinu gekk hinn vaski spyrill Sölvi Tryggvason á Þorstein og spurði hann hvort hann hefði ekki gengið of langt í gríninu og hvort hann óttaðist ekki um öryggi sitt vegna atriðis- ins. „Þorsteinn J. og Sölvi eru báðir búnir að tala við mig og biðjast afsökunar. Hugmynd þeirra var að grínast með þetta og tala við mig í karakter en ég var bara alls ekki í karakter. Þetta voru mistök hjá þeim og ég ætla svo sannarlega að fyrirgefa þeim en ég var virki- lega sár enda skiptir þetta mig og konuna mína miklu máli þar sem við tökum mjög virkan þátt í mann- réttindamálum og vorum svolítið í klessu yfir þessu.“ Þorsteinn bætir því við að það megi ef til vill segja að þetta atvik sé dæmi um að best sé að láta atvinnumennina um grínið, eða „leave the com- edy to the pro- fessionals“, eins og hann orðar það. „Við erum búnir að fara yfir þetta, nafnarnir,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ritstjóri Íslands í dag. „Við gerðum þau mannlegu mis- tök að gera ekki greinarmun á leikaranum Þorsteini Guðmundssyni og per- sónunni sem hann lék í þessu atriði sem mér fannst með þeim betri þetta kvöld og okkur er ljúft og skylt að biðj- ast afsökunar á því.“ Samdi þrjú lög fyrir kvikmynd Alla þriðjudaga til laugardaga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.