Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 97
Skífan á Laugavegi státar væntan- lega af bestu starfsmannahljóm- sveit sem til er. Hana skipa meðal annars Lovísa Elísabet Sigrúnar- dóttir, betur þekkt sem Lay Low, plötusnúðurinn Gísli Galdur, sem einnig spilar með Trabant, Bene- dikt Freyr Jónsson eða DJ B-Ruff, og söngkonan Lára Rúnarsdóttir. Níu manna sveitin, sem hlotið hefur nafnið SKLA, leggur land undir fót í dag og treður upp á ísfirska kaffihúsinu Langa Manga í kvöld. „Ég er víst bossinn og þarf að fara með þau í starfsmannaferð,“ sagði verslunarstjórinn og Vest- firðingurinn Halldór Gunnar Páls- son. „Við spilum á Langa Manga og svo ætlum við að fara á þorra- blót á Flateyri og skemmta okkur. Tónleikarnir eru svona bónus, svo þetta standi undir kostnaði,“ sagði Halldór kíminn. Hljómsveitin varð til fyrir starfsmannagleði á vegum Skíf- unnar. „Við áttuðum okkur á því að allir sem voru að vinna hérna voru í einhverjum hljómsveitum og að spila úti um allt. Svo við tróðum upp þar og þetta verður gigg númer tvö,“ útskýrði Halldór, sem segir fátt betur til þess fallið að hrista starfsmannahóp saman en að stofna hljómsveit. „Ég skora bara á önnur fyrirtæki að reyna þetta,“ sagði hann. Nafngift hljómsveitarinnar lá beint við, að sögn Halldórs. „Inni í kerfinu hjá okkur er þetta skamm- stöfun fyrir Skífuna á Laugavegi, svo það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ sagði hann. Starfsliðið mun hópast inn í rútu í dag og keyra sem leið liggur á Flateyri, þar sem góðvinur Hall- dórs hefur lofað höfðinglegum móttökum. Þó er ekki alveg allt klappað og klárt, því enn á eftir að úthluta eina starfsmanninum sem ekki spilar á hljóðfæri eða er við- riðinn tónlist hlutverki. „Það er búið að prófa ýmis- legt,“ sagði Halldór hlæjandi. „Við höfum reynt tambúrínu og tromm- ur og söng. Hún kemst ekkert undan því að spila samt. Við látum hana ekki sitja eina úti í sal, það er ekki hægt í svona hópferð,“ sagði hann. Starfsmannahljómsveit Skífunnar stjörnum prýdd The Flaming Lips, Kasabian, Soul- wax og Metric eru á meðal þeirra hljómsveita sem hafa hannað eigin stuttermaboli fyrir erótíska tíma- ritið Playboy. Bolirnir verða sýndir á sex blaðsíðum í tónlistartengdri útgáfu Playboy sem kemur út í mars. Bolirnir verða síðan seldir í sumar í takmörkuðu upplagi og mun allur ágóði renna til hjálpar- samtaka sem berjast gegn alnæmi. Stutterma- bolir fyrir Playboy Ný plata með Nick Drake er vænt- anleg í sumar og mun hún heita Family Tree. Á plötunni verða sjaldheyrð lög eftir Drake auk laga sem hafa aldrei komið áður upp á yfirborðið. Heimildarmynd um Nick Drake verður jafnframt frum- sýnd á South by Southwest hátíð- inni hinn 17. mars. Nefnist hún A Skin Too Few: The Days of Nick Drake. Á hátíðinni verður einnig umræðufundur um Nick Drake þar sem systir hans Gabrielle, fyrrverandi upptökustjóri hans John Boyd, Paul Weller og Robert Kirby munu flytja erindi. Nick Drake, sem er þekktur fyrir lágstemmda kassagítartón- list sína, lést árið 1974 aðeins 26 ára að aldri eftir að hafa tekið inn of stóran lyfjaskammt. Hann barð- ist við þunglyndi og svefnleysi alla sína ævi og endurspeglaðist það víða í textum hans. Drake gaf út þrjár hljóðvers- plötur á ævi sinni sem fengu litla athygli. Hafa vinsældir hans aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Nick Drake snýr aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.