Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 17

Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 17
 Tvö þjóðlendumál íslenskra landeigenda voru send Mannréttindadómstól í Evrópu í lok október. Málin varða jarðirnar Fjall, Breiðamörk og Kvísker í Öræfum. Ólafur H. Björnsson hæstaréttarlögmaður rekur málin fyrir þá tuttugu landeigendur sem eiga hlut að þeim. Að sögn Ólafs er málið á byrjunarreit því landeigendurnir þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir svari frá dómstólnum um hvort málin verði tekin fyrir. Um 80.000 mál bíða afgreiðslu hjá dómnum að sögn Ólafs. Fjöldi þjóðlendumála hefur verið tekinn fyrir í íslenska dómskerf- inu og virðist sem óánægja landeigenda fari ekki minnkandi. Á fimmtudaginn lögðu landeigendur á Norðausturlandi drög að stofnun landssamtaka landeigenda og skoruðu á ríkið að draga kröfur sínar í þinglýstar eignir í Þingeyjarsýslu til baka. Mikil óánægja hefur verið á svæðinu vegna þjóðlendukrafnanna sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra skilaði til óbyggðanefndar 7. nóvember. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra í Grýtubakkahreppi, sem á sæti í undirbúningsnefnd að stofnun samtakanna, hafa margir landeigendur víðs vegar um landið haft samband við hana og lýst yfir áhuga á að ganga í samtökin. Guðný segir að undirbúningsnefndin muni hittast á föstudaginn og ræða stofnun samtakanna. Hún telur að samtökin verði líklega stofnuð í byrjun næsta árs. Nái áform um virkjanir í Þjórsá í byggðum Suðurlands fram að ganga er útlit fyrir að það skapi djúpstæðan ágreining auk þess að valda ómældum náttúru- spjöllum til frambúðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í einróma ályktun fundar kjördæm- isráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var á Selfossi um helgina. Er í álykt- uninni varað við virkjunaráform- um við Þjórsá, með hliðsjón af fyrrnefndri eyðileggingu og áhrifum sem virkjun hefði á landbúnað, einn burðarstólpa atvinnu- og mannlífs á svæðinu. Varað við virkj- un Þjórsár Árið 2004 voru skráð samskipti við heilsugæslu- stöðvar 1.173.629 á landinu öllu að því er fram kemur í nýjum tölum frá landlæknisembættinu. Inni í þessum tölum eru öll skráð viðtöl, vitjanir og önnur samskipti að símtölum undanskildum. Breyt- ing hefur orðið á skráningu á heilsugæslustöðvar með tilkomu rafræns skráningarkerfis. Á landinu í heild voru tvö viðtöl á lækna á hvern íbúa árið 2004 en 2,1 árið 1994. Viðtöl á hvern íbúa eru hlutfallslega fæst á höfuð- borgarsvæðinu og er skýringin líklega sú að framboð á annarri heilbrigðsþjónustu er mest á því svæði. Færri heim- sóknir til lækna Kínverskt flugfélag hefur tekið upp á nýjum aðferðum til að spara. Nú eru farþegar beðnir um að nota salerni flugvalla áður en þeir fara í flugvélar China Southern, svo að þeir þurfi ekki að nota aðstöðuna um borð. Geti þeir ómögulega haldið í sér eftir að í vélarnar er komið, er þeim gert að greiða sem samsvarar 70 íslenskum krónum fyrir að nota baðherbergin, því í þrjátíu þúsund feta hæð kostar hver salernisheim- sókn nefnilega um einn lítra í eldsneyti og fylgir verðið eldsneyt- iskostnaðinum, hefur norska blaðið VG eftir kínversku fréttastofunni Xinhua. Dýrt að pissa í háloftunum í sjávarútvegiAVS AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum: í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna i sjávarútvegi. Lögð verður áhersla á verkefni sem snerta fiskeldi, líftækni, veiðar, vinnslu, búnað, gæði og markaði. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna i þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í markaðsverkefni bleikjuafurða. Veitt verður sérstakt 10 milljóna króna framlag næstu þrjú ár til markaðs- og sölustarfs í bleikju. Þessum fjármunum verður úthlutað í gegnum AVS. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í aflaheimildir til áframeldis á þorski. Sjávarútvegsráðherra hefur til ráðstöfunar sérstakar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Aflaheimildirnar eru ætlaðar þeim sem vilja stunda tilraunir með áframeldi á þorski Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 22. janúar 2007 merktar: „Úthlutun á þorskaflaheimildum til áframeldis.“ í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í líftækni. Áhersla er lögð á verkefni sem hafa sterka tengingu við atvinnulífið og leiða til tækni- og nýsköpunar á landsbyggðinni. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007 sérstaklega merktar: „Líftækninet í auðlindanýtingu.“ Upplýsingar um líftækninetið veitir Jóhann Örlygsson (jorlygs@unak.is). Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu, www.avs.is, þar sem nálgast má leiðbeiningar um gerð umsókna. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Skúlagata 4, 101 Reykjavík. www.avs.is, avs@avs.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.