Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.12.2006, Qupperneq 22
fréttir og fróðleikur Stjórnmálaflokkar eru nú að stilla upp listum sínum fyrir næstu þingkosningar. Þeir sem veljast til starf- ans munu standa vörð um hagsmuni Íslendinga næstu fjögur árin. Samsetning þingmannahópsins sem situr nú á Alþingi er tæpast þverskurður af hópi ís- lenskra kjósenda, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Meðal- aldur þingmanna er rúm 50 ár og meirihluti þingmanna er karlmenn. Um þriðjungur kosningabærra Íslendinga er á aldrinum 18 ára til 35 ára. Hlutfall þingmanna á þess- um sama aldri er 9,5 prósent eða sex þingmenn. Rúmur fimmtung- ur þingmanna Alþingis er kominn yfir sextugt eða þrettán þing- menn. Er það í góðu samræmi við hlutfall þess aldurshóp meðal kjósenda og tæpu prósentustigi minna en Íslendingar sextíu ára og eldri. Þingmannahópar hafa lengst af einkennst af því að þeir hafa í mjög miklum mæli verið karl- menn á miðjum aldri með tiltölu- lega mikla menntun og frekar úr efri lögum samfélagsins að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. „En það sem hefur kannski helst breyst síðustu ár og áratugi er að hlutur kvenna hefur mjög víða farið vaxandi. Gildi samfélagsins hafa breyst í þá átt að mjög margir telja nú afar mikilvægt að kynjaskiptingin sé nokkurn vegnn jöfn í kjörþing- um.“ Ólafur segir ekkert sambærilegt hafa gerst varðandi aðrar breytur og nefnir aldur sem dæmi. „Það eru engar háværar kröfur um að ungt fólk eða gamalt eigi sitt rétt hlutfall inni á þingunum. Og það hefur heldur ekki verið almenn krafa um að þing endurspegli menntun almennings eða greind- arvísitölu.“ Ólafur segir hugsanlegt að sú krafa sem sé um jafnt kynjahlut- fall á þingi geti farið að eiga við fleiri breytur en engin merki sjá- ist um það enn sem komið er. „Almenna reglan er sú að að þing endurspegli skoðanir kjósenda í gegnum stjórnmálaflokka sem hafi fjölda þingmanna í samræmi við fylgi flokkanna.“ Konur á Alþingi eru 23 eða 36,5 prósent þingmanna. Ísland er með lægsta hlutfall kvenkyns þing- manna miðað við hin Norðurlöndin sem eru þó á frekar svipuðu róli að Svíþjóð undanskildu þar sem konur eru 47,3 prósent þing- manna. Norðurlöndin eru í fremstu röð í veröldinni varðandi jafnt kynja- hlutfall í þingum að sögn Ólafs. „Meðaltal kvenkyns þingmanna á Íslandi var rúm 30 prósent í síð- ustu kosningum en er núna komið í tæp 37 prósent þar sem konum hefur fjölgað á kjörtímabilinu með tilkomu varamanna, sem sýnir náttúrulega að konur voru í varamannasætum en höfðu ekki komist í aðalsætin.“ Mikilvægt er að skoða að Ísland skiptist í tvo gjörólíka hluta varð- andi kynjaskiptinguna að sögn Ólafs. „Í þeim þrem kjördæmum sem eru á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu ár milli 40 og 50 pró- sent þingmanna yfirleitt verið konur. En svo höfum við lands- byggðarkjördæmin þrjú sem hafa mjög lengi verið langt á eftir með sárafáar konur á þingi. Í síðustu kosningum voru um 20 prósent þingmanna úr þessum þremur kjördæmum konur. Þannig að kynjamisréttið sem kemur fram í meðaltalinu byggist á tveimur mjög ólíkum hópum. Annars vegar höfuðborgarkjördæmunum þremur þar sem nánast jafnrétti ríkir milli kynja og hins vegar landsbyggðinni þar sem gríðar- mikið misrétti milli kynja ríkir. Og ef menn vilja breyta þessu þá eru það fyrst og fremst lands- byggðarkjördæmin sem eru við- fangsefnið.“ Ólafur segir ýmsar skýringar koma til greina á þessari stöðu en sú langlíklegasta sé að þetta fylgi þjóðfélagsþróuninni. „Lands- byggðarkjördæmin eru meira gamla Ísland með eldri atvinnu- vegum og eldri menningu þar sem minni áhersla var lögð á jafnrétti kynjanna. Á meðan er höfuðborg- arsvæðið nútímalegra með öðru- vísi viðhorf og stéttasamsetningu. Það eru meira einkenni nýja sam- félagsins sem gerir harðari kröfur um kynjajafnrétti.“ Þingmenn endurspegla ekki þjóðina Valdaráni hótað eina ferðina enn RV 62 20 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Postulín sem gleður – Pillivuyt 30 þúsund gestir árlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.