Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 65
ásamt Guðmundi Péturssyni JÓLATÓNLEIKAR 7. desember kl. 20:30 í Fríkirkjunni í Reykjavík 14. desember kl. 20:30 í Hveragerðiskirkju Nánari upplýsingar á kk.is Miðasala á midi.is og verslunum Skífunnar Styrkt af alþýðu Íslands KK & ELLEN Bókin How The World Will Change With Global Warming eftir Trausta Valsson, skipulagsfræðing og arki- tekt, er dálítið einkennileg. Þegar ég byrjaði að lesa hana taldi ég að um hreinræktað vísinda- rit væri að ræða. Ég hélt að höfund- urinn væri agaður, nákvæmur, drægi ekki vafasamar ályktanir eða héldi fram fjarstæðum. En bókin er ekki þannig. Helsta umfjöllunarefnið í bók Trausta er hækkun meðalhita á jörðinni síðastliðin árhundruð og í framtíðinni. Þessi hnattræna hlýn- un hefur verið kölluð mikilvægasta úrlausnarefni mannkynsins. Trausti útskýrir hvernig meðal- hiti hefur hækkað á jörðinni frá 0 upp í 0,8 gráður, frá lokum nítjándu aldar. Hlýnunin hefur orðið sökum aukins bruna mannsins á ýmiss konar jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Kolefnisloft- tegundir sem myndast við þennan bruna berast út í andrúmsloftið og valda hlýnuninni. Ef svo fer sem horfir og maður- inn gætir ekki betur að því hvernig hann gengur um náttúruna gæti meðalhitinn á norðurhveli farið upp í þrettán gráður á næstu 150 árum, en hann var um 0 gráður árið 1900. Á sama tíma gæti hitastig við mið- baug hækkað; þar yrði ólíft sökum hita, þurrka og vatnsskorts. Sú umfjöllun hvernig íshellan á norðurhveli jarðar mun þiðna með hlýnuninni gæti haft mikil áhrif á íslenskt samfélag að mati Trausta. Eftir því sem ísinn verður minni þeim mun meiri líkur eru á að sigl- ingaleiðin um Beringssund yfir í Kyrrahafið og til Ameríku og Asíu opni fyrir aukinni umferð skipa um landið. Að mati Trausta gæti Ísland orðið að mikilvægri umskipunar- höfn fyrir vöru- og olíuflutninga í breyttum heimi − talið er að um tut- tugu prósent af olíubirgðum jarðar séu undir íshellunni. Þetta eru forvitnilegar og skemmtilegar pælingar hjá höf- undinum, en ég viðurkenni að ég hef ekki vit til dæma um hversu marktækar þær eru út frá þeim forsendum sem hann dregur álykt- anir sínar út frá. Óháð því þá er skrítið að velta því fyrir sér að mis- notkun mannsins á vísindum og tækni geti haft þær afleiðingar á umhverfið að Ísland verði að mikil- vægum áningarstað skipa í úthafs- siglingum í framtíðinni. Þá er það moldviðrið. Þegar Trausti predikar lífsspeki sína í bundnu og óbundnu máli verður bókin neyðar- leg. Hann birtir margar af helstu hugmyndum bókarinnar í ljóðum á spássíum bókarinnar: „Að berjast ekki gegn breytingum/Er sú lexía sem menn þurfa að læra./ Hin nýja leið í lífinu er að taka breytingum opnum örmum.“ Trausti hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimurinn tekur stöð- ugum breytingum, meðal annars vegna hugmynda sinna um hnatt- ræna hlýnun. Þessi hugmynd hans um óumflýjanlegar breytingarnar eru leiðarstef í bókinni: „Nútíma- maðurinn er staðnaður/ í háttum sínum./ Þetta er í mótsögn/ við eðli heimsins.“ Auk þess segir Trausti okkur að það sé eitt af einkennum mannsins að lifa í núinu og vera hræddur við breytingar. Maðurinn þarf að líta í kringum sig og átta sig á því að heimurinn er lifandi heild og að náttúran er í sífelldri hringrás. Trausti setur ýmislegt fleira þessu líkt fram í gegnum alla bók- ina, með viðeigandi upphrópunar- merkjum og endurtekingum, og lesandi fær það á tilfinninguna að höfundurinn vilji fá hann til sjá ljósið sem hann einn sér. Þess vegna er bókin á köflum eins og trúar- en ekki vísindarit. Höfundurinn leggur þessa heim- spekilegu línu í byrjun bókarinnar og tengir nánast hvað sem er við spekina til að gera málflutning sinn trúanlegri. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þessi vasaheimspeki kemur hnattrænni hlýnun við. Helsti gallinn á bókinni er að margt í henni virðist ekki tengjast umfjöll- unarefninu. Trausti birtir ólíklegustu bóka- kápur á spássíum: allt frá vísinda- heimspekiriti til ritgerðarsafns eftir listgagnrýnanda, riti eftir fjöl- miðla- og framtíðarfræðing, vís- indaskáldsögu og ferðabók til pól- anna. Í myndatextunum segir hann að nútímalist hjálpi okkur að venjast breytingum með því að verða vön því sem við höfum ekki séð áður og að ferðabækur um pólferðir séu áhugaverðar. Hann annaðhvort sleppir því að fjalla um þessar bækur eða gerir það í svo miklu framhjáhlaupi