Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 60
! Kl. 13.00 Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendur yfir í Lista- safni Akureyrar. Dröfn lét mikið að sér kveða í íslensku listalífi og hasl- aði hún sér völl í einum erfiðasta geira grafíklistarinnar, tréristunni. Opið alla virka daga nema mánu- daga frá 12 til 17. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu seren- öðutónleika í 26. sinn í kvöld. Í til- efni af 250 ára afmæli Mozarts leika þeir félagar kvöldlokkuna „Gran Partita“ K 361 sem samin er fyrir þrettán blásara en í dag er dánardægur tónskáldsins. Að sögn Einars Jóhannessonar klar- inettuleikara er þar um að ræða sérlega auðugt og ægifagurt verk. „Leikskáldið Peter Shaffer notar til að mynda kafla úr hæga þætt- inum í verki sínu Amadeus þegar tónskáldið Salieri er að rífast við guð. Þetta verk er eins og guðlega innblásið eins og svo margt eftir Mozart, ótrúlega fjölbreytt og vel skrifað. Við skemmtum okkur alltaf konunglega við að leika það,“ segir Einar. Langt er síðan verkefni þetta var á efnisskrá kvintettsins og segir Einar tíma kominn til að endurnýja kynnin af því. Tón- leikahópurinn er stór að þessu sinni en hann skipa óbóleikararn- ir Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins og Sigurður Ingvi Snorrason, fagottleikarnir Haf- steinn Guðmundsson, Rúnar Vil- bergsson og Brjánn Ingason, hornleikararnir Joseph Ognibene, Þorkell Jóelsson, Lilja Valdimars- dóttir og Emil Friðfinnsson, Einar Jóhannesson sem leikur á klarin- ett og bassethornleikararnir Kjartan Óskarsson og Rúnar Ósk- arsson. Með sveitinni leikur einn- ig Jóhannes G. Georgsson á kontrabassa. Tónleikarnir fara fram í Frí- kirkjunni í Reykjavík og hefjast kl. 20. Guðlega innblásið Ólafur Kjartan Sigurðarson fær frábæra dóma á Bret- landi fyrir frammistöðu sína í titilhlutverki óper- unnar Rigoletto eftir Verdi. Söngvarinn kveðst taka skottúr heim til Íslands til að komast í jólaskap. Ólafur Kjartan hefur sungið hlut- verk Rigolettos undanfarið hálft ár, fyrst hjá Opera Holland Park og síðan hefur hann ferðast um Bretland með Opera North sem er eitt af fjórum stærstu óperuhús- unum þar í landi. Ólafur Kjartan hefur leyst af tvo fræga baritóna fyrir Opera North og á dögunum hljóp hann til dæmis í skarðið fyrir Alan Opie á sýningu hópsins í Newcastle og fékk lof- samlega dóma fyrir frammistöðu sína. Gagnrýnendur hafa sagt frammistöðu hans í hlutverki Rigolettos meistaralega og kraft- mikla. Að sögn fær íslenski barit- óninn hárin til að rísa á höfðum áheyrendanna og er haft eftir gagnrýnanda The British Theatre Guide að leikur hans og söngur myndi heild sem jaðri við upplifun hins sanna Rigoletto. „Þetta er búið að vera skemmti- legt stím en fyrir mig er það stórt og mikilvægt skref að komast að hjá Opera North,“ segir Ólafur Kjartan. „Í kjölfar þessarar vel- gengni var mér boðið hlutverk Fords í óperunni Falstaff sem verður sett upp á komandi hausti og hef ég ákveðið að þiggja það glæsilega boð.“ Fleiri vegtyllur hafa einnig hlotnast Ólafi Kjartani því á dögunum fékk hann sérstaka viðurkenningu áhorfenda hjá Opera Holland Park. „Hjá þeim er ákveðinn hópur áhorfenda sem eru fastir áskrifendur að sýning- um þeirra. Þessi hópur greiðir atkvæði um bestu frammistöðu í kven- og karlhlutverki á hverju sýningartímabili og mér var sýnd- ur sá heiður að þessu sinni. Að fá viðurkenningu fyrir Rigoletto er bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir mig – hann virðist ætla að reynast mér vel.