Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 106
 Danir og Pól- verjar áttust við í æsi- spennandi viðureign í undanúrslitum heims- meistaramótsins í Þýskalandi í gær. Rétt eins og í hinum undan- úrslitaleiknum þurfti að tvíframlengja leikinn. Pólverjar keyrðu svo yfir Dani á síðustu mínútum seinni framlengingar- innar og unnu sætan sigur, 36-33. Pólverjur stjórnuðu leiknum lengst af í venjulegum leiktíma. Danir létu hins vegar aldrei segj- ast og undir lokin tókst þeim að jafna metin og áttu meira að segja möguleika á því að gera út um leikinn. Pólverjar gáfust hins vegar ekki upp, jöfnuðu leikinn sem var þá framlengdur. Þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri framlengingunni höfðu Pólverjar eins marks forystu en misstu svo mann af velli vegna brottvísunar. Danir jöfnuðu metin tvívegis á lokamínútunum í kjöl- farið. Pólverjar áttu hins vegar lokasókn framlengingarinnar en misstu marks. Danir komust yfir snemma í síðari framlengingunni, 31-30 en fóru illa að ráði sínu eftir það. Klaufaleg mistök kostuðu þá dýr- mætar sóknir og Pólverjar skor- uðu fyrir vikið næstu þrjú mörk- in. Þeir dönsku náðu að vísu að minnka muninn en Pólverjar héldu ótrauðir áfram og tryggðu sér að lokum þriggja marka sigur, 36-33. Vonbrigði frænda okkar því mikil, svo skömmu eftir þá gríðar- miklu gleði sem greip dönsku þjóðina eftir sigurinn á Íslandi í fjórðungsúrslitum. Pólland og Þýskaland eigast því við í úrslitum HM en Danir og Frakkar í leik um bronsið. Ítalski knattspyrnumað- urinn Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við AC Milan til ársins 2011. Það þykir því líklegt að Gattuso muni ljúka ferli sínum á San Siro en hann er nú 29 ára gamall. Hann hefur verið hjá AC Milan síðan 1999. Fyrr í vikunni samdi hinn hollenski Clarence Seedorf við Milan til ársins 2011. Framlengir samning sinn Samningur Javier Saviola við Barcelona rennur út í sumar en forseti félagsins, Juan Laporta, hefur ekki áhyggjur af framtíð hans. Saviola hefur farið á kostum með Barcelona undan- farið í fjarveru Samuels Eto‘o og Lionels Messi. Hefur hann haldið Eiði Smára Guðjohnsen úr byrjunarliðinu undanfarið. „Ég er gífurlega ánægður með þau mörk sem Saviola hefur skorað. Hann reynist alltaf vel þegar mest á reynir. Við erum ánægðir með hann og ég óttast ekki að hann fari í sumar, þótt hann óski þess. Verði hann áfram hjá Barca verður það vegna þess að hann langar til þess sjálfur.“ Ánægður með Saviola John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea, hefur náð sér af meiðslum sínum og verður með liðinu um helgina er liðið mætir Charlton. Jose Mourinho viðurkenndi að hans hafi verið sárt saknað undanfarn- ar vikur. „John Terry er okkur mikil- vægur leikmaður. Við höfum saknað hans og er mikilvægt að hann sé orðinn klár í slaginn, sérstaklega nú þegar við höfum misst marga leikmenn vegna meiðsla.“ Verður með um helgina Iceland Express deild karlaPólland áfram í úrslitaleikinn Grindavík hefndi taps- ins í undanúrslitum bikarsins með því að vinna öruggan tólf stiga sigur, 81-93, á ÍR í Seljaskólanum í gær. Grindvíkingar mættu grimm- uir til leiks og voru greinilega í miklum hefndarhug. Þeir unnu frákastabaráttuna og sóttu grimmt á ÍR-inga. Grindavíkurliðið fór kannski óvanalegar leiðir að þessu því liðið skaut aðeins þremur þriggja stiga skotum í seinni hálf- leik og skoraði ekki þrist fyrr en eftir 25 mínútur. ÍR-liðið mátti lítið við því að missa Hreggvið Magnússon út af eftir aðeins sex mínútna leik. Hreggviður varð fyrir meiðslum aftan í læri í bikarleiknum á sunnudaginn og þau meiðsli tóku sig upp strax í upphafi leiks. Hreggviður yfirgaf völlinn í stöð- unni 16-12 fyrir ÍR og þrettán min- útum seinna þegar liðin gengu til hálfleiks voru Grindvíkingar komnir tíu stigum yfir, 37-47. Í seinni hálfleik komu ÍRingar muninum niður í sjö stig en kom- ust ekki nær og leikurinn var búinn þremur mínútum fyrir leikslok þegar munurinn var kom- inn upp í 21 stig, 66-87. ÍR-liðið bjargaði andlitinu í lokin en það er áhyggjuefni fyrir Breiðhyltinga ef að þeir eru komnir með