Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 103

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 103
 Arsenal er komið í úrslita- leik enska deildabikarsins eftir 3- 1 sigur á Tottenham í framlengd- um seinni undanúrslitaleik liðanna. Úrslitaleikurinn verður gegn Englandsmeisturum Chelsea og fer fram í Cardiff 25. febrúar. „Það er frábært að sjá svona unga leikmenn vinna vel út úr press- unni og klára svona stóran leik. Þeir eru allir staðráðnir í að ná langt og ég er mjög stoltur af því sem þeir hafa afrekað hingað til,“ sagði Arsene Wenger. „Þetta lið hefur verið fimm ár í þróun og þetta eru bestu ungu leikmennirn- ir sem ég hef nokkurn tímann unnið með,“ sagði Wenger enn- fremur og þetta eru stór orð fyrir stjóra sem er orðinn goðsögn í lif- andi lífi fyrir vinnu sína með ungum knattspyrnumönnum. Úrslitaleikurinn við Chelsea er fram undan og Wenger ætlar ekk- ert að breyta neinu þó að titilinn sé í boði. „Ég mun reyna að finna rétta blöndu á milli ungra og reyndari manna eins og hingað til,“ sagði Arsene Wenger eftir að Arsenal tryggði sér sæti í úrslita- leik enska deildabikarsins. „Þeir sem ekki hafa spilað í keppninni til þessa munu ekki spila úrslita- leikinn. Úrslitaleikurinn er verð- laun fyrir þá sem komu okkur þangað,“ bætti Frakkinn snjalli við en Thierry Henry, markahæsti leikmaður og fyrirliði liðsins, hefur ekki spilað í deildabikarn- um á þessu tímabili. Wenger var þó ekki alveg tilbúinn að svara því með hundrað prósent öryggi að hann myndi ekki nota Henry í úrslitaleiknum. „Við verðum að bíða og sjá til hver staðan á leik- mannahópnum verður og hvort það verði mikið um meiðsli í hans stöðu,“ sagði Wenger en deildabik- arinn er eina keppnin sem hann hefur ekki unnið í enska boltan- um. Ætlar ekki að nota Henry í úrslitaleiknum Kobe Bryant átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers vann 111-98 sigur á gömlu erkifjendum sínum í Boston í fyrrinótt. Bryant kom aftur inn í Lakers-liðið eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Manu Ginobili í leik gegn San Antonio Spurs. „Þegar þú missir af leik þá kemur þú til baka uppfullur af orku. Ég var mjög spenntur fyrir að spila á ný,“ sagði Bryant sem skoraði 43 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í leiknum. Í lok leiksins kölluðu áhorfendur „MVP“ ítrekað honum til heiðurs en það stendur fyrir mikilvægasti leikmaðurinn sem eru merkileg- ustu einstaklingsverðlaunin sem leikmaður getur unnið til í NBA- deildinni. Bryant, sem er á sínu 11. ári í deildinni, hefur aldrei hlotið þau en hann hefur skorað 28,4 stig og gefið 5,5 stoðsending- ar að meðaltali í vetur. Sýning hjá Kobe Bryant LeBron James hefur bæst í hóp með köppum eins og Shaquille O´Neal og fleirum sem hafa þurft að glíma við támeiðsli. James hefur hvílt tána í tveimur af síðustu þremur leikjum Cleveland og hefur jafnframt hagað æfingum þannig að táin hefur fengið smá hvíld. „Ég vona að hún verði ekki til trafala en ég held samt að svo verði þróun mála,“ sagði James og bætti við: „Þetta er svipað og maður fær framan á fingurinn eða tognar á ökkla. Þetta eru meiðsli sem þú þarft að lifa með og ná ekki að lagast að fullu fyrr en eftir tímabilið.“ Táin til trafala í allan vetur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af alvarleika þeirra meiðsla sem Ashley Cole varð fyrir í 3-0 sigri Chelsea á Blackburn í vikunni. „Hann er að drepast í hnénu og þar sem hann getur ekki stigið í fótinn hlýtur þetta að vera alvarlegt. Við verðum að bíða í nokkra daga til þess að vita nákvæmlega hvað er að en svona meiðsli enda vanalega á aðgerð og ég óttast því það versta,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Chelsea- liðið hefur verið meiðslahrjáð síðustu mánuðina en sem betur fer fyrir Mourinho er von á varnarmönnunum Khalid Boulahrouz og John Terry aftur inn í liðið á næstunni. Mourinho ótt- ast um Cole Hægt er að kaupa símann í verslunum Símans eða á vefversluninni á siminn.is Sony Ericsson Z530i 14.900 Verð aðeins: kr. Kauptu þér glæsilegan Z530i farsíma eða skráðu þig í 0 kr. innan fjölskyldunnar og þú gætir átt lúxussalinn! Einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og getur unnið forsýningu í lúxussal fyrir allt að 28 manns á hina frábæru gamanmynd Music and Lyrics með Hugh Grant og Drew Barrymore. Dregið verður 15. febrúar. Nánari upplýsingar á siminn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.