Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 62
Eintal skáldkonunnar við ástvin-
inn, eiginmanninn, sem hún ávarp-
ar, mælir í fyrstu persónu eintölu,
vill að lesandinn viti að hún sjálf,
Linda Vilhjálmsdóttir, er mæland-
inn, ég ljóðsins, ferðalagsins. Hún
er hrædd um hann; hann ætlar á
fjöll, sigra jökulinn, storka sprung-
unum, sýna af sér hetjuskap,
reyna á „ofvaxin þolrif karlkyns-
ins“. Hún er hrædd um að hann
fari sér að voða. Hún er sjómanns-
konan, móðirin, dóttirin, amman,
ástkonan, eiginkonan, sem sér á
eftir manni sínum í stríð, Pene-
lópa sem beið í 20 ár og Mollý sem
átti eintal við Polda og sagði já
þrátt fyrir allt og Ófelía sem gat
ekki beðið þess sem hún gæti
orðið, íslenska konan sem óttast
um spjátrunginn sinn, sjáið tind-
inn þarna fór ég. Ástfangin kona.
Óttast að missa.
Hver er karlmyndin í þessu fal-
lega og undurskemmtilega konu-
ljóði/ljóðum, hvernig er mörður-
inn ljóðsins – og fer hjá því að
fávísum lesanda (sem jafnvel
flettir upp í orðabók) fljúgi til
hugar að mörður er rándýr, lygari,
ódrengur, jafnvel hrútur? Þvílík
vísun á þó ekki annað erindi í
Frostfiðrildum, sýnist mér, en að
bægja henni jafnharðan frá, vísa
henni á bug. „Þú“ (hann) þessarar
bókar er að vísu allt í senn sveitt-
ur, pirraður, reiður, hann hrýtur
stynur, rymur, hvæsir og ryður
frá sér, en hann er hlýr, hraðfleyg-
ur, þrautseigur, bjartsýnn með
ránfuglshjarta og klakamulning í
sjóðheitu blóði, svolítið hlægileg-
ur, hégómafullur, sjálfselskur,
sjálfsupptekinn milli lína (karlinn
sem veður af augum og kærir sig
kollóttan) en hann verðskuldar ást
hennar – það skilur lesandinn – og
þar er hann stærstur því lesand-
inn „veit“ frá upphafi hver ham-
ingja hennar er (þótt hún svífi) og
grátbiður með henni í lokin að
veikustu tónar hennar lifni í loft-
inu og birtist honum purpurarauð-
ir í bylnum eins og kraftaverk sem
að endingu megni að fylla bilið.
Bilið? Kannski bilið á milli þess
sem er og ekki er, milli þess sem
er og gæti orðið, milli þess sem er
og vill verða. Vísast eitthvað mjög
persónulegt. Nema hann sé í
alvöru mörður og sé bara að ljúga
því að hann ætli á jökulinn, sé bara
í klakanum á barnum? Nei.
Kvenmyndin? Svari hver fyrir
sig (og lesi bókina). Ég finn fyrir
konu sem horfir í gegnum mig,
karlkynið í mér, hlær að mér af
því ég fæ aldrei skilið ástina og
kveðskapinn, ekki eins og hún.
Ekki angistina heldur. Skáldkonu
sem búin er að leysa ráðgátuna
um eðlismun karls og konu og
glottir síðan bara eins og gamall
ærumorðingi.
Linda leikur sér að skáldamálinu,
yrkir eins og engill – þ.e.a.s. engill
með mjög kvikindislega kímni-
gáfu og næstum ókristilega löng-
un til að lauga sjálfa sig í grá-
glettnu háði – málar myndir, beitir
táknum, líkingum, vísunum, and-
stæðum ýkjum, af listfengi og
öryggi sem þó er fálmandi (vísvit-
andi), flöktandi og síleitandi með
kröfu um að ögra sjálfum sér og
sýna af sér örlitla lítilláta guð-
hræðslu gagnvart mætti orðsins
og möguleika ljóðsins, þó ekki
lotningu heldur áskorun sem oft
verður að stríðni – bæði gagnvart
„eigin“ tilfinningum og lesanda –
og þá um leið (klaka)brynju sem
lesandinn þíðir sig þyrstur inn í,
þótt yfir honum flögri þar stöðugt
illfyglið sem át heiðlóuungana hjá
Jónasi (fyrir hálfri stundu) og hóti
síðu eftir síðu að eyðileggja stemn-
inguna, eins og Bosníumaður að
segja stríðsbrandara. Andstæður í
veðri, frostið - gufan, hann - hún,
litir - hljóð, síung íslensk tunga,
skáldaleikur með lifandi orð: vak-
andi dæmi á hverri síðu.