“ Söngvarinn er samt á lang- þráðri heimleið en á döfinni eru tvennir jólatónleikar heima á Íslandi. Hann mun syngja á jóla- tónleikum á Akureyri næsta laug- ardag ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Karlakór Dalvíkur og Huldu Björk Garðarsdóttur sópransöngkonu undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar en á sunnudaginn verða stórtónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem Ólafur Kjartan kemur fram ásamt fleiri góðum listamönnum. „Ég ætla að taka heimkomuna með trukki og reyna að komast í jólaskap eins fljótt og hægt er,“ segir söngvar- inn sposkur. Jólafríið verður samt óverulegt þetta árið því framundan er einnig stórt verkefni í óperunni í Saar- brücken í Þýskalandi þar sem Ólafur Kjartan mun syngja titil- hlutverkið í óperunni Kullervo. „Ég verð með hausinn í kafi í finnskri þunglyndisóperu allan desembermánuð en það fer alveg ágætlega við skammdegið,“ segir hann að lokum. David Gieselmann, höfundur leik- ritsins um Herra Kolbert, verður viðstaddur uppfærslu hátíðarsýn- ingar Leikfélags Akureyrar á verkinu næstkomandi laugardag. Höfundurinn þekkist boð félags- ins í kjölfar afar jákvæðra dóma og viðbragða áhorfenda en sýn- ingin hefur hlotið næsta einróma lof. Verk Gieselmanns hafa verið sýnd um allan heim en Herra Kol- bert er hans þekktasta verk og hefur verið sýnt um nær alla Evr- ópu auk Bandaríkjanna, Ástralíu og Suður-Ameríku. Gieselmann ólst upp í Darmstadt í Þýskalandi. Hann er leikari og leikstjóri en lauk svo námi frá Listaháskólan- um í Berlín í handritaskrifum árið 1998 og setti í framhaldinu upp fjölda eigin leikverka. Hið virta Royal Court höfundaleikhús í London bauð honum að taka þátt í leikritasmiðjum árið 1999 og 2000, en þar var leikritið Herra Kolbert frumsýnt. Verkið hlaut mikið lof og hefur síðan verið sýnt víða um heim þar sem það hefur vakið verðskuldaða athygli enda beitt og ágengt þrátt fyrir ómótstæðilegan húmor. Verkið Herra Kolbert var frum- sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í október en sýningum lýkur 16. desember. Tekið skal fram að sýn- ingin er ekki væntanleg til Reykja- víkur, þrátt fyrir fjölda fyrir- spurna og áskorana og verða áhugasamir því að drífa sig norð- ur í land til að fá notið þessarar leikhúsreynslu. Nánari upplýsing- ar má finna á heimasíðu leikfé- lagsins, www.leikfelag.is. Höfundur Kolberts í heimsókn Spaðarnir spila í Iðnó Dustin Hoffman sagði í síðustu viku að einn af sínum stóru glæp- um í lífinu hefði verið að vinna ekki með Fellini þegar honum bauðst það. Hann setti fyrir sig að Fellini döbbaði allt tal eftir á. Dust- in vildi taka það upp á tökustað og bauðst til að borga þá upptöku. Nei, nei, sagði Frederico og hló að Kana- stráknum. Þannig missti Dustin af Fellini. Myndin sem kom til álita sem samstarfsverkefni þeirra var La cittá delle donne (1980) eða Kvennabærinn eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. Marcello Mastroianni fékk rulluna. Á sínum tíma var litið á verkið sem háðslega meðferð á kven- rembunni. Karlmaður eltir konu sem hann hrífst af í lest inn á hótel þar sem hann lendir á yfirgengi- lega femíniseraðri kvennaráð- stefnu. Þarna koma fyrir margvís- legar týpur, allt frá einlægum karlhöturum, hórum og tánings- stúlkum upp í mjúkar og móður- legar eldri konur. Konurnar hafa völdin alla myndina í gegn: er Fell- ini að fjalla hér um martröð flagar- ans, sem í þessari stöðu ræður ekki neitt við neitt? Í kvöld má sjá þessa mynd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafns Íslands og hefst sýningin kl. 20. Myndin er með íslenskum texta. Í fangi kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.