Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 16
 Möguleikinn á því að Íslendingar sæju Færeyingum fyrir rafmagni var meðal þess sem til umræðu var á fundi Jóann- esar Eidesgaard, lögmanns Fær- eyinga, og Geirs H. Haarde for- sætisráðherra á miðvikudag, á fyrsta degi þriggja daga opinberr- ar heimsóknar lögmannsins til Íslands. Á blaðamannafundi að loknum viðræðum þeirra í Ráðherrabú- staðnum í Reykjavík sagði Eides- gaard þá mjög áhugasama um möguleikann á að lagður yrði raf- strengur frá Íslandi til Færeyja; það gæti dregið mjög úr þörf Fær- eyinga fyrir innflutta olíu og þar með hjálpað þeim að draga veru- lega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Ráðherrarnir sögðust þó aðeins hafa rætt þetta á almennum nótum þar sem formleg athugun á því hvernig standa mætti að slíkri framkvæmd hefði ekki farið fram. Öllu nær framkvæmd er hins vegar lagning nýs fjarskipta- strengs frá Færeyjum til megin- lands Evrópu, sem bæði Færey- ingar og Íslendingar eru að sögn ráðherranna áhugasamir um að verði einnig lagður til Íslands, til viðbótar við FARICE-strenginn. Ráðherrarnir sögðust hafa rætt öryggismál á Norður-Atlantshafi í ljósi þess að ekkert varnarlið er nú lengur á Íslandi. Þeir hefðu einnig rætt þörfina á að komið yrði upp nýrri ratsjá í stað þeirrar sem Atlantshafsbandalagið rak í grennd við Þórshöfn þar til henni var lokað nú um áramótin. Þar sem Íslendingar annast einnig loftferðaeftirlit í færeysku lög- sögunni er það að sögn ráðherr- anna gagnkvæmt hagsmunamál beggja þjóða að ratsjá verði starf- rækt í Færeyjum, í nafni öryggis á íslenska flugumferðastjórnar- svæðinu. Ráðherrarnir lögðu báðir áherslu á mikilvægi þess að fram- kvæmd Hoyvíkursamkomulags- ins svonefnda tækist vel, en svo er nefndur víðtækur fríverslunar- og viðskiptasamningur landanna sem gekk í gildi í nóvember. Báðir lýstu ráðherrarnir ánægju með nýlegan fjölþjóða- samning um síldveiðar, en þeir hörmuðu jafnframt að ekki skyldi enn hafa tekist að ná samkomulagi um tvíhliða samninga grannþjóð- anna um loðnuveiði. Ráðherrar ræddu raflögn til Færeyja Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, hóf opinbera heimsókn til Íslands á mið- vikudag með viðræðum við forsætisráðherra. Auk samninga um viðskipti, fiskveiðar, flug og siglingar ræddu þeir möguleika á að Færeyingar keyptu rafmagn frá Íslandi. Greiningardeild Félags fasteignasala telur að líflegt ár sé fram undan á fasteignamarkaðn- um. Fasteignasalar segja góðar horfur í atvinnumálum og góðan kaupmátt vísbendingu um að fast- eignaverð hækki. Að því er segir í athugunum greiningardeildar Félags fast- eignasala leiðir aukin velmegun yfirleitt til þess að fleiri fermetr- ar húsnæðis verði á hvern ein- stakling. Einnig sé lánaframboð nú meira en árið 2006. „Viðskipta- bankarnir eru almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum í fyrra,“ segir greiningardeild- in. Þá er sagt að hjöðnun verð- bólgu ásamt fyr- irhugaðri lækk- un á virðisaukaskatti á matvæli muni leiða til hag- stæðari umhverfis fyrir kaupendur fast- eigna. Mikil eft- irspurn hafi verið í janúar og sala aukist. Fasteignasalar segja mikla fólksfjölgun leiða til aukinnar eft- irspurnar. Enn hafi ekki skilað sér að fullu hækkun á verðmæti lóða og tiltekinna staðsetninga. „Sú hækkun virðist í sumum tilfellum ekki vera komin að fullu inn varð- andi notaðar eignir,“ segir grein- ingardeildin. Eina forsenduna fyrir aukinni eftirspurn segja fasteignasalar vera ört vaxandi áhuga útlendinga á að kaupa húsnæði á Íslandi. „Ekkert lát virðist á þeirri þróun,“ segir greiningardeildin sem kemst að þeirri niðurstöðu að verð fast- eigna muni á þessu ári hækka „nokkuð umfram verðbólgu.“ Spá hækkandi fasteignaverði Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ganga til íbúakosninga um deili- skipulagstillögu að stækk- aðs álvers í Straumsvík laugardaginn 31. mars. Tillagan var samþykkt með mótatkvæði vinstri grænna. Málsmeðferðarreglur vegna íbúakosninga voru samþykktar á bæjar- stjórnarfundi á fimmtudag. Regl- urnar gilda um íbúakosningar og skoðanakannanir meðal bæjarbúa. Einfaldur meirihluti þeirra sem nýta sér atkvæðisrétt sinn ræður. Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, bæjarfulltrúi vinstri grænna, segir að auglýsing á deiliskipu- lagstillögu Alcan fari nú ofan í skúffu þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. „Við erum andsnúin þessu. Við telj- um eðlilegra að kjósa um hvort það eigi að stækka álverið eða ekki,“ segir hún. Kjörstjórn Hafnar- fjarðar hefur verið falið að hefja undirbúning að kosningunni. Ákveðið hefur verið að utankjör- fundaratkvæðagreiðsla fari fram frá og með 15. febrúar. Aukabæjarráðsfundur verður í dag. Meðal annars verður rætt um orðalag á spurningunni sem borin verður upp í kosningunni. Ákveðið hefur verið að leyfa hagsmunaað- ilum að taka þátt í að móta orða- lagið. Orðalag spurningar um álver í skoðun HeilbrigðiseftirlitKjósarsvæðis ætlar að gangast fyrir ítarlegri rannsókn á lífríki og efnum í Hafravatni. Er rannsóknin gerð vegna áhuga hjá heilbrigðiseftirlitinu á að kanna þau stöðuvötn sem næst liggja þéttbýli. Að rannsókninni lokinni á að vera hægt að segja betur til álags- þol Hafravatns vegna mengunar. Stöðugt eru fleiri sem sækja úti- vistarsvæði þar sem aðgangur er að vatni og því mikilvægt að kanna áhrifin á stöðuvötn. „Hafravatn varð fyrir valinu þar sem það er á mörkum þéttbýlis og má búast við að aukinn ágangur verði umhverfis vatnið á næstu árum,“ segir í bréfi Þorsteins Nar- fasonar, framkvæmdastjóra heil- brigðiseftirlitsins, til bæjarráðs Mosfellsbæjar, sem samþykkti að taka þátt í kostnaði við verkefnið. Kanna umfang mengunar Hafðu það gott um helgina GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 Í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.