Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 68
!óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 78þúsund gestir 36þúsund gestir 40þúsundgestir 3 vikur á toppnum! MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I besta mynd besti leikar besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin 5 edduverðlaun MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á BLAÐIÐ M.M.J. kvikmyndir.com V.J.V. TOPP5.IS Þ.Þ. FBL STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR HÉR VIÐ Í STÓRBROTINNI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF. UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA Jólamyndin 2006 CASINO ROYALE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA HÁTÍÐ Í BÆ kl. 5.50, 8, 10.10 THE NATIVITY STORY kl. 6 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA PULSE kl. 10.15 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA CASINO ROYALE kl. 5, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5 og 8 HÁTÍÐ Í BÆ kl. 3.40, 5.50 og 8 PULSE kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 4 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 3.50 BORAT kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 5.40 og 8 B.I. 12 ÁRA CASINO ROYALE kl. 10 B.I. 14 ÁRA HÁTÍÐ Í BÆ kl. 6 og 8 SAW III kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6 B.I. 12 ÁRA Hljómsveitin Amiina heldur útgáfutónleika í Tjarnar- bíói á fimmtudag í tilefni af útkomu smáskífunnar Seoul. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg á næsta ári. Amiina hefur verið á tónleika- ferðalagið um Evrópu og Banda- ríkin við góðar undirtektir. Meðal annars fékk hún mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á CMJ-tón- listarhátíðinni í New York þar sem yfir 1100 hljómsveitir tóku þátt. Á heimasíðunni The Eye Online kom m.a. fram að Amiina gæti hæglega stigið úr skugga Sigur Rósar á næstunni með svipaðri frammi- stöðu og hún sýndi á tónleikastaðn- um Joe´s Pub. „Þetta gekk rosavel. Það var svaka gaman að túra sjálfar og skipu- leggja allt sjálfar. Við erum búin að túra mikið með Sigur Rós og spila á litlum tónleikum en þetta var fyrsta tónleikaferðin sem við fórum í sjálfar,“ segir María Mark- an. Hún játar að það hafi verið nokkur viðbrigði að vera allt í einu einar á báti. „Við höfum verið í heilt ár að spila fyrir hundruð þús- unda manna og það hefur gengið mjög vel. Núna vorum við á minni stöðum og það var svolítið gaman að fá meiri nálægð við áhorfendur. Það myndaðist nánari stemning og meira flæði á milli áhorfenda og okkar. Við vorum með 25 hljóðfæri á sviðinu og vorum að gera alls konar hluti sem tapast kannski á stærra sviði þegar fólk sér ekki hvað við erum að dútla,“ segir hún. Smáskífan Seoul hefur að geyma tvö lög af fyrstu breiðskífu Amiina sem er væntanleg í febrúar eða mars. Annað laganna er þó í nýrri útgáfu. Einnig er á smáskífunni lag sem verður ekki á plötunni. Um miðjan mars ætlar Amiina síðan í sex vikna tónleikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Útgáfutónleikar verða í Tjarn- arbíói fimmtudaginn 7. desember og er miðaverð 1000 krónur. Fyrrverandi eiginmaður söngkon- unnar Jennifer Lopez, Ojani Noa gefur ævisögu sína út von bráðar. Í ævisögunni er að finna nákvæm- ar lýsingar á kynlífi Jennifers og hans, ásamt lífshlaupi kappans. Jennifer höfðaði mál gegn Ojani þar sem dómari dæmdi henni í hag og bannaði Ojani að græða á frásögnum af kynnum hans við Jennifer. En allt kom fyrir ekki, Ojani lét deigan ekki síga og hefur nú leitað réttar síns annarsstaðar og útlit er fyrir að bókin komi út eftir allt saman. Nánar lýsing- ar á kynlífi Í tilraun til