Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 50

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 50
 { Heima er best } 6 Flestir foreldar gera sitt besta til að börnin þeirra fái hollan og næringarríkan mat að borða. Samfélagið er einnig ábyrgt á þessu sviði þar sem börnin dveljast yfirleitt meira eða minna á stofnunum meðan foreldrarnir eru útivinnandi. Til að ýta undir ábyrgð leikskólastjóra á þessu sviði var árið 2005 gefin út Handbók um leikskólaeldhús á vegum Lýð- heilsustöðvar, en Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næring- arfræðum við Kennaraháskóla Íslands, var meðal þeirra sem ritstýrðu handbókinni. Markmiðið með útgáfu handbókarinnar var að starfsfólk leikskóla ætti greiðan aðgang að hagnýtum leiðbeiningum um hollustu og samsetningu fæðunnar, matseðlagerð, matreiðslu, sérfæði, hreinlæti og innkaup. Einnig var í henni kynnt ný fyrirmynd að æskilegri samsetningu máltíða sem samræmist ráðleggingum um mataræði og næringarefni. „Á leikskólanum gefst einstakt tækifæri til að móta neyslu- venjur barnanna og um leið er hægt að kenna þeim að njóta góðrar og hollrar fæðu,“ segir Anna Sigríður. „Þannig ættu matráðar og leikskólastjórar sérstaklega að huga að fjöl- breyttu fæðuvali, neyslu á grænmeti og ávöxtum og því að börnin drekki nóg af vatni. Í handbókinni er einnig fjallað sérstaklega um matarumhverfi, hvar og hvernig er borðað, hreinlæti, samsetningu og fleira, en þetta skiptir allt saman miklu máli.“ Reykjavíkurborg, eða bæjarfélög almennt, hafa lítil sem engin áhrif á hvaða matur er keyptur inn á leikskólana. Þessu stjórna matráðar í samvinnu við leikskólastjóra en Lýðheilsu- stöð hvetur stjórnendur til að móta stefnu með mataræðinu. Anna Sigríður bendir á að í handbókinni séu dæmi um heppi- lega matseðla en tekur það fram að þeir séu ekki reglugerð eða nokkuð sem ekki megi hnika frá. „Það mikilvægasta er að bera fram réttar samsetningar, fjölbreytta ávexti og grænmeti á hverjum degi. Grænmeti á reyndar að bera fram með öllum meginmáltíðum og eins er æskilegt að hafa heita grænmetisrétti inni á milli kjöt- og fiskrétta,“ segir Anna Sigríður og tekur fram að stundum krefjist það svolítillar þolinmæði að kenna börnunum gott að meta. „Sumar grænmetistegundir eru vinsælli en aðrar, en með þolinmæði er vel hægt að kenna börnum að borða margar tegundir grænmetis. Það tekur stundum lengri tíma að kynnast bragðinu af grænmeti og því má ekki hætta við þó að börnin borði ekki allt í fyrstu tilraun. Matráðurinn þarf að vita hvernig gengur að kynna ný matvæli og boðleiðir starfs- fólksins verða að vera í góðu lagi.“ Eftir að handbókinni var dreift á leikskóla borgarinnar var Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur ráðin til starfa sem ráðgjafi fyrir mötuneyti á vegum borgarinnar en Anna Sig- ríður segir það mikilvægt að faglært fólk sé í þessum störfum. „Matráðar verða að hafa annað hvort þekkingu eða mennt- un á þessu sviði og það er mikilvægt að leiðbeiningum sé fylgt eftir. Til dæmis er ákaflega þýðingarmikið að varlega sé farið með saltan og fituríkan mat. Fyrir leikskólabörn er mjög saltaður matur ekki heppileg fæða. Bragðskyn barna er mjög næmt þegar þau eru ung, bragðlaukarnir viðkvæmir og þess vegna er ekki æskilegt að nota mikið salt þegar matreitt er fyrir þau. Saltbragð er svolítið sem börnin læra inn á. Því meira af söltum mat sem haldið er að þeim, því meira salt þurfa þau til að finnast bragð af matnum og þannig getur þetta haldið áfram.