Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 11
Tekjur þeirra 10 pró- senta af íslensku þjóðarinnar sem eru fátækust hafa hækkað um 50 prósent meira árlega, á árunum 1995 til 2004, en hjá þeim fátæk- ustu í hinum OECD-ríkjunum. Þetta kom fram í fyrirlestri sem Hannes H. Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði, hélt í Háskóla Íslands í gær. Í fyrir- lestrinum sagði Hannes að tekjur þessa hóps á Íslandi hefðu hækk- að um 2,7 prósent á ári á tímabil- inu, en um 1,8 prósent að meðal- tali í hinum OECD-ríkjunum. Í fyrirlestri Hannesar kom einnig fram að kjör fátækasta fólksins væru best á Íslandi, Sviss og Noregi af OECD-ríkjunum. Hannes segir að sú ályktun sem hann dragi af þessari niður- stöðu sé sú að kjör hinna fátæk- ustu á Íslandi séu góð í saman- burði við önnur lönd og að þau hafi batnað mikið á liðnum árum. „Breytingarnar á hagkerfinu síð- astliðin 15 ár hafa minnkað ójöfn- uð meðal manna,“ segir Hannes. Að mati Hannesar er niður- staðan í fyrirlestri hans sú að íslenska leiðin, sem snýst um öfl- ugt atvinnulíf og rausnarlega vel- ferðaraðstoð án mikillar tekju- jöfnunar, sé betri leið en bandaríska og sænska leiðin. „Ég er eingöngu að benda á að það er ekki nóg að bera kjör tekjulægsta hópsins á Íslandi saman við kjör tekjuhæsta hópsins, heldur eigum við að bera kjör hinna tekju- lægstu hér á landi saman við kjör þeirra tekjulægstu í öðrum lönd- um. Þar kemur Ísland vel út,“ segir Hannes. Kjör fátækra batnað mikið Frumvarp fimm þingmanna Samfylkingar um breytingar á lögum á þann veg að lágmarksfjöldi íbúa hvers sveitarfélags yrði eitt þúsund í stað 50 íbúa eins og nú var á dagskrá Alþingis í gær. Þetta kemur fram á fréttavefnum strandir.is þar sem nánar segir að miðað sé við þriggja ára aðlögunar- tíma þannig að lágmarks- stærðin yrði þessi við næstu sveitarstjórn- arkosningar. „Erfitt er að sjá hvernig Strandir koma út úr slíkri sameiningu vegna dreifbýlis og vegalengda, því það er rétt á mörkunum að það nægi að sameina til dæmis allt héraðið og Reykhólahrepp svo dæmi sé tekið,“ segir á strandir.is Dygðu ekki í eitt sveitarfélag Breska lögreglan sendi niðurstöður tveggja mánaða rannsóknar á dauða rússneska njósnarans fyrrver- andi, Alexanders Litvinenkos til saksóknara á miðvikudag, sem mun út frá þeim ákveða hvort einhver verði ákærður í málinu. Lögreglan neitaði að gefa upp hvort einhverjir grunaðir væru nefndir en slíkar niðurstöður eru yfirleitt ekki birtar fyrr en lögreglan telur sig hafa afdráttar- lausar vísbendingar um sekt, að sögn fulltrúa hjá saksóknara. Litvinenko, sem lést af völdum eitrunar af geislavirku efni í nóvember, sakaði á dánarbeði sínum rússnesk stjórnvöld um að standa á bak við eitrunina. Mál Litvinenkos til saksóknara Vi› vitum ekki hver flú ert ... ... nema flú notir Au›kennislykilinn Á næstu vikum ver›ur notendum gert skylt a› nota Au›kennislykilinn vi› innskráningu í banka á Netinu. Nánari uppl‡singar um Au›kennislykilinn eru a› finna á www.audkenni.is e›a hjá næsta banka e›a sparisjó›i. Trygg›u flér aukna vernd í bankavi›skiptum á Netinu – taktu Au›kennislykilinn strax í notkun. Au›kennislykillinn er samstarfsverkefni allra banka og sparisjó›a á landinu sem mi›ar a› auknu öryggi vi› notkun banka á Netinu. Allir notendur fá lykilinn sendan heim í pósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.