að lesandi spyr sig hvaða tilgangi þær þjóni í umfjöll- uninni. Svo minnist hann á sögu- eða bókmenntaleg atriði sem hafa ekk- ert með hnattræna hlýnun að gera; goðsagnir, Adam og Evu og kross- ferðirnar. Öll þessi umfjöllun virð- ist vera leið að því markmiði Trausta að móta heildræna lífs- speki sem byggir á hugmyndum hans um hnattræna hlýnun. Í bókinni útskýrir Trausti hvernig hlýnun jarðar og þiðnun íssins á norðurhveli mun hafa áhrif á stjórn- og efnahagsmál í heiminum. Eins og sést er ansi mikið undir í bókinni sem er stutt: 166 blaðsíður. Trausti segir að með þeim breyt- ingunum sem eru afleiðingar af hlýnuninni muni valdajafnvægið í heiminum breytast: til dæmis er rökrétt að Berlín verði helsta borg Evrópusambandsins. Niðurstaða Trausta í bókinni er að Ísland geti grætt á hlýnunni. Hann segir að mannkynið eigi að sporna við henni en er fullur efa- semda um það sé hægt. Þess vegna eigi íbúar jarðarinnar að búa sig undir flutninga að pólunum í fram- tíðinni. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að heimur framtíðarinnar sé heim- ur norðurhvelsins og viðurkennir að túlkun hans sé sett fram til að koma sér vel fyrir markaðssetn- ingu á Íslandi í framtíðinni. Sá sem veit þetta spyr sig hvað vaki fyrir Trausta með bókinni: er hann vís- inda- eða sölumaður. Af þessari umfjöllun sést að bókin er gölluð af mörgum ástæðum. Það sem er jákvætt við hana er að Trausti útskýrir ágætlega af hverju hlýnað hefur á jörðinni og hvaða afleiðingar þessi hlýnun getur haft. En hann gerir það á ensku en ekki íslensku, sem lætur mann draga þá ályktun að hann hafi ekki haft upp- fræðslu almennings á Íslandi í huga þegar hann skrifaði bókina. Almenningur í enskumælandi lönd- um hefur örugglega aðgang að betri bókum um viðfangsefnið. Pælingar Trausta eru samt mjög forvitnileg- ar og vekja lesanda til umhugsun- ar: hann fær stjörnurnar fyrir þær. Niðurstöðum hans ber þó að taka með fyrirvara. Ástæðurnar fyrir því eru tvær. Túlkun hans er sett fram Íslandi til heilla, auk þess sem erfitt er að taka mark á vísinda- manni sem byggir bók upp á jafn illa ígrundaðri lífsspeki, veður eins mikið úr einu í annað og birtir jafn mikið af vaðli í jafn stuttri bók. Áhugavert efni í gallaðri bók 2 3 4 5 6 7 8 Hinn ástríðufulli leikklúbbur Hug- leikur er þekktur fyrir að gera sér mat úr jólunum. Að þessu sinni bjóða hugleikarar upp á jóladag- skrá sem heitir Jólabónus og verð- ur flutt í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og fimmtudagskvöld kl. 21.00. Félagið Hugleikur fékk á dög- unum viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir nýsköpun í leikritun, útúrsnúning ýmiskonar á tungumálinu og alls kyns með- ferð á menningararfinum. Félagið sér því sóma sinn, sem aldrei fyrr, í að vinna af atorku að þessu öllu saman, nú á viðurkenndan hátt. Og sjaldan úr jafnmiklu að moða og einmitt þegar kemur að jólun- um: að þessu sinni verða í boði fjórir einþáttungar eftir jafn- marga höfunda í leikstjórn jafn- margra félagsmanna en eru leikn- ir af miklu fleirum. Þeir einþáttungar sem í boði eru að þessu sinni eru: Bónusförin eftir Þórunni Guð- mundsdóttur, Jólasveinar eru líka kynverur eftir Nínu B. Jónsdóttur, Mikið fyrir börn eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Hrefnu Frið- riksdóttur, Þórunni Harðardóttur og Sævar Sigurgeirsson, Skurður eftir Sigurð H. Pálsson. Auk þess verður á boðstólunum Hugleik- ræn jólatónlist úr ýmsum áttum, m.a. í flutningi söngsveitar- innar Hjáróms og stór- sveitarinnar Ljótu hálf- vitanna. Ekki er síðan loku fyrir það skotið að eitthvað verði gripið í jólaföndur. Jólabónus Hugleiks Kvartett Kristjönu Stefáns verður með útgáfutónleika á Café Rósen- berg annað kvöld. Geisladiskurinn Ég verð heima um jólin með Kvart- ett Kristjönu Stefáns er kominn út í nýrri útgáfu, en hann kom fyrst út fyrir áratug og seldist þá fljót- lega upp. Hér er um að ræða djasstónlist með jólasniði, en kvartettinn skipa Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Vignir Þór Stefánsson píanóleik- ari, Smári Kristjánsson kontra- bassaleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Í tilefni þessarar stórkostlegu endurkomu ætlar kvartettinn að halda endurútgáfutónleika á Café Rósenberg og hefjast þeir klukk- an 22 á miðvikudagskvöldið. Sér- stakur gestur verður stórsöngvar- inn Páll Óskar Hjálmtýsson. Heima um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.