þess að koma vopnum af götunum hefur borgarstjórn borgarinnar Oakland í Bandaríkj- unum brugðið á það ráð að bjóða fólki alls kyns gjafir í skiptum fyrir skotvopn. Meðal þessara gjafa eru miðar á tónleika með hljómsveitinni Guns N’ Roses og miðar á körfuboltaleik með liðinu Golden State Warriors. Takmark borgaryfirvalda er að ná í rúmlega 300 byssur í nokkrum hollum, en nú þegar hefur náðst í 32 byssur, og fengu allir sem skiluðu þeim inn tónleikamiða að launum. Tuttugu skammbyssum og tólf rifflum var skilað og er nú næsta verk að koma þeim til vopnaeftirlits Bandaríkj- anna sem sér um að eyðileggja þær. Miðar í skiptum fyrir byssur Við sem lifum lífinu stöðugt bíð- andi eftir því að eitthvað nýtt komi okkur á óvart verðum sífellt fyrir vonbrigðum. En í örfá skipti á ári gerist hið ólíklega. Eitthvað ryðst inn í heim okkar úr óvæntustu átt og hljómar eins og ferskt grunn- vatn bragðast. Þannig er það með þessa sveit hér, Cansei De Ser Sexy, sem er víst portúgalska fyrir „þreytt á því að vera sexí“. Flestir þekkja sveit- ina sem CSS. Þessi sveit er frá Brasilíu og hljómar eins og ef liðsmenn Sonic Youth og Blonde Redhead væru unglingar í dag með ódrepandi áhuga á svalri klúbbatónlist á borð við !!!, M.I.A. og Goldfrapp. Þessi sex manna hópur virðist heldur ekki taka sig of alvarlega. Sveitin er aðallega mönnuð stelpum. Ein þeirra starfar undir listamanna- nafninu Lovefoxxx en aðrir liðs- menn ganga undir eigin nöfnum. Lögin eru öll með temmilega kæru- leysislegum töktum sem gerir það nær ómögulegt að vera kyrr við hlustunina. Hljómborðslínur og gítarpartar eru afbragð og Lovefoxxx hljómar merkilega svip- að og Kim Gordon úr áðurnefndri Sonic Youth. Langatöng er vel á lofti í textunum, þá aðallega gegn sýndarmennsku og tilgerð. Þetta kemur greinilega fram í lögunum „Fuckoff is not the only thing you have to show“ og „Art bitch“ sem ræðst á þá listamenn sem tapa sér í tilgerð og hroka. Það er alls ekki eins og sveitin sé að predika það yfir hlustandanum að hún séu besta sveit í heimi. Eiginlega þvert á móti, eins og kristallast í opnunar- lagi plötunnar „CSS Suxxx“. Þetta er ein af bestu plötum árs- ins vegna þess að hvert einasta lag er eins ferskt og nýkreistur ávaxta- safi. Plata sem hefur nægilegan kraft til þess að koma þér í djamm- stuð á þunnudagsmorgni. Gegn tilgerð og sýndarmennsku! Tölvuteiknimyndin Flushed Away er nú sýnd í kvikmyndahúsum en hún segir frá vandræðum snobb- uðu rottunnar Roddy sem lendir á vergangi í holræsum Lundúna eftir að honum er sturtað niður í bókstaflegri merkingu. Roddy hefur komið sér vel fyrir á fínu heimili í Kensington þar sem hann býr eins og greifi og lætur tvo þjónustuhamstra stjana við sig. Þessi þægilega veröld hans hrynur þegar holræsarottan Syd skríður upp úr baðvaskinum og ákveður að setjast að á huggulegu heimilinu. Roddy grípur strax til aðgerða og ætlar að losa sig hið snarasta við vágestinn með því að lokka hann í „nuddpottinn“ og sturta honum niður. Syd sér hins vegar við Roddy sem endar sjálfur ofan í klósettinu og skolast þaðan ofan í holræsin. Þar kynnist hann litskrúðugu undirheimasamfélagi og í Rottu- borg hittir hann Rítu sem hann fær til þess að hjálpa sér að kom- ast aftur heim svo hann geti end- urheimt konungdæmi sitt. Einvalalið leikara talar fyrir persónur myndarinnar með Hugh Jackman í aðalhlutverkinu. Kate Winslet ljær Rítu rödd sína en aðrir sem láta í sér heyra eru til dæmis Ian McKellen, Andy Serkis, Bill Nighy og Sean Reno. Myndin er einnig sýnd með íslensku tali og þar leikur Felix Bergsson Roddy. Hremmingar í holræsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.