Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28
Um tólf spora kerfið, uppruna þess, tilgang og merkingu. Flestir hafa heyrt talað um tólf spora kerfið. Hvort sem er í samhengi við sjálfshjálparhópa óvirkra alkóhólista, spilafíkla, ofæta eða annarra sem eru fastir í viðjum vítahrings niðurbrjót- andi hegðunarmynsturs. En hver eru þessi „spor“ nákvæmlega og út á hvað ganga þau? Upprunalega var það leiðtogi trúarlegrar hreyfingar í Banda- ríkjunum sem lagði drögin að sporunum tólf. Hreyfing þessi var kennd við Oxford og for- sprakki hennar var maður að nafni Frank Buckman (f. 1878 - d. 1961). Samkvæmt Buckman var nauðsynlegt að ástunda heið- arleika og hjálpsemi í lífinu og leggja allt sitt traust á Guð og handleiðslu hans. Og talandi um Guð. Ef fólk átti í vandræðum með að finna hann þá hafði Oxford-hreyfingin sex skref á takteinunum sem fólk gat fylgt eftir og árangurinn varð betra samband við almættið. Skrefin voru eftirfarandi: Bill Wilson var drykkjumaður, verðbréfasali og athafnamaður sem hafði háð langa baráttu við að ýmist reyna að hætta áfengis- neyslu sinni eða hafa hemil á henni. Ásamt drykkjusjúkum vini sínum fór hann á fund hjá Oxford-hreyfingunni og þar gerð- ist loksins eitthvað markvert í máli Bills. Hann náði að hætta að drekka með því að iðka þessi sex atriði í lífi sínu og ásamt vininum fór hann af stað til að upplýsa aðra drykkjusjúklinga um aðferð- ina. Skömmu síðar kynntist hann lækni að nafni Bob Smith, sem einnig var drykkjusjúkur, og eftir að hafa upplýst hann um þessa árangursríku aðferð drógu þeir félagarnir sig frá Oxford- hreyfingunni og stofnuðu sjálfs- hjálparhóp sem seinna fékk nafnið Alcoholics Anonymous. Sjálfshjálparhópurinn starfaði m.a. út frá kenningum ýmissa sálkönnuða, t.d. Carls Gustavs Jung sem hafði fundið það út að eina leiðin fyrir fólk til að hætta alveg að drekka væri að eignast samband við almættið og Willam James, frumkvöðuls á vegum sál- arfræðinnar, sem í þá daga var meðal þeirra fyrstu til að rann- saka fíkn og fíknarhegðun. Sem fulltrúi sjálfshjálpar- hópsins skrifaði Bill Wilson bók sem fékk nafnið Alcoholics Anon- ymous og þar komu fram skrefin sex í nýrri útgáfu. Hér voru þau orðin tólf og sérsniðin að þörfum þeirra sem vilja láta af áfengis- neyslu sinni. Að fylgja þessum aðferðum reyndist góð leið fyrir fjölmarga alkóhólista til að losna út úr víta- hring niðurbrjótandi neyslu. AA- samtökin voru stofuð árið 1935 en síðan þá telur fjöldi þeirra sem þau hafa stundað margar milljónir manna og kvenna af öllum trúarbrögðum, stéttum og stigum. Þar sem þessi tólf spor virk- uðu svo vel á áfengissjúka hafa aðrir tekið þau upp í nánast óbreyttri mynd og í dag eru til hundruð samtaka sem enda á „anonymous“. Innan þeirra rammast fyrst og fremst öll vímuefni, lögleg sem ólögleg, en einnig margs konar hegðun á borð við spilafíkn, ofát, ástar- sambönd og kynlífsfíkn og margt fleira. Í raun má segja að til séu nafnlausir sjálfshjálparhópar yfir flest það sem getur breyst úr meinlausri ástríðu yfir í nið- urbrjótandi og mannskemmandi fíkn og þráhyggju. Tólf mikilvæg spor úr viðjum vítahringa www.svefn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.