Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 38
4 Síðan Draugasetrið opnaði árið 2003 hefur legið þangað stríður straumur ferðamanna. Á síðasta ári komu þangað um fimmtán þúsund gestir og í ár telur Benedikt G. Guðmundsson, umsjón- armaður setursins, að gestirnir verði jafnvel enn fleiri. Gestir á safninu fá að heyra brot af því besta sem íslensk draugasagnaarfleið hefur upp á bjóða en alls eru sagðar 24 sögur á safninu. Gestir fá sérstakt hlustunartæki sem þeir bera í gegn- um safnið en á Draugasetrinu er mögulegt að heyra sögurnar á alls sjö tungumálum: íslensku, ensku, skandinavísku, frönsku, þýsku, japönsku og rússnesku. Benedikt telur afar mikilvægt að hægt sé að að bjóða leiðsögn um safnið á svo mörgum tungumálum. ,,Ferða- menn frá löndum á borð við Japan, Rússland og Kína koma í auknum mæli til landsins en síðan stendur þeim ekkert til boða sem ekki skilja ensku.“ Benedikt telur jafnframt afar mikilvægt að íslensk þjóðtrú og þjóðfræði sé kynnt fyrir þessum ferðamönnum. Hann hefur miklar skoðanir á því hvernig haga eigi menningartengdri ferðaþjónustu og telur að þar megi margt betur fara. Hann segir sem dæmi að mikilvægt sé að efnið sé sett fram á aðgengi- legan og skemmtilegan máta svo að það eigi auðveldara með að síast inn. Benedikt þverneitar þó fyrir að íslensk þjóðtrú sé á undanhaldi. ,,Þetta er hins vegar gríðarlega mikill óplægður akur sem hægt er að vinna miklu meira úr. Ég held þess vegna að íslenska þjóðtrúin eigi einmitt sitt blómaskeið eftir. Miklu meiri útgáfustarfsemi vantar samt á efni um álfa, tröll, drauga og fleira, helst á sem flestum tungu- málum.” Benedikt og hans menn eru stór- huga þegar kemur að framtíðinni og hafa gert stórar áætlanir. Næst á dagskrá er meðal annars að opna trölla-, álfa- og norðurljósaset- ur. Verður það töluvert stærra en Draugasetrið og af framkvæmd- unum að dæma verður setrið allt hið stórkostlegasta. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins skelltu sér síðan í túrinn um Draugasetrið og má með sanni segja að þeir hafi komið þaðan út skjálfandi á beinum enda er safnaþáttur setursins allur hin glæsilegasti og reyndar hin hræðilegasti líka. Þjóðtrúin ekki á undanhaldi Draugasetrið á Stokkseyri er eitt besta dæmið hérlendis um það hvernig hægt er að byggja lifandi og skemmtilegt safn. Draugasetrið er hvort tveggja fræðandi og þjóð- legt safn og viðheldur íslenskri menningu jafnframt því að trekkja að ferðamenn. Tignarlegt Axels- hús gleður augað Fyrir þá sem koma til Hveragerðis er Axelshús, í brekkunni við sundlaug- ina, án efa eitt tignarlegasta mann- virki bæjarins. Axelshús tilheyrir reyndar Ölfusi en ekki Hveragerði en húsið var reist af kennara í Gróð- urskóla ríkisins sem liggur örfáum metrum frá Axelshúsi. Þar hefur lengi vel verið rekið gistiheimili en húsið var gert upp fyrir ekki svo löngu síðan. Sannarlega mikilvægur vitnisburður um arkitektúr á Íslandi. S. 568 1410 og 482 1210 - Grænir og góðir! upplifðu Gleðilegar jólaferðir! Vinnustaðir! Leiksskólar! Grunnskólar! Fjölskyldur! Jólatré valin, jóla- markaður Sólheimum, jólalög og sögur í Skál- holti og margt fl. Sértilboð á allar jólahlaðborðsferðir. Sjá: www.gtyrfingsson.is { suðurland }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.