Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 42
8 ,,Hugmyndin kviknaði á ferðalög- um þar sem ég hef séð að tískan er að blanda saman bókaverslun og kaffihúsarekstri. Við eigum fyrirmynd reyndar á Íslandi sem er Súfistinn. Hérna er þetta reynd- ar meira sama einingin,“ útskýrir Bjarni glaður í bragði. Hann segir að þessa stundina sé meira lagt áherslu á bókasöluhluta staðsins enda sé jólavertíðin að hefjast. ,,En síðan þegar jólavertíðin endar þá snýst þetta að einhverju leyti við.“ Bjarni segir að Bókakaffið hafi strax fengið góðar viðtökur og meðal annars hafi hann feng- ið margar heimsóknir frá ýmsum bókagrúskurum. ,,Hér hafa verið hreyfingar á hverjum degi, bæði varðandi sölu á kaffi og bókum, og í raun framar vonum. Ég finn líka að kaffistofureksturinn er að sækja í sig veðrið því fyrst var fólk ekki alveg búið að átta sig.“ Bjarni hreykir sig líka mikið af kaffi stað- arins. ,,Allt kaffið sem við erum með kemur úr kjördæminu, eins og við segjum, eða frá Keflavík, þó ég búist nú reyndar ekki við því að kaffið sé ræktað þar.“ Bjarni er nokkuð stoltur af fornbókadeild staðarins og segir hann að það sé vinsælasta hornið á Bókakaffi. ,,Þessar gömlu sunnlensku bækur, sem við getum kallað sunnlensk neftóbaksfræði, hafa verið að selj- ast best. Ég finn líka að spennu- sögukiljur hafa verið að rjúka út.“ Bjarni, sem flestir tengja við blað hans, Sunnlenska fréttablað- ið, segir gott að fá tilbreytingu frá blaðamennskunni sem hann hefur starfað við frá 1982. Bjarni segist afar sáttur í sínu nýja hlutverki sem kaffidama eins og hann kallar sjálfan sig. ,,Ég komst að því að ef konur eins og til dæmis Siv, vin- kona mín, geta verið ráð,,herrar“ þá get ég alveg verið kaffi,,dama“,“ útskýrir Bjarni stoltur að lokum. steinthor@frettabladid.is Selur neftóbaksfræði Bjarni Harðarson blaðamaður opnaði fyrir stuttu Bóka- kaffi við Austurveg, aðalbraut Selfossbæjar. Þar er Bjarni í hlutverki kaffidömu og líkar honum vel við nýja starfið. Sunnlenska deildin hefur verið í gangi sjö keppnistímabil en í henni etja etja kappi knattspyrnulið af Suðurlandi, allt frá Þorlákshöfn til Víkur í Mýrdal. Spiluð var einföld umferð í sumar en öllum liðum voru tryggðir fjórir heimaleikir og spilaðir eru alvöru 90 mínútna leik- ir. Liðin voru níu í sumar en helstu tíðindi sumarsins voru vafalaust þau að liðið FC FLói vann alla sína leiki og fór með sögulegan sigur af hólmi enda hefur ekkert annað lið farið taplaust í gegnum sunnlensku deildina. ,,Við gerðum eingöngu eitt jafntefli í sumar og það var í bikarnum sem við unnum reyndar líka,“ útskýrir Rúnar Hjálmarsson, liðsmaður tvöfaldra meistara í FC Flóa. Hann segir jafnframt að sam- heldinn og sterkur hópur hafi skap- að þennan sigur. ,,Við vorum alltaf sami fimmtán til tuttugu manna kjarninn og þetta var mjög gaman enda ríkti góð stemning.“ FC Flói hefur verið í sunnlensku deildinni í þrjú ár en liðið spil- aði sína heimaleiki á Eyrarbakka í sumar. Einhverjir hljóta hins vegar að spyrja sig að því hvort nú sé ekki öllum markmiðum náð og hægt sé að leggja FC Flóa niður. ,,Já, það mætti reyndar alveg segja það. Gríðarleg stemning er hins vegar í hópnum en okkur vantar samt alvöru styrktaraðila,“ segir Rúnar og lýsir þar með eftir fjársterkum styrktaraðaila. Aðalmarkmið næsta sumars er þó alveg ljóst. ,,Markmið- ið er engin jafntefli og ekkert tap,“ svarar Rúnar með bjartsýnistón að lokum. -sha Flekklaust sumar FC Flóa Sunnlenska utandeildin í knattspyrnu fór fram sjöunda skiptið í röð á nýliðnu sumri. Í ár fór FC Flói þar með sögulegan sigur af hólmi og gekk taplaust af velli að loknu sumri. { suðurland }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.