Hélublóm í eimbaði
Listasafn Íslands tekur í dag upp
verk á næstu stórsýningu sem
safnið hefur í undirbúningi og
verður opnuð almenningi um aðra
helgi, þann 15. desember, og mun
standa uppi í Listasafninu við Frí-
kirkjuveg til 25. febrúar. Málverk-
in sem mynda þessa sýningu eru
ekki eftir neina aukvisa og eru
mörg hver svo sjálfsagðir hlutar
af evrópskum sjálfsskilningi, svo
kunnugleg augum okkar, að þau
eru eins og gamlir vinir. Sýningin
Frelsun litarins sýnir þann rót-
tæka þátt listasögu 20. aldar þegar
franskir málarar, með Matisse í
fararbroddi, leystu litinn úr viðj-
um fyrirfram gefinna gilda sem
höfðu verið ríkjandi í málverkinu.
Leysingin náði hámarki á Haust-
sýningunni í París 1905 og á árun-
um á eftir var ljóst að í málaralist-
inni höfðu opnast nýjar gáttir, þar
sem tilfinningarík túlkun og litir
innsæis og augnabliks verða ráð-
andi þáttur í allri myndhugsun og
túlkun.
Á sýningunni Frelsun litarins
munu hanga uppi verk sem ekki
hafa áður verið sýnd á Íslandi eftir
listamenn eins og Henri Matisse,
Raoul Dufy, Oskar Kokoschka,
André Lhote, Pierre Auguste Ren-
oir og Félix Vallotton. Verkin á
sýningunni eru fjölbreytt að stíl
og myndefni enda eftir marga
ólíka listamenn. Á sýningunni má
sjá landslagsmyndir, andlitsmynd-
ir, uppstillingar og módelmyndir
svo fátt eitt sé nefnt. Alls verða 52
málverk eftir 13 listamenn sýnd í
þremur sölum safnsins. Þar ber
hæst myndir Henri Matisse, en
þetta er í fyrsta sinn sem verk
eftir þennan heimsfræga málara
eru sýnd á Íslandi. Er löngu tíma-
bært að íslenskir áhugamenn um
myndlist fái að sjá verk eftir þenn-
an meistara á íslenskri grund.
Raunar hefur á þessu ári ekki
verið þverfótað fyrir sýningum
með verkum hans í Norður-Evr-
ópu. Sýningin kemur frá Fagur-
listasafninu í Bordeaux (Musée
des Beaux-Arts) og er til dæmis
um hlutverk Listasafns Íslands:
Að kynna erlenda list á Íslandi
með því að efna til stórra listsögu-
legra sýninga.
Sýningin markar upphaf mik-
illar menningarveislu sem frönsk
og íslensk stjórnvöld standa að:
hátíðar sem Frakkarnir kalla
Pourqoui-pas? – franskt vor á
Íslandi.
Mikilvægast er í sýningarhald-
inu nú í desember og fram til loka
febrúar að hér er notað tækifæri:
fjórði salurinn í safninu verður til-
einkaður Jóni Stefánssyni (1881-
1962), en hann var nemandi Mat-
isse á árunum 1908-1911. Sú sýning
er hugsuð sem viðbót þar sem má
skoða þau áhrif sem Jón varð fyrir
hjá lærimeistara sínum og þann
franska skóla sem Jón innleiddi í
verkum sínum eftir að hann kom
heim frá námi. Þessi viðbót lær-
lingsins við verk meistaranna er
ekki minnst mikilvæg okkur svo
greindir verði þræðir beint hingað
upp.
Sýningarstjóri frönsku sýning-
arinnar er Olivier Le Bihan, safn-
stjóri Fagurlistasafnsins í Bordea-
ux, og sýningarstjóri
sýningarinnar um Jón Stefánsson
er Ólafur Kvaran, safnstjóri Lista-
safns Íslands.
Meistarar og lærlingur
Danir unnu í aðalkeppninni á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Amsterdam sem lauk á sunnudags-
kvöld. Aðalverðlaunin eru kennd
við hollenska heimildamyndaleik-
stjórann Joris Ivens. Mikið umtal
var í kringum verðlaunamyndina,
Klaustrið: Herra Vig og nunnan,
enda small hún vel að mótmælenda-
uppeldi Niðurlendinga. Hr. Vig er
kominn á efri ár og vill láta draum
sinn rætast um að stofna klaustur í
kastala sem hann keypti fyrir ára-
tugum. Hann býður rússneskri
nunnureglu klaustrið með blessun
patríarkans í Moskvu. Herra Vig
vill snertingu sem minnsta milli
kynjanna, lítur á líkamleg mök ein-
ungis til æxlunar og er siðavandur
fram úr hófi. Leikstjórinn Pernille
Rose Gronkjaer stefnir nú á Sund-
ance þar sem henni er spáð góðum
líkum á vinningi.
