Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 31
Sala á óhreinu kókaíni eykst í
Bretlandi.
Breskir eiturlyfjasalar er í síaukn-
um mæli farnir að blanda kókaíni
saman við önnur, ódýrari efni til að
maka krókinn. Er efnið því orð-
heldur útþynnt þegar það berst
neytendum.
Dæmi eru um að ódýrari efni
eins og verkjalyfinu phenacetin sé
blandað saman við kókaín, en lyfið
var tímabundið bannað árið 1968
eftir að í ljós kom að það var
krabbameinsvaldandi.
Það er ekki óalgengt að hreint
kókaín sé einungis 70 prósent af
kókaíninu sem selt er á götunni. Í
Bretlandi er talið að það fari allt
niður í 30 prósent.
Kókaínneysla er hvergi talin
meiri í Evrópu en á Bretlandseyj-
um. Fimm prósent ungmenna frá
Wales og Englandi viðurkenndu að
hafa neytt kókaíns samkvæmt
nýlegri könnun. Hafði neyslan fjór-
faldast hjá ungmennum á aldurs-
bilinu 15 til 24 ára síðustu tólf ár.
Þá hafði kókaínneysla fullorðinna
þrefaldast á síðastliðnum áratug.
Vegna sívaxandi eftirspurnar
eykst kókaínsmygl til Bretlands
með ári hverju og er ýmsum
aðferðum beytt til að reyna að
koma efninu fram hjá tollgæslunni.
Dæmi eru um að menn hafi innbyrt
eitt kíló af kókaíni í plastpökkum.
Þá hafa latex-pakkar með tæpum
fjórum kílóum af kókaíni fundist
saumaðir við kviðvegg hunda.
Krabbameinsvaldandi efni í kókaíni
Bandaríkjamaðurinn David F.
Savage gekkst nýverið undir
handígræðslu eftir að hafa
misst hönd í vinnuslysi fyrir
meira en þrjátíu árum.
Það er algjört einsdæmi að jafn
langur tími líði frá því að sjúkling-
ur missir hönd sína þar til ný er
grædd á hann eins og í tilfelli
Savage.
Læknar voru því ekki á einu
máli um hvort aðgerðin myndi
heppnast eða ekki. Ekki síst í ljós
þess hversu mikið æðarnar í hand-
leggnum á Savage höfðu skroppið
saman frá því að vinnuslysið átti
sér stað.
Þrátt fyrir að vitað væri að
æðakerfi handleggsins yrði undir
miklu álagi ákváðu læknar að láta
slag standa. Alls tóku 32 læknar
þátt í að græða nýja hönd á Savage
í tveimur skurðaðgerðum sem
tóku hvorki meira né minna en 16
klukkutíma.
Savage, sem er nú undir lækna-
eftirliti og neytir tilraunalyfsins
Campath, sem á að koma í veg
fyrir að líkaminn hafni ígræddu
hendinni, sótti um ígræðslu fyrir
sex árum og stóð í málaferlum við
fyrrverandi atvinnurekanda sinn í
þrjú ár.
Savage hafði verið á biðlista í
þrjú ár áður en hentugur líffæra-
gjafi fannst. Er hann sá þriðji sem
undirgengst handígræðslu með
góðum árangri. Frá þessu er greint
á fréttavef CNN, www.cnn.com.
Ný hönd
eftir 30 ár
Dreifingaraðili , S.L.I ehf. , Sími: 866 9512
Omega 3-6-9
EPA-GLA fæst hjá:
Aftur til náttúru
Yggdrasil.