hugann við bikarúrslitin strax því liðið er langt frá því að vera öruggt inn í úrslitakeppnina. „Menn lögðust á eitt að breyta nokkrum áherslum frá því í síð- ustu leikjum og það virkaði. Það er leiðinlegt að segja það að það þurfi tap í undanúrslitunm í bikar til þess að vekja okkur en kannski var það þannig. Við vorum með bikar- leikinn en svo byrjuðum við að verja boltann og hættum að sækja. ÍR-ingarnir gengu á lagið og stálu þeim leik frá okkur. Í þessum leik héldum við okkar striki, keyrðum upp hraðann og vorum grimmir allan leikinn,“ segir Páll Axel, fyr- irliði Grindavíkurliðsins sem von- ast til að þessi leikur sé boðberi þess sem koma skal hjá liðinu. „Við höfum verið að spila mjög illa og það er það sem þurfum fyrst og fremst að laga. Við leggjum aðalá- hersluna núna á það að koma nýjum manni inn og vera komnir á réttan kjöl þegar í úrslitakeppnina er komið,“ segir Páll Axel sem vill sjá meira frá liðinu en í undanförnum leikjum. „Við höfum verið að spila langt undir getu. Við byrjuðum tímabilið á að spila mjög vel með hraðan og skemmtilegan bolta en síðan stoppaði það og við fórum að spila hægan og leiðinlegan bolta. Við höfum verið að vinna í þessum hlutum og erum að reyna að setja líf í þetta aftur,“ sagði Páll Axel að lokum. Páll Axel Vilbergsson geymdi þriggja stiga sýninguna sína þang- að til í seinni hálfleik þegar hann setti fimm þrista niður en framan af leik lögðu Grindvíkingar upp með að fara inn í teig með góðum árangri. Páll Axel endaði leikinn með 25 stigum þar af komu 19 þeirra í seinni hálfleik. Grindvík- ingurinn Calvin Clemmons var ill- viðráðanlegur inn í teig og endaði leikinn með 23 stig og 15 fráköst. Nýi bandaríski leikmaðurinn Jon- athan Griffin reyndi mikið og skil- aði 25 stigum en 20 skot og 8 tap- aðir boltar var kannski of mikill fórnarkostnaður fyrir þau stig. Nate Brown var aðalmaður í liði ÍR og barðist eins og ljón allan leikinn. Aðrir voru langt frá sínu besta og þurfa að gera betur ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Grindavík hefndi tapsins í undanúrslitaleiknum með því að vinna ÍR-inga á þeirra eigin heimavelli. ÍR- ingar misstu Hreggvið Magnússon meiddan af velli og virtust vera komnir með hugann við bikarúrslitin. Það fór eins og flestir bjuggust við á Ásvöllum í gær og Keflvíkingar sóttu bæði stigin úr viðureign sinni gegn Haukum. Keflavík vann 95-70 sigur á úti- velli og er liðið því komið með átján stig í fimmta sæti deildar- innar. „Við höfum spilað illa í vetur og eins og staðan er í dag þá erum við miðlungslið sem ætlar að toppa á réttum tíma. Við stefndum á að fara í gang í þessum leik og spiluð- um vel. Við fengum mörg stig á okkur í byrjun en löguðum vörn- ina svo sannarlega í seinni hálf- leik,“ sagði Sverrir Sverrisson, leikmaður Keflavíkur, eftir leik. Það voru tíu stig sem skildu liðin að fyrir þennan leik en Haukar voru í næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa nauðsyn- lega að fara að ná sér í stig. Kefl- víkingar mættu án bandarísks leikmanns í leikinn í gær og því væntanlega einhverjir Hafnfirð- ingar sem voru bjartsýnir á að ná fram óvæntum úrslitum. Haukar byrjuðu leikinn betur en Keflvíkingar voru alltaf á hælunum á þeim í fyrsta leikhluta og staðan 29-28 að honum loknum. Keflavík náði tökum á leiknum í öðrum leikhluta en Wayne Arnold í liði Hauka sá til þess að forysta gestanna var aðeins sex stig í hálf- leik. Í seinni hálfleik náðu Keflvík- ingar fram góðum varnarleik og náðu tökum á leiknum. Sigur þeirra var aldrei í hættu, þeir voru einfaldlega betri, náðu öruggri forystu og virtist sigur þeirra heldur fyrirhafnarlítill. „Við höfðum gaman af hlutun- um í þessum leik og við spiluðum vel sem lið. Það vantaði menn í okkar lið og við vissum að þetta yrði hörkuleikur enda Haukar í mikilli baráttu á botninum. Nú þarf bara að halda þessu áfram,“ sagði Sverrir en Sebastian Hermenier var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig, þar af 18 í fyrri hálfleik. Fyrirhafnarlítill sigur Keflvíkinga á Haukum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.