“ Fréttablaðið fór á netið og skoðaði matseðla nokkurra leikskóla, en algengt er að forráðamenn setji matseðla vik- unnar á netið svo að foreldrar geti fylgst með því hvað börn- in fá að borða. Öfugt við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar er sums staðar boðið upp á mikið unnan og saltan mat. Salt- fiskur, plokkfiskur, hangikjöt og kjötfars. Nokkuð sem marg- ir kalla „heimilismat“ til aðgreiningar frá hamborgurum eða pylsum. Sólveig Eiríksdóttir, metsöluhöfundur bóka um hollt matar- æði og sérfræðingur á því sviði, segir í samtali við blaðamann að það komi sér ekki á óvart að þetta sé kallað dæmigerður „heimilismatur“ en bendir jafnframt á að við höfum öðlast mikla þekkingu á sviði næringarfræða undanfarin ár og að úrval matvæla hafi aukist gífurlega frá því sem áður var: „Þar sem árið er 2007 og úrvalið af grænmeti og ávöxtum hefur aukist til mikilla muna, ásamt því að verðið hefur lækkað, hefði ég kosið að sjá grænt salat með hverri máltíð, meira af hýðishrísgrjónum, bakaðan, soðinn eða gufusoðinn mat - ekki steiktan, ekkert sem heitir eitthvað „saltað“, að unnum kjöt- vörum sé haldið í algeru lágmarki, að pasta sé annað hvort úr heilhveiti eða spelti og svo mætti bjóða upp á soðnar rófur, brokkolí, blómkál og sætar kartöflur en ekki bara kartöflur með heitum mat. Ef byrjað væri á þessum einföldu atriðum er ég viss um að matseðlarnir yrðu mun hollari,“ segir hún og bætir því við að þetta ætti að vera mjög auðvelt þar sem þetta séu alls ekki róttækar breytingar. Anna Sigríður tekur undir orð Sólveigar um að við höfum öðlast mikla þekkingu á sviði hollustunnar undanfarna ára- tugi. „Með orðinu „heimilismatur“ er yfirleitt átt við mat sem var mikið eldaður hérna fyrir þrjátíu árum og síðan þá hefur mikið breyst. Grænmetis- og ávaxtaneysla hefur til dæmis verið að aukast hægt og rólega en enn er hún allt of lítil. Íslensk börn borða minnst af grænmeti af öllum börnum í Evrópu og því er mjög mikilvægt fyrir okkur að leggja áherslu á þetta. Börn eru fimm daga vikunnar á leikskólanum, flest frá morgni og fram á eftirmiðdaginn, þannig að þau borða morgunmat, millibita að morgni, hádegismat, kaffi og síðdegishressingu á leikskól- anum og eina máltíðin sem er eftir er kvöldmaturinn heima. Þetta segir okkur að matseðlar leikskólanna vega mjög þungt og skipta í raun meira máli en mataræðið annars staðar. Á leikskólanum er matarsmekkurinn mestmegnis mótaður og með því er verið að hafa áhrif á heilsufar barnsins í fram- tíðinni. Foreldar þurfa þó eftir sem áður líka að leggja sig fram. Til dæmis er mikilvægt að þeir fái ýtarlegar upplýsingar um hvað er á borðum í leikskólanum því það þarf að sam- ræma matinn á heimilinu svo að fæða barnsins verði ekki of einhæf. Forráðamenn leikskólanna ættu alltaf að sjá til þess að foreldrar fái ýtarlegar upplýsingar um mataræði barnsins. Hollusta snýst nefnilega ekki bara um staka máltíð heldur allt sem barnið borðar yfir daginn og samsetningu fæðunnar í heild sinni.“ margret.hugrun@frettabladid.is Hvað fá börnin okkar að borða? Svikinn héri, saltfiskur og sætindi eða hollusta í fyrirrúmi á leikskólum höfuðborgarsvæðisins? Fréttablaðið valdi af handahófi nokkra leikskólamatseðla af leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu og fékk Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur, matvæla- og næringarfræðing og ráðgjafa við mötuneyti Reykjavík- urborgar, til að gefa álit sitt á því sem boðið er upp á í hádegisverð en álit hennar byggist fyrst og fremst á þeim opinberu ráðleggingum sem koma fram í Handbók Lýðheilsu- stöðvar fyrir leikskólaeldhús frá árinu 2005. Mánabrekka: Nætursaltaður fiskur m/græn- meti og kartöflum. Soðið kjötfars með hvítkáli og kartöflum. Grjónagrautur, brauð og álegg. Fiskur í súrsætri sósu /hrís- grjónum. Bóndadagur - Þorrablót. Hér er fiskur tvisvar í viku sem er í samræmi við ráðleggingar. Ég myndi samt ekki mæla með að hafa saltfisk oft yfir árið, helst mjög sjaldan. Það er frekar óheppilegt að hafa kjötfars daginn eftir saltfisk þar sem kjötfars er einnig mjög saltur matur skv. næringargrunn- inum (www.matarvefurinn.is). Ef matvæli innihalda meira en 0,5 grömm natríum í 100 grömmum þá teljast þau saltrík (viðmið frá Mat- vælastofnun Bretlands). Í ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar kemur fram að velja ætti kjötvörur með minna en 15% fitu. Í næringargrunninum er kjötfarsið alveg á mörkunum. Kjötvörur eiga að vera merktar með næringargildismerkingu og því ætti að vera handhægt fyrir matráða að vita magn fitu í þeim kjötvörum sem þeir nota. Seinni hluti vikunnar lítur ágæt- lega út. Vonandi er grænmeti alltaf á