Fréttablaðið - 05.12.2006, Page 17

Fréttablaðið - 05.12.2006, Page 17
 Tvö þjóðlendumál íslenskra landeigenda voru send Mannréttindadómstól í Evrópu í lok október. Málin varða jarðirnar Fjall, Breiðamörk og Kvísker í Öræfum. Ólafur H. Björnsson hæstaréttarlögmaður rekur málin fyrir þá tuttugu landeigendur sem eiga hlut að þeim. Að sögn Ólafs er málið á byrjunarreit því landeigendurnir þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir svari frá dómstólnum um hvort málin verði tekin fyrir. Um 80.000 mál bíða afgreiðslu hjá dómnum að sögn Ólafs. Fjöldi þjóðlendumála hefur verið tekinn fyrir í íslenska dómskerf- inu og virðist sem óánægja landeigenda fari ekki minnkandi. Á fimmtudaginn lögðu landeigendur á Norðausturlandi drög að stofnun landssamtaka landeigenda og skoruðu á ríkið að draga kröfur sínar í þinglýstar eignir í Þingeyjarsýslu til baka. Mikil óánægja hefur verið á svæðinu vegna þjóðlendukrafnanna sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra skilaði til óbyggðanefndar 7. nóvember. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra í Grýtubakkahreppi, sem á sæti í undirbúningsnefnd að stofnun samtakanna, hafa margir landeigendur víðs vegar um landið haft samband við hana og lýst yfir áhuga á að ganga í samtökin. Guðný segir að undirbúningsnefndin muni hittast á föstudaginn og ræða stofnun samtakanna. Hún telur að samtökin verði líklega stofnuð í byrjun næsta árs. Nái áform um virkjanir í Þjórsá í byggðum Suðurlands fram að ganga er útlit fyrir að það skapi djúpstæðan ágreining auk þess að valda ómældum náttúru- spjöllum til frambúðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í einróma ályktun fundar kjördæm- isráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var á Selfossi um helgina. Er í álykt- uninni varað við virkjunaráform- um við Þjórsá, með hliðsjón af fyrrnefndri eyðileggingu og áhrifum sem virkjun hefði á landbúnað, einn burðarstólpa atvinnu- og mannlífs á svæðinu. Varað við virkj- un Þjórsár Árið 2004 voru skráð samskipti við heilsugæslu- stöðvar 1.173.629 á landinu öllu að því er fram kemur í nýjum tölum frá landlæknisembættinu. Inni í þessum tölum eru öll skráð viðtöl, vitjanir og önnur samskipti að símtölum undanskildum. Breyt- ing hefur orðið á skráningu á heilsugæslustöðvar með tilkomu rafræns skráningarkerfis. Á landinu í heild voru tvö viðtöl á lækna á hvern íbúa árið 2004 en 2,1 árið 1994. Viðtöl á hvern íbúa eru hlutfallslega fæst á höfuð- borgarsvæðinu og er skýringin líklega sú að framboð á annarri heilbrigðsþjónustu er mest á því svæði. Færri heim- sóknir til lækna Kínverskt flugfélag hefur tekið upp á nýjum aðferðum til að spara. Nú eru farþegar beðnir um að nota salerni flugvalla áður en þeir fara í flugvélar China Southern, svo að þeir þurfi ekki að nota aðstöðuna um borð. Geti þeir ómögulega haldið í sér eftir að í vélarnar er komið, er þeim gert að greiða sem samsvarar 70 íslenskum krónum fyrir að nota baðherbergin, því í þrjátíu þúsund feta hæð kostar hver salernisheim- sókn nefnilega um einn lítra í eldsneyti og fylgir verðið eldsneyt- iskostnaðinum, hefur norska blaðið VG eftir kínversku fréttastofunni Xinhua. Dýrt að pissa í háloftunum í sjávarútvegiAVS AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum: í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna i sjávarútvegi. Lögð verður áhersla á verkefni sem snerta fiskeldi, líftækni, veiðar, vinnslu, búnað, gæði og markaði. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna i þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í markaðsverkefni bleikjuafurða. Veitt verður sérstakt 10 milljóna króna framlag næstu þrjú ár til markaðs- og sölustarfs í bleikju. Þessum fjármunum verður úthlutað í gegnum AVS. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í aflaheimildir til áframeldis á þorski. Sjávarútvegsráðherra hefur til ráðstöfunar sérstakar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Aflaheimildirnar eru ætlaðar þeim sem vilja stunda tilraunir með áframeldi á þorski Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 22. janúar 2007 merktar: „Úthlutun á þorskaflaheimildum til áframeldis.“ í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í líftækni. Áhersla er lögð á verkefni sem hafa sterka tengingu við atvinnulífið og leiða til tækni- og nýsköpunar á landsbyggðinni. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007 sérstaklega merktar: „Líftækninet í auðlindanýtingu.“ Upplýsingar um líftækninetið veitir Jóhann Örlygsson (jorlygs@unak.is). Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu, www.avs.is, þar sem nálgast má leiðbeiningar um gerð umsókna. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Skúlagata 4, 101 Reykjavík. www.avs.is, avs@avs.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.