Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 44
10 „Við mæðgurnar ákváðum að láta þann draum rætast að setja á fót antíkbúð nú í sumar. Ég var að flytja frá Danmörku og gat ekki hugs- að mér lífið án þess að hafa ein- hverja antík í kringum mig. Danir halda svo mikið upp á þetta gamla og kunna líka einhvern veginn að vinna svo huggulega úr því,“ segir Helga Salbjörg Guðmundsdóttir og bætir við hlæjandi. „Þannig að nú erum við maddömumæðgur,“ og á þar við sig og móður sína Jósef- ínu Friðriksdóttur. Þær eru báðar kennarar og segjast ekki hafa þorað annað en vera í kennslu með versl- unarrekstrinum ef hann skyldi nú ekki ganga. Þess vegna er lokað í Maddömunum á mánudögum og þriðjudögum. Þær segja verslunina hafa farið mjög vel af stað. „Mér finnst allir Sunnlendingar koma að versla hjá okkur auk Reykvíkinga og fólks héðan og þaðan af landinu,“ segir Helga glaðlega og bætir við að heimasíðan maddomurnar.com geri það að verkum að fólk geti skoðað vöruúrvalið og pantað. „Þetta er dálítið bland í poka, sem við erum með,“ segja þær og benda í kringum sig. Þar er allt frá fínum mublum, postulíni og silfri til málaðra almúgahúsgagna og emel- eraðra koppa. „Okkur skilst að við séum í lægri kantinum með verðið en það er bévíti dýrt að flytja inn. Flutningskostnaður og tollur er hvort tveggja svínslega hár en svo höfum við líka verið að taka við hlutum hér heima og selja áfram. Það finnst okkur frábært í stað þess að fólk sé að henda eigulegum munum. Hvað skyldi vera vinsælast? „Mublurnar seljast vel, bæði þær fínni og hrárri. Líka dúkar og púðar. Svo seljum við heilmikið silfur,” segir Helga og bendir á að óþarft sé að loka silfur niðri í skúffum nema á stórhátíðum heldur sé um að gera að nota það. „Hitaveituvatnið er ekkert vandamál ef fólk á uppþvottavélar því þær taka inn á sig kalt vatn svo það fellur ekki á silfrið þess vegna. Bara að passa að setja ekki of mikið af hreinsiefni,“ eru hennar heilræði. Þær mæðgur segja áberandi að fólk sé farið að sækja í gamla muni og finnist hlutirnir hjá ömmu og afa „huggó“. „Nú er minimalisminn á undanhaldi og rómantíkin á innleið aftur,“ segir Helga. „Enda eigum við ekki að hafa heimilin hörð.“ gun@frettabladid.is Rómantíkin á innleið aftur Dönsk antíkvara og annað góss fæst í verslun á Selfossi sem ber nafnið Maddömurnar. { suðurland }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.