Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 2
Freyr, kanntu einhverjar sirkuskúnstir? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL ZAFIRA DIESEL Nýskr. 07.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 69 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 1. 480.0 00- Tilboð : 1.240. 000.- Vonir standa til að samstarfssamningur um sérstakt umferðareftirlit og sjálfvirkt hraðaeftirlit verði til þess að snúa við þeirri óheillaþróun sem varð í umferðinni á síðasta ári. Þetta kom fram á fundi Ríkis- lögreglustjóra, Umferðarstofu og Samgönguráðuneytisins sem haldinn var í tilefni undirritunar samstarfssamningsins í húsa- kynnum Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í gær. Samningurinn felur í sér að á næstu tveimur árum verður sam- tals 218 milljónum varið í aukið umferðareftirlit umfram það hefðbundna sem verið hefur. Auk þess var undirritaður samningur um sjálfvirkt hraðaeftirlit. Markmið þeirra áætlunar sem samningurinn er grundvallaður á er að draga úr fjölda banaslysa og alvarlegra slysa í umferðinni. Þannig að fjöldi slysa verði ekki meiri hér á landi en gerist í þeim löndum sem náð hafa bestum árangri í umferðaröryggi. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri greindi frá því að með samningnum yrði hægt að stýra markvissara umferðareft- irliti um land allt en um hundrað milljónum verður varið í sérstakt umferðareftirlit til lögregluemb- ætta á helstu þjóðvegum landsins með áherslu á þekkta slysstaði. Þá verður fjörtíu milljónum varið í kaup á átta bifhjólum til viðbót- ar við þau sex sem nú eru í notk- un og segir Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hjólin ein öflugustu tæki sem notuð séu við eftirlit í umferðinni en þau verða öll notuð á höfuborgarsvæðinu. Nýju hjólin verða búin ratsjár- búnaði og myndavélum sem gera lögreglumönnum frekar kleift að stunda eftirlit einir. Að auki verð- ur hraðamyndavélum fjölgað, úrvinnsla sekta og tæknivinnu gerð markvissari, ratsjártækjum fjölgað um landið og ellefu önd- unarsýnamælum með meðfylgj- andi tölvubúnaði keypt fyrir lög- regluembættin. Þá verður fræðsla til tilvonandi ökumanna aukin mikið. „Þetta skiptir verulegu máli og er eitt af grundvallaratriðum til að auka umferðaröryggi,“ segir Sigurður Helgason, verkefnis- stjóri Umferðarstofu. Hann sagði að kapp yrði lagt á að ná aftur þeim árangri sem náðist hér á landi á tíunda áratugnum en þá var Ísland með einna fæst bana- slys miðað við höfðatölu í heimin- um. Bifhjól lögreglunnar með eftirlitsbúnað Samstarfssamningur um stóraukið umferðareftirlit var undirritaður í gær. 218 milljónum er varið í aukið eftirlit umfram það sem nú er. Vonast er til að þetta verði til að snúa við þeirri þróun sem varð í umferðinni á síðasta ári. Matseðlar margra leik- skóla eru ekki í samræmi við ráð- leggingar Lýðheilsustöðvar og hjá flestum leikskólum er upplýsing- um til foreldra ábótavant. Nákvæmar upplýsingar um mat- aræði barna á leikskólum eru mik- ilvægar foreldrum svo að þeir geti haft þær til hliðsjónar þegar eldað er heima og þannig séð til þess að fæða barnsins verði ekki of ein- hæf. „Á leikskólanum gefst einstakt tækifæri til að móta neysluvenjur barnanna og um leið er hægt að kenna þeim að njóta góðrar og hollrar fæðu,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræð- um við Kennaraháskóla Íslands en hún var meðal þeirra sem ritstýrðu Handbók um leikskólaeldhús á vegum Lýð- heilsustöðvar sem kom út árið 2005. Sam- kvæmt ráðlegg- ingum Lýð- heilsustöðvar er lögð áhersla á að gefa ekki ungum börnum saltríkan mat, en slík fæða er samt sem áður á borðum sumra leikskólabarna, einu sinni eða oftar í viku. Nánar um málið í sérblaðinu Heima er best sem fylgir Frétta- blaðinu í dag. Matur á leikskólum misjafn að gæðum Ný skýrsla Sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem verður kynnt í París í dag eftir langa