Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 36
2
Hannes Lárusson listamaður ólst
upp á fyrri helmingi ævi sinnar að
Austur-Meðalholti í Flóanum og
þar vinnur hann nú hörðum hönd-
um að því að reisa torfbæjarstofn-
unina Íslenski bærinn. Torfbærinn
að Meðalholti hefur lengi fylgt fjöl-
skyldu Hannesar og hafa þau alltaf
haldið bænum í góðu ásigkomulagi.
„Hugmyndin að stofnuninni kom
fyrir um sex árum og fyrir tveimur
árum var lagt upp með markvisst
plan sem verið er að fylgja eftir
núna,“ útskýrir Hannes.
Meðan á byggingu stofnuninnar
stendur hefur og mun Hannes meira
og minna búa í gamla torfbænum
og er þá líklegast eini einstaklingur
landsins sem heldur til í baðstofu.
Hannesi líkar samt vistin afar vel,
jafnvel þótt hitinn fari yfirleitt niður
í fimmtán gráður á nóttinni. Hann
hefur einmitt verið að Meðalholti
undanfarið en hann segist ekkert
hafa fundið fyrir vondu veðri eða
kulda. „Þetta eru afar góð hús og
ég tel að vel og rétt byggð baðstofa
sé með allra bestu húsum á hvaða
mælikvarða sem er. Fyrst og fremst
eru þetta vel hugsuð og falleg húsa-
kynni, þar sem er gætt er að hlut-
föllum. Húsið heldur líka mjög vel
um fólk og er mannvænt.“
En hver verður tilgangur stofn-
unarinnar? „Fyrst og fremst að
draga athygli að íslenskri bygging-
ararfleifð og þá sérstaklega torf-
bæjararfinum sem er einstaklega
rík og fjölbreytt arfleifð. Hún hefur
fylgt okkur nær óslitið frá upp-
hafi byggðar í landinu og fram til
nútímavæðingarinnar, sem verður
að teljast nokkur langur tími,“ svar-
ar Hannes. Annar megintilgangur
stofnunarinnar, að sögn Hannesar,
er að sýna fram á að einnig sé hægt
að byggja atvinnustarfsemi í kring-
um stofnun sem þessa.
Stofnunin Íslenski bærinn mun
sýna byggingararfleifðina í öllum
sínum fjölbreytileika og segja sögu
hans. „Jafnframt á að hlúa að því
verklagi sem er stór hluti af þess-
ari byggingarlist,“ segir Hannes
en byggingin sem nú er verið að
reisa verður rúmlega þrjú hund-
ruð fermetrar. Samkvæmt Hannesi
er áætlað að framkvæmdum ljúki
í júní 2008. Frekari upplýsingar
um stofnunina Íslenski bærinn má
finna á heimasíðunni www.islensk-
ibaerinn.com.
-sha
Íslenskri byggingararfleifð
er gert hátt undir höfði
Listamaðurinn Hannes Lárusson vinnur nú ötult að því að reisa sérstaka torfbæjar-
stofnun. Hannes vill hlúa að þessari helstu byggingararfleifð Íslendinga enda hafa
þessir mögnuðu mannabústaðir fylgt íslensku þjóðinni frá upphafi byggðar.
{ suðurland }