Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 6
„Ungum drengj- um stafar hætta af tölvuleikja- fíkn, mikilvægt er að fleiri úrræði séu í boði fyrir þennan hóp því sjálfsvígshótanir og sjálf- vígstilraunir eru mjög algengar meðal þeirra sem þjást af þessari fíkn,“ segir Eyjólfur Örn Jóns- son, sálfræðingur sem mikið hefur fjallað um netfíkn. Unglingspiltur missti stjórn á sér eftir að foreldrar hans höfðu brugðið á það ráð að segja upp netáskrift til að reyna losa hann úr tölvunni. Svo harkalega brást drengurinn við að kalla þurfti til lögreglu. Eyjólfur segist hafa heyrt af fjölda svipaðra tilfella í starfi sínu. Nú sé svo komið að stærsti hópur þeirra sem leita sálfræði- hjálpar hjá honum séu ungir menn sem misst hafa stjórn á lífi sínu vegna tölvuleikjanotkunar. „Það er engin spurning að hægt er að tala um netfíkn. Tölvu- leikjafíknin er stærsti angi henn- ar og orðið stórt og mikið vanda- mál þótt engin úrræði séu til hér á landi við henni,“ segir Eyjólfur. Hann vísar því á bug að tal um tölvuleikjafíkn sé í ætt við þá umræðu sem til dæmis hefur skapast um sjónvarpsefni og jafnvel bókalestur. Margir af þeim stóru leikjum sem eru vin- sælir eru til þess gerðir að fólk ánetjist þeim. Þeir sem eru í hvað mestri áhættu eru ungir velgefn- ir menn sem ekki hefur gengið vel í félagslífi og leita spennu í tölvuleikjum. „Þegar spilað er á netinu skuldbindur maður sig við aðra spilara og eignast því líf þar sem maður getur stjórnað betur en því raunverulega. Það getur svo orðið til þess að áhuginn dofn- ar á því sem raunverulegt er,“ segir hann og bætir við að þó afleiðingar þessarar fíknar séu ekki líkamlegar fylgi henni mikil andleg stöðnun. Félagslegur þroski sé oft langt undir því sem eðlilegt er og tengsl við samfé- lagið slæm. Eyjólfur segir skort á úrræð- um vegna þessarar fíknar mikinn og bendir á að meðferðarstofur hafi meðal annars verið opnaðar í Bandaríkjunum og Hollandi sem taki á þessari fíkn. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir Barna- og unglingageð- deildar, segir að í flestum tilfell- um sé tölvunotkun þeirra barna sem eru skjólstæðingar BUGL, ein og sér ekki sérstakt vanda- mál heldur blandist hún öðrum svo sem kvíða og þunglyndi. Erf- itt sé að segja til um hvort tölvu- leikirnir séu orsökin eða afleið- ingin í ferlinu. Vel gefnir strákar tölvufíkn að bráð Sálfræðingur segir að ungum piltum stafi sérstaklega hætta af nettölvuleikj- um. Hann segist vita um fjölda tilfella þar sem þurft hafi aðstoð lögreglu til að losa börn úr tölvum. Ungir tölvuleikjanotendur þarfnist hjálpar í miklum mæli. „Mikilvægt er að fleiri úrræði séu boði fyrir þennan hóp því sjálfsvígshótanir og sjálfvígstilraunir eru mjög alengar meðal þeirra sem þjást af þessari fíkn.“ Vilt þú að evran verði tekin upp hér á landi? Ert þú með yfirdrátt? Bann við reyking- um á opinberum stöðum tók gildi í Frakklandi í gær, en það er talið munu geta breytt ímynd landsins sem þekkt er fyrir reykfyllt kaffi- hús og fílterlausar keðjureyking- ar. Hinar 15 milljónir reykinga- manna í Frakklandi eiga nú á hættu að verða sektaðir kveiki þeir í vindlingi á vinnustöðum, í skólum, flugstöðvum, sjúkrahús- um og öðrum opinberum stöðum innandyra. Yfir 175.000 útsendarar heil- brigðisráðuneytisins hafa umboð til að sekta þá sem eru staðnir að því að hlíta ekki banninu um sem svarar 6.000 krónum og yfirmenn á vinnustöðum, sem láta slík brot óátalin, um sem svarar 12.000 krónum. Eftir ár mun bannið einnig ná til veitinga- og vínveitingahúsa. Frönsk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim, sem hættir að reykja endurgreiðslu á útgjöldum fyrir níkótíntyggjói og öðrum slík- um hjálpartækjum upp á sem svarar 4.500 krónum á ári. „Við erum að byrja upppsteypu á húsinu fyrir alvöru og þetta er fyrsti áfanginn í því,“ segir Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar- verkefnis hjá ÍAV. Í gær voru steyptir eitt þúsund rúmmetrar af botnplötu tónlistar- og ráðstefnu- hússins. Frá því klukkan sex um morguninn var 130 steypubílum ekið í húsgrunninn. Um einn sjötti hluti botnplötunnar var steyptur í gær. „Við verðum að steypa upp húsið næstu fjórtán til fimmtán mánuði. Allan þann tíma þurfum við að jafnaði að hella úr einum steypubíl á hverjum klukkutíma,“ segir Sigurður. Steyptu þúsund rúmmetra í gær Viðskiptaráðherra greindi í gær frá samkomulagi sem viðskiptaráðuneytið hefur gert við Alþýðusamband Íslands, Neytendasamtökin og Neytenda- stofu um eftirfylgni með aðgerð- um ríkisstjórnarinnar til lækkun- ar á matvælaverð. Tollalækkanir og lækkun á virðisaukaskatti á matvöru, tekur gildi 1. mars, og eiga þær aðgerðir leiða til 14 til 16 prósenta lækkunar á matavælalið vísitölu neysluverðs. Með því er ætlunin að matvælaverð hér á landi sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. „Það er mikilvægt að almenningur sé vakandi með okkur í þessu máli og fylgist með verðinu,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samkomulag um eftirfylgni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir frumvarp um breytingar á samkeppnislög- um vera gegn málfrelsi og skoðanafrelsi. Hann segir þann þátt frum- varpsins sem snýr að starfsemi fyrirtækja sé um margt mjög sérstakur og ef það verði að lögum yrði það mjög heftandi fyrir starfsemi samtaka í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Í frumvarpinu, sem liggur fyrir á Alþingi, er gert ráð fyrir nýjum og að einhverju leyti hertum refsiheimildum. Samkeppnislög gegn málfrelsi Seðlabanki Evrópu ætti að gera meira til að hindra ólöglega áframsendingu persónu- upplýsinga úr bankamillifærslu- kerfinu SWIFT til bandarískra yfirvalda í nafni hryðjuverka- varna. Þennan úrskurð kvað Persónuvernd Evrópusambands- ins (EDPS) upp í gær. Peter Hustinx, yfirmaður EDPS, sagði Seðlabanka Evrópu verða að axla ábyrgð sem aðili að eftirlitsnefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að SWIFT-fyrirtækið fari að gildandi evrópskum lögum um persónu- vernd. Hann sagði ekki hægt að una við þann „leynilega, reglu- lega og víðtæka aðgang“ sem bandarísk yfirvöld fengju að bankaupplýsingum Evrópubúa í gegn um SWIFT. Of miklu miðlað vestur um haf Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað að veitingastaðnum Caruso í fyrradag eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að mikinn reyk legði frá matsölustaðnum. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn ásamt sjúkrabíl og lögreglu. Þegar þeir komu á staðinn kom hins vegar í ljós að starfsmenn Caruso höfðu einungis verið að kveikja á pitsuofni staðarins og reykurinn því eðlilegur. Jose Garcia, eiganda Caruso, fannst málið fremur skondið. „Ég sá slökkviliðsbílinn fyrir utan og fór bara að hlæja og hugsaði með mér hvað þessir vitleysingar væru að gera þarna. Það var bara verið að kveikja á pitsuofninum og þá kemur svolítill reykur upp um strompinn.“ Var að kveikja á pitsuofni Tillögur starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði til að fara yfir stöðu svifryksmeng- unar og möguleika til úrbóta voru gerðar opinberar á fréttamanna- fundi á Akureyri í gær. Á fundinum upplýsti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra að unnið verði gegn svifryksmeng- uninni með fræðslu og efnahags- legum og skipulagslegum leiðum í stað boða, banna eða strangra við- urlaga. Starfshópurinn telji til dæmis ekki raunhæft að banna nagladekk miðað við þær marg- breytilegu aðstæður sem við er að glíma í vetrarakstri á Íslandi. Tillögur starfshópsins eru m.a. þær að takmarka beri notkun nagladekkja með efnahagslegri hvatningu og kynning á ónegldum vetrardekkjum verði aukin. Fræðsla í stað boða og banna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.