bið, dregur upp dekkri mynd af áhrifum mannsins á hlýnun jarðar en áður hefur komið fram. Er þetta fjórða skýrslan sem nefndin gefur út síðan 1990 og búist við að hún muni hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og fyrirtækja um allan heim. Fulltrúar frá 113 ríkjum, sem fundað hafa undan- farna daga við lokagerð skýrslunnar, þurfa að sættast á hvert einasta orð í tólf til fimmtán blaðsíðna skýrslunni en búist er við að nú hafi náðst samstaða um afdráttar- lausari afstöðu gagnvart áhrifum mannsins á hlýnun andrúmsloftsins en áður hefur tekist. Samkvæmt uppkasti og nefndarmönnum mun skýrslan segja „mjög líklegt,“ sem merkir 90 prósent vissu, að loftslagsbreytingar orsakist af eldsneytis- bruna mannsins sem leiði þess að hitastig muni hafa hækkað um 1,5 til 5,8 gráður á Celsíus árið 2100. Hugs- anlega verður orðalaginu „mjög líklegt“ breytt í „nán- ast öruggt“ sem merkir 99 prósent líkur. Í skýrslunni kemur fram mat vísindamanna á ástand- inu í dag og hvernig það muni þróast en ekki eru lagðar til neinar leiðir til að bregðast við hlýnun jarðar. Maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir kynferðisbrot gegn konu. Hann var ákærður fyrir að hafa reynt að hafa mök við hana gegn vilja hennar á veitingastað fyrir þremur árum. Í dómnum segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðin- um vegna ölvunar og svefn- drunga. Niðurstaða héraðsdóms í málinu var eins árs fangelsi og var hún staðfest af Hæstarétti í gær. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Eitt ár fyrir kynferðisbrot Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumað- ur Byrgisins, mætti til skýrslu- töku hjá embætti sýslumannsins á Selfossi í gær- morgun. Skýrslu- takan stóð frameft- ir degi. Fjórar konur hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi fyrir að misnota traust þeirra meðan þær voru skjólstæð- ingar í Byrginu og stofna þannig til kynferðissambands við þær. Guðmundur hafði boðað að hann myndi leggja fram kæru á hendur einni þeirra fyrir nauðgun. Hann hafði ekki lagt fram þá kæru síðdegis í gær. Guðmundur í skýrslutöku Nokkur fjöldi mun hafa skoðað húsið á Fríkirkjuvegi 11 sem Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út klukkan þrjú í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir hópar komið á staðinn með það í huga að skoða alvarlega kaup á húsinu. Eins og fram hefur komið verður ekki eingöngu litið til þeirrar upphæðar sem menn eru tilbúnir að greiða heldur einnig til sögu hússins og þess hlutverks sem væntanlegir kaupendur ætla húsinu í framtíðinni. Fáist engin viðunandi tilboð að mati borgaryfirvalda verður húsið ekki selt. Margir skoða Fríkirkjuveg 11 Fylgi Samfylkingar hefur aldrei verið lægra á kjörtímabilinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent. Vinstri grænir eru eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi. Innan við helmingur þjóðarinn- ar styður ríkisstjórnina eftir því sem fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar, en sagt var frá þeim í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Sjálfstæðisflokkur fengi 37 prósent, Framsóknarflokkur níu prósent, Samfylking 22 prósent, Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21 prósent og Frjálslyndi flokkur- inn fengi níu prósenta fylgi. Samfylking aldrei lægri Maður var handtek- inn í Keflavík í gær, grunaður um að hafa brotist inn í íbúðarhús við Kirkjuteig og kveikt síðan í því. Eftir íkveikjuna mun maður- inn hafa stolið bíl á bifreiðaverk- stæði og keyrt á ofsahraða út í Garð. Þar höfðu lögreglumenn hendur í hári hans og að sögn Víkurfrétta var af honum bæði áfengis- og brunalykt. Maðurinn gisti fangageymslur Keflavíkur í nótt og mun hafa neitað aðild að málinu. Lögreglan á Suðurnesjum varðist allra frétta í gærkvöldi, en Víkurfréttir greindu frá. Íkveikja og bílþjófnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.