Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 10
Hagsmunasamtök krabbameinsgreindra, Vonin, hafa verið stofnuð. Haukur Þorvalds- son, formaður Vonarinnar, segir að samtökin muni berjast fyrir bætt- um hag krabbameinssjúklinga. Hagsmunamál þeirra séu í ólestri því engin hagsmunasamtök krabba- meinsgreindra hafi verið til í land- inu. Krabbameinsfélögin teljist ekki hagsmunasamtök. Haukur segir að víða sé pottur brotinn. Krabbameinssjúklingar líði fyrir að fá ekki sömu eða svip- aða þjónustu innan heilbrigðiskerf- isins og aðrir sjúklingahópar. „Hópur krabbameinsgreindra stækkar ár frá ári og nú eru í land- inu um níu þúsund menn sem hafa verið greindir með krabbamein í meira en fimm ár. Við krabba- meinsgreindir teljum mikið vanta á að við fáum sömu þjónustu og aðrir,“ segir Haukur. Brýnast er, að hans mati, að taka réttindamál krabbameinsgreindra öryrkja í gegn. Haukur bendir á að stöðugt fleiri verði öryrkjar eftir því sem fleiri greinast með krabba- mein í samfélaginu. „Margir láta líka hjá líða að sækja rétt sinn til Tryggingastofnunar því að fólk hefur nóg að gera við að berjast við sjúkdóminn og lyfjameðferðirn- ar.“ Haukur telur að bæta þurfi aðstöðu fólks með krabbamein innan Landspítala-háskólasjúkra- húss. Færustu læknar og hjúkrun- arfræðingar séu þar við störf en húsnæðismálin séu fyrir neðan allar hellur. Lyfjameðferðin fari til dæmis fram í gamla hluta LSH og þar sé þröng á þingi. „Fólk situr í öllum kimum til að fá lyfjameðferðirnar sínar. Krabba- meinsdeildin er með tólf rúm á móti sjötíu rúmum hjartasjúklinga. Við liggjum á hinum og þessum deildum spítalans þegar við þurf- um að leggjast inn,“ segir hann. Endurhæfingarþjónustuna má bæta, að mati Hauks, ekki síst sál- rænu endurhæfinguna. Hann telur nauðsynlegt að byggja krabba- meinssjúklinga upp andlega eftir meðferð þannig að fólk geti notið morgundagsins. Haukur Þorvaldsson greindist sjálfur með ólæknandi krabba- mein, hið sjaldgæfa silfurfrumu- krabbamein, í mars 2005 og hefur verið öryrki frá fyrsta degi. Um fjörutíu manns mættu á stofnfund- inn. Sjö rúm fyrir krabbameins- sjúklinga Krabbameinssjúklingar líða fyrir að fá ekki sömu þjónustu og aðrir sjúklingahópar. Húsnæðismálin eru í ólestri, að mati formanns Vonarinnar. Á LSH eru aðeins sjö rúm fyrir sjúklinga með krabbamein. Ríkisútvarpið verður sent út um gervihnött í læstri dagskrá, til þess að sjómenn og fólk á strjálbýlli svæðum landsins eigi greiðan aðgang að sjónvarps- og útvarpsdagskrá RÚV. Til að geta tekið við útsending- um þarf gervihnattadisk og viðtæki með rauf fyrir aðgangs- kort að Conax-myndlyklakerfinu. Kortin munu fást hjá RÚV. Verkið var ekki útboðsskylt og er áætlaður heildarkostnaður 150 milljónir króna, næstu þrjú árin. Samningurinn var undirritaður í gær af fulltrúum RÚV, Telenor, fjarskiptasjóðs og samgönguráðu- neytis. Náist á sjónum og í strjálbýlinu Eiganda Wilson Muuga ber skylda til að fjarlægja skipið úr Hvalsnesfjöru og bera af því allan kostnað. Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fullyrtu það á Alþingi í gær. Björgvin G. Sigurðsson Sam- fylkingunni vildi svör við spurn- ingu um hver beri ábyrgð á að skipið verði fjarlægt auk þess sem hann lagði áherslu á að aðgerðum yrði hraðað því umhverfisslys væri yfirvofandi. Jónína Bjartmars kvað lög segja til um að ábyrgðin væri eigandans. Honum bæri að fjar- lægja skipið og það ekki seinna en sex mánuðum eftir strand. Jafnframt hvíldi siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð á eiganda því miklir hagsmunir væru í húfi. Þá væri þess beðið að eig- andinn greiddi þann kostnað sem þegar hefur fallið til vegna strandsins. Sturla Böðvarsson tók undir með Jónínu og sagði engan afslátt gefinn. Ábyrgðin væri eigend- ans. Sturla sá um leið ástæðu til að hvetja þingmenn til að leggj- ast ekki á sveif með útgerðar- mönnum og tryggingafélögum sem vilja víkja sér undan ábyrgð. Báðir ráðherrarnir sögðu að ef ekki vildi betur myndi ríkið sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Eigandinn ber alla ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.