Þetta var í nítjánda sinn sem
Alþjóðlega heimildamyndahátíðin
er haldin. Talið er að 130 þúsund
gestir hafi sótt hana heim og er það
aukning frá síðasta ári. Verðlaun
eru veitt í fjórum flokkum en gríð-
arlegt magn heimildamynda kemur
til álita fyrir hátíðina. Ivens-verð-
launin eru 12.500 evrur.
Þá unnu Danir einnig stutt-
myndakeppnina um myndir undir
30 mínútum fyrir undurfallega
mynd um tvær blindar stúlkur:
Augu mín eftir Erland E. Moe. Í
keppninni um lengri stuttmyndir
en 30 mínútur unnu þeir einnig:
Vores lykkes fjender lýsir þeim
hindrunum sem konur í Afganistan
þurfa að ryðja úr vegi til að komast
á þing.
Alexander Rastorguev, Vitaly
Mansky og Susanna Baranzhieva
fengu sérstaka viðurkenningu fyrir
hræðilega lýsingu á sumarleyfis-
gestum við Svartahafið, nöturlega
skráningu á þeim aðstæðum sem
lágstétt Rússa býr við í vodka-
drykkju sinni. We Are Together -
Thina suminye vann byrjendaverð-
launin og áhorfendaverðlaun en
hún lýsir aðstæðum munaðarleys-
ingja í Agabe.
Hátíðin í Amsterdam er mikil-
vægasta hátíð sinnar gerðar í Evr-
ópu. Íslendingar sækja hana heim
og leggja fram hugmyndir að verk-
um til framleiðslu í Forum, kynn-
ingarmarkaði, sem haldin er í
tengslum við IDFA. Þar var nú á
ferð Ólafur Jóhannesson að kynna
verk sitt um stelpustráka á Filips-
eyjum. Þeir hafa ekki átt mynd þar
í opinberum sýningum í fjölda ára.
Danir sigursælir í Amsterdam
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
skipuleggur stutta fyrirlestraröð
nú á aðventunni þar sem þýðendur
ræða um verk sem finna má í jóla-
bókaflóði ársins.
Laufey Erla Jónsdóttir starfar á
vegum stofnunarinnar og hún
útskýrir að þetta sé í fyrsta sinn
sem staðið sé fyrir slíkum fyrir-
lestrum um jólabækurnar þar á bæ.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
hefur á haustdögum einnig staðið
fyrir fyrirlestrum undir yfirskrift-
inni „Þýðing öndvegisverka“. Vel
hefur verið mætt á þau erindi og
segir Laufey gesti þar á öllum aldri
og flesta áhugafólk um þýðingar.
Hún áréttar að þýðendur hafi
almennt tekið vel í hugmyndina
enda vill það oft verða svo að vinna
þeirra fellur í skuggann, sérstak-
lega á þessum árstíma.
Silja Aðalsteinsdóttir ríður á
vaðið á morgun og spjallar við gesti
Lögbergs um Wuthering Heights
eftir Emily Brontë kl. 16.30. Wuth-
ering Heights er meðal frægustu
skáldsagna enskra bókmennta og
kemur enn út í mörgum útgáfum á
ári hverju þótt hún sé að verða 160
ára. Frásagnarháttur hennar þykir
enn nýstárlegur og persónurnar og
örlög þeirra verða lesendum
ógleymanleg. Þó var höfundurinn
tæplega þrítug prestsdóttir og pip-
armey sem fátt hafði séð og ekkert
reynt – að því er séð verður – af
þeim hamslausu
ástríðum sem
saga hennar
segir frá.
Silja mun
kynna nýút-
komna þýð-
ingu sína á
þessu klass-
íska verki
heimsbók-
menntanna
og mun
meðal ann-
ars fræða
áheyrendur um hvers vegna titill-
inn fékk að halda sér á frummálinu.
Bókin er þekkt hér á landi undir
heitinu „Fýkur yfir hæðir“ í þýð-
ingu Sigurlaugar Björnsdóttur sem
kom út árið 1951.
Á sama tíma á fimmtudaginn
mæta tveir þýðendur, Árni Berg-
mann og Ólöf Eldjárn, sem munu
ræða um reynslu sína annars vegar
af smásögum rússneska skáldins
Nikolaj Gogol og hins vegar glím-
unni við metsölubókina Undantekn-
inguna eftir Christian Jungersen.
Að rúmri viku liðinni verða fyr-
irlesararnir síðan Guðni Kolbeins-
son sem ræðir um ævintýrabæk-
urnar um Eragon eftir Christopher
Paolini og Guðlaugur Bermunds-
son sem þýtt hefur færeysku saka-
málasöguna Krossmessa eftir Jóg-
van Isaksen.
Fyrirlestrarnir fara allir fram í
stofu 101 í Lögbergi, þeir eru öllum
opnir og eru áhugasamir hvattir til
þess að mæta.
Þýðingar jólabókanna