Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 27
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Gígja Guðbrandsdóttir læknakandídat
söðlaði um fyrir nokkrum árum þegar
hún skipti úr dans yfir í júdó.
„Ég er búin að æfa júdó hjá Júdófélagi
Reykjavíkur frá því um tvítugt eða í átta
ár,“ segir Gígja. „Fyrir þann tíma hafði ég
æft dans um árabil. Þegar ég var á lokaári
í menntaskóla tók ég aftur á móti ákvörð-
un um að fara í læknisfræði og vildi finna
íþrótt sem væri ekki eins tímafrek. Þá
kom Bjarni Friðriksson, núverandi þjálf-
ari minn, með kynningu á júdó í skólann
og ég sló til.“
Gígja segir það stundum hafa verið
haft á orði að hún væri of orkumikil fyrir
dansinn svo júdóið hafi hentað sér vel.
„Auðvitað er ákveðinn munur þarna á, en
margt úr dansinum gagnaðist mér engu
að síður vel í júdóinu, eins og snerpa og
teygjanleiki,“ bætir hún við.
Að sögn Gígju iðrast hún þess ekki að
hafa söðlað um með því að skipta dansin-
um út fyrir júdó. Hún fylgist enn með vin-
konum sínum sem æfa dans og fær sjálf
útrás fyrir dans, en þó aðallega á skemmti-
stöðum borgarinnar.
Af orðum Gígju að dæma er júdó þó
enginn barnaleikur og algengt að konur
þurfi að etja kappi við karla. „Við erum
því miður enn of fáar í þessari íþrótt og af
þeim sökum þurfum við að takast á við
strákana,“ segir hún og bætir við að þar
sé reyndar ágætis grunnur lagður að
sjálfsvörn. „Í júdó lærir maður að snúa
vörn í sókn og ég veit um nokkrar stúlkur
sem hafa þurft að beita þeirri tækni í dag-
legu lífi.“
Að snúa vörn í sókn