Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10
Fimmtudaginn 7. desember efnir Græni krossinn til sinnar fyrstu ráðstefnu um öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum og í samfélaginu. Græni Krossinn eru samtök sem hafa það stefnumið að stuðla að auknu öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og í samfélaginu. Leitast verður við að svara spurningum um hvort og hvernig við getum aukið árangur okkar í heilbrigðis- og öryggismálum þannig að starfsfólk skili sér ávallt heilt heim. Ráðstefnan er haldin á Hótel Nordica í sal A og B og stendur frá kl. 9:00 til 16:00. Fundarstjórar eru Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. DAGSKRÁ: 8:30-9:00 Morgunverður/Skráning Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra Gestur Pétursson, kynnir Græna krossinn Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar Kevin Berg, aðstoðarforstjóri Bechtel International Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor í viðskipta- og hagfræðid. HÍ Warren McKenzie, verkefnisstjóri framkvæmda hjá Alcoa Joe Wahba, framkvæmdastjóri Fjarðaálsverkefnisins Andy Cameron, staðarstjóri Fjarðaálsverkefnisins Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi Pallborðsumræður Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegisverð. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skraning@inpro.is fyrir miðvikudaginn 6. desember. GRÆNI KROSSINN Er hægt að skapa slysalausan vinnustað? Hópur breskra lögreglu- manna er á leiðinni til Moskvu í tengslum við rannsóknina á láti Alexanders Litvinenko. Breska lögreglan hefur opinberlega farið fram á aðstoð frá lögreglunni í Rússlandi og aðalsaksóknari Rússa hefur heitið því að veita alla aðstoð sem hægt er. Bresku lögreglumennirnir ætla meðal annars að ræða í Moskvu við þrjá Rússa sem hittu Litvinenko í Lundúnum 1. nóvem- ber, daginn sem hann veiktist af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Þeir neita allir að hafa byrlað honum eitrið. Þá hefur Michael Trepashkin, fyrrverandi njósnari sem situr í fangelsi í Rússlandi, beðið bresku lögregluna um að ræða við sig. Hann segir líf sitt í hættu, en jafn- framt segist hann búa yfir mikil- vægum upplýsingum í málinu. Ítalski fræðimaðurinn Mario Scaramella, sem einnig hitti Litvinenko í London 1. nóvember, reyndist sömuleiðis vera með geislavirka efnið pólón 210 í lík- ama sínum og þótt hann kenni sér einskis meins núna getur hann búist við því að fá krabbamein síðar á ævinni. Á fundi þeirra í London afhenti Scaramella Litvinenko minnisblað þar sem því er haldið fram að morðið á blaðakonunni Önnu Polit- kovskayu sé runnið undan rifjum fyrrverandi KGB-manns, Valent- ins Velichko, og samtaka sem hann stýrir og eru tengd rússnesku leyniþjónustunni FSB. Þessi sam- tök, sem nefnast Virðing og heið- ur, hafi jafnframt haft uppi áform um að koma bæði Litvinenko og Scaramella fyrir kattarnef. Breska dagblaðið Daily Telegraph skýrði frá þessu nú um helgina. Ekkert er þó vitað hvað hæft er í þessum ásöknum, frekar en ásökunum Litvinenkos á dánar- beði um að Vladimír Pútín Rúss- landsforseti bæri sjálfur ábyrgð á því að eitrað hefði verið fyrir sér. Velichko og samtök hans, Virð- ing og heiður, njóta töluverðrar virðingar í Rússlandi og Velichko átti á sínum tíma þátt í að fá hol- lenskan lækni, Arjan Erkel, laus- an úr haldi mannræningja í Dagestan árið 2002. Þá birtist á sunnudaginn í breska dagblaðinu Observer yfir- lýsing frá Júlíu Svetliknaju, rúss- neskum fræðimanni sem átti langt viðtal við Litvinenko fyrr á árinu, þar sem hún fullyrðir að Litvinenko hafi sagst ætla að nota upplýsingar sem hann hefði undir höndum til þess að kúga fé út úr rússneskum njósnurum og kaup- sýslumönnum. Breska lögreglan á leiðinni til Moskvu Fyrrverandi KGB-njósnari sagður höfuðpaurinn í morðunum á Önnu Politskov- skaju og Alexander Litvinenko. Litvinenko sjálfur sakaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr rússneskum njósnurum og kaupsýslumönnum. Fastlaunasamn- ingar verða stöðugt algengari, einnig hjá háskólamönnum. Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, þekkir fastlaunasamningana vel því um fjörutíu prósent rafiðnaðarmanna eru á einhvers konar fastlauna- samningum. Hann segir að reynsl- an sé góð ef rétt sé staðið að þess- um samningum. „Við brýnum fyrir fólki að það sé vel skilgreint hvað sé innifalið í fastlaunasamningi. Fólk hefur flaskað á því að skilgreina vinnu- tímann. Fyrirtækin hafa því litið svo á að þau eigi starfsmennina með húð og hári og geti látið þá vinna eins og þeim sýnist án þess að borga aukalega. Það er stærsti feillinn.“ Fastlaunasamningar voru til umræðu á málþingi á vegum BHM nýlega. Stefán Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri BHM, segir að tilhneiging sé í þessa átt hjá viðsemjendum háskólamanna. „Við leggjum áherslu á það að okkur finnst eðli- legt að hver og einn fái borgað fyrir sína dagvinnu og svo þá yfir- vinnu sem hann vinnur,“ segir hann en telur fastlaunasamninga koma til greina ef útfærslan sé góð. Til dæmis geti menn samið um að fastlaunasamningur feli í sér tuttugu tíma í yfirvinnu að jafnaði. Ef unnið sé meira en það beri að greiða fyrir þá vinnu. Vinnutíma þarf að skilgreina Jólapakkasöfnun fyrir bágstödd börn hófst með formleg- um hætti á sunnudaginn þegar Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra tendraði ljós á jólatré Kringlunnar að viðstöddu fjölmenni. Hefð hefur skapast fyrir því hjá landsmönnum að kaupa gjöf og pakka henni inn og skilja eftir undir trénu, sem er staðsett á jarð- hæð Kringlunnar. Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur og Fjölskyldu- hjálp Íslands sjá til þess að pakkarnir komist til þeirra sem þurfa aðstoð um jólin. Söfnun fyrir bágstödd börn Lögreglustjórinn í Kópavogi hefur ákært karlmann fyrir að leggja hendur á þáverandi sambýliskonu sína. Maðurinn tók konuna kverkataki, greip um upphandleggi hennar og hristi hana með þeim afleiðingum að hún bólgnaði og hlaut húðblæðingar aftan á hálsi og barka, auk marbletta á handleggjum og þreifi- eymsla á brjósti. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og fer sambýliskonan þess á leit að hann verði dæmdur til að greiða henni skaðabætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Meiddi sambýl- iskonu sína illa Hjón á fimmtugs- aldri lentu í bílslysi á móts við bæinn Klukkufell í Reykhólasveit um klukkan þrjú á sunnudaginn. Að sögn lögreglunnar í Búðardal var mikil hálka á veginum og missti ökumaðurinn stjórn á bíln- um sem lenti utan vegar. Bíllinn valt nokkra hringi og endaði um 50 metra frá veginum. Hjónin voru flutt á slysadeild í Reykjavík eftir slysið en eru ekki alvarlega slösuð. Bíllinn er gjörónýtur eftir. Að sögn lögreglunnar í Búðardal komu bílbelti í veg fyrir að meiðsli hjónanna urðu ekki meiri eða alvarlegri. Lenti 50 metr- um utan vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.