boðstólum með hádegismatnum þó það sé ekki skrifað á matseðilinn og jafnvel stundum ávextir. Ég geri samt ráð fyrir að ávextir séu oft í boði í sérstökum ávaxtastundum, með morgunmat eða í kaffitíma. Skoða þarf hvaða þorramatur er á boðstólum á föstudeginum og mætti hann ekki vera mjög saltur þar sem það væri hreinlega allt of mikið að bjóða þrisvar sömu vikuna upp á mjög saltan mat. Grænaborg: Steiktur fiskur, salat og sósa. Kjöt í karrý. Kjötsúpa og brauð. Fiskibúðingur, kartöflur og salat. Tortillur með öllu. Þessi vika lítur vel út. Eins og áður hefur komið fram þá vona ég að það sé grænmeti og/eða ávextir með hádegismatnum alla daga vikunnar. Það er mín reynsla að ekki er alltaf allt skráð á matseðilinn sem er á boð- stólum hverju sinni. Einnig þarf að passa upp á þegar fiskmáltíðir eru, að hafa máltíðina nógu orkuríka þar sem fiskur er fremur hitaeiningasnauður og því gott að bjóða t.d. upp á mjólkurglas, fituríkari sósu, rúgbrauð með viðbiti eða eftirrétt ásamt því meðlæti sem vanalega er með fiskmáltíð. Sæborg: Baunabuff með hrísgrjónum og grænmeti. Fiskibollur með kartöflum og grænmeti. Kjötsúpa. Soðin ýsa með kartöflum og grænmeti. Pasta með grænmeti og brauði. Hér er gaman að sjá að boðið er upp á baunabuff því í ráðlegging- um Lýðheilsustöðvar einmitt mælt með að nota grænmeti-/baunarétti til tilbreytingar. Á föstudeginum er boðið upp á pasta með grænmeti og brauð en hérna vantar próteingjafa á borð við kjöt, fisk, egg eða baunir í máltíðina og ætti ekki að vera mikið mál að bæta úr því. Sjónarhóll: Soðinn fiskur, kartöflur og grænmeti. Skyr, brauð og álegg. Hakk og spaghetti. Steiktur fiskur, kartöflur, tómatar og gúrkur. Þorramatur (grjónagrautur). Ég geri engar sérstakar athugasemdir við þessa viku. Vil reyndar sjá grænmeti hvort sem það er hrátt eða soðið með hverri hádegismáltíð og það væri æskilegast að slíkt myndi koma fram á matseðlinum. Passa þarf upp á að fiskmáltíðir séu nægjanlega orku- og fituríkar og því er gott að bera fram feita sósu, mjólkurglas, rúgbrauð með smjöri eða annað hitaeiningaríkt með slíkum máltíðum. Það er mælt með því að 2-5 ára gömul börn fái á bilinu 330-390 hitaeiningar í hádegismáltíð og hlutfall fitu af heildarorku ætti að vera um það bil 30 prósent. Hjalli: Steiktur fiskur með kartöfl- um og grænmeti. Svínasneiðar með kartöflum. Plokkfiskur og rúgbrauð. Skyr og melónur. Grænmetisbuff. Aftur þykir mér gaman að sjá að boðið er upp á grænmetisbuff á föstudeginum, en auðvitað þarf að vera eitthvað meðlæti og það væri heppilegra ef það kæmi fram hvað það er. Enn vil ég ítreka að hrátt eða soðið grænmeti ætti að vera með öllum hádegismáltíðum. Á fimmtudeginum er boðið upp á skyr og melónur. Hér vona ég að það hafi gleymst að skrifa á matseðilinn fleira sem er á boðstólum, því með próteingjafa eins og skyri ætti að bjóða samhliða uppá trefjaríkt brauð, með viðbiti og áleggi eða til dæmis lifrarpylsu og/eða blóðmör. Diskamódelið, á bls. 13 í hand- bók Lýðheilsustöðvar, hjálpar til við að sýna hvernig æskilegt er að byggja upp hverja máltíð. Klambrar: Soðinn fiskur, kartöflur og hrásalat. Slátur, kartöflumús og soðn- ar rófur. Grænmetis lasagna og brauð. Grjónagrautur og slátur. Lax, kartöflur og rófur. Mér líst mjög vel á þessa viku. Það er gaman að sjá að boðið er upp á feitan fisk og svo er líka grænmetis-lasagna á boðstólum þessa vikuna. Reyndar er slátur á boðstólum tvisvar sömu vikuna og það er gott mál, en það þarf að gæta þess börnin fái kannski ekki of mikið af lifrarpylsu þar sem hún er mjög A-vítamínrík. Þegar á heildina er litið er gott að sjá að allir leikskólarnir fara eftir viðmiðinu um að vera með fisk á borðum að minnsta kosti tvisvar í viku og er það ánægjulegt. En það þarf að leggja mikla áherslu á að hafa grænmeti með öllum hádegismáltíðum og svo þarf að gæta þess að hafa saltan mat mjög sjaldan á boðstólum sem aðalrétt. „Með orðinu „heimilismatur“ er yfirleitt átt við mat sem var mikið eldaður hérna fyrir þrjátíu árum og síðan þá hefur mikið breyst.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.