Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 18
Langalgengustu brotin
sem dæmt var fyrir í héraðsdóm-
um landsins á árunum 1993-2003
eru umferðarlagabrot. Þeim fjölg-
aði um 52 prósent þegar þau fóru
úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005.
Þetta kemur fram í samantekt
Hagstofunnar á sakfellingum í
opinberum málum 1993-2005.
Þróunin á eðli brotanna breyt-
ist greinilega og áherslan færist
yfir á fíkniefnin. Um og upp úr
1993 voru næstflestir dæmdir
fyrir þjófnað og síðan skjalaföls-
un en í byrjun tíunda áratugarins
voru næstflestir dæmdir fyrir
fíkniefnabrot. Sakfellingum fyrir
slík brot hefur fjölgað mest á
tímabilinu, þær rúmlega tífölduð-
ust.
Þegar tegundir brota eru skoð-
aðar kemur í ljós að sakfellingum
vegna þjófnaða hefur fjölgað um
tæpan helming. Sakfellingum
vegna minniháttar líkamsárása
fjölgaði um tæplega sextíu pró-
sent. Sakfellingum vegna eigna-
spjalla fjölgaði um tæp tíu prósent
en sakfellingum vegna nytjastulds
fækkaði nokkuð.
Konur eru sjaldnar dæmdar í
opinberum málum en karlar.
Konur ná þó að vera rúmlega tut-
tugu af þeim sem dæmdir voru
fyrir skjalafals 1993-2005, sex af
þeim sem dæmdir voru fyrir fjár-
drátt, fjórar fyrir líkamsmeiðing-
ar af gáleysi og sjö konur voru
dæmdar fyrir fjársvik. Í þessum
fjórum brotaflokkum voru konur
yfir tuttugu prósent dæmdra.
Sakfellingum yfir konum vegna
þjófnaðar hefur fjölgað mest 1993-
2005. Sakfellingum yfir konum
vegna fíkniefnabrota hefur fjölg-
að verulega, eða úr sjö í 53, og sak-
fellingum vegna umferðarlaga-
brota hefur líka fjölgað mikið.
Allir dómstólarnir eiga það
sameiginlegt að sakfellingar
vegna umferðarlagabrota eru
flestar. Í flestum dómstólum eru
sakfellingar vegna fíkniefnabrota
næstflestar og hefur þeim fjölgað
hlutfallslega mest í öllum dóm-
stólunum og sýnu mest á síðustu
árum.
Sakfellingum hefur fjölgað
hlutfallslega mest í Héraðsdómi
Reykjaness, þar hafa þær þrefald-
ast frá árinu 2000, en fólksfjölgun
hefur verið töluvert meiri þar en
annars staðar á landinu.
Í Héraðsdómi Reykjavíkur
hafa sakfellingar vegna fíkniefna-
brota meira en tvöfaldast og einn-
ig í Héraðsdómi Suðurlands en
stígandinn hefur verið jafnari í
héraðsdómum Reykjavíkur og
Reykjaness.
Sakfellingum
vegna fíkni-
efna fjölgar
Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði á tíma-
bilinu 1993-2005. Sakfellingar vegna umferðarlaga-
brota eru þó langflestar. Konur eru sjaldnar dæmd-
ar í opinberum málum en karlar.
Magnús Stefánsson félags-
málaráðherra hefur undirritað
nýjan samning sem gerir ráð fyrir
áframhaldandi stuðningi ráðuneyt-
isins við Sjónarhól, ráðgjafarstöð
fyrir foreldra barna með sérþarfir.
Styrkurinn nemur fimmtán millj-
ónum króna og gildir í þrjú ár.
Samkomulagið felur í sér að á
samningstímanum bjóði Sjónar-
hóll þjónustu og styðji við foreldra
og aðra aðstandendur barna með
sérþarfir.
Markmiðið með starfi Sjónar-
hóls er að fjölskyldur barna með
sérþarfir njóti jafnréttis og sam-
bærilegra lífskjara á við aðrar
fjölskyldur í landinu.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja
félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til
félagsins. Farðu inn á www.spar.is eða komdu við í næsta
sparisjóði og veldu félagið sem fær þinn styrk.
Saman getum við
safnað geðveikt miklu
Allir geta tekið þátt í söfnun til styrktar samtökum
sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum.