Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 19
*miðað við tollgengi Evru í febrúar 2007 „Ég held að enginn hafi gert sér grein fyrir því hvað það er stutt í það að Örfirisey taki ótrúlegum breytingum,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, for- maður starfshóps um framtíð Örfiriseyjar. Þyrping ehf. vill reisa íbúða- byggð fyrir 4.500 manns á 25 hektara landfyllingu út af Ána- naustum í Örfirisey. Oddur Víðis- son, framkvæmdastjóri Þyrping- ar, segir það mundu svara mikilli eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík, ekki síst við sjávarsíðuna. Á svæðinu, sem nefnt verði Hólmar, verði bæði fjölbýlishús og sérbýli. Gert verði ráð fyrir lóðum fyrir skóla, íþróttaaðstöðu, sundlaug og ann- arri þjónustu. „Með skipulagi í Hólmum verður leitast við að skapa sem best veðurskilyrði og tryggja gott útsýni. Áætlað er að mynda sjávarlón með flóðgáttum sem halda vatnsborði stöðugu svo ekki gæti flóðs og fjöru. Aðgengi að sjó verður óheft. Bílastæði íbúa verða að mestu neðanjarðar og net gangstíga mun tryggja gönguleiðir sem ekki liggja yfir umferðargötur,“ segir í greinar- gerð Þyrpingar sem vonast til að geta hafist handa innan tveggja ára. „Frumkvæði Þyrpingar sýnir að það eru fjölmargir sem hafa áhuga á að koma að þessari upp- byggingu,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, sem undirstrikar þó að framtíðarskipulag Örfiriseyj- ar allrar sé í skoðun og ekkert hafi verið ákveðið. Fleiri en Þyrp- ing hafi óformlega lýst áhuga á að koma að uppbyggingunni. Örf- irisey sé einstök og ekki megi klúðra verkefninu. Björn Ingi segir að hluti und- irbúningsins sé að kynna sér hvernig best hafi verið staðið að uppbyggingu á sambærilegum svæðum annars staðar í heimin- um. Tveir menn hafi í síðustu viku farið í kynnisferð til Kaup- mannahafnar og Árósa. Fleiri skoðunarferðir til útlanda sé áætlaðar. „Við erum í sambandi við fjöl- marga erlenda ráðgjafa og hug- myndin er að efna hér til alþjóð- legrar ráðstefnu um skipulag eyjarinnar og framtíð hennar,“ segir Björn Ingi. Miklir olíutankar eru í Örfiris- ey. Björn Ingi segir öryggi þeirra og framtíð til skoðunar hjá hópi sérfræðinga. Þá þurfi að hyggja vel að burðargetu núverandi gatnakerfis og bregðast við ef úrbóta sé þörf. „Það greinilegt að það er allt á fleygiferð í skipulagsmálum í Örfirisey og það er fínt,“ segir Björn Ingi. Örfirisey taki fljótt breytingum Þyrping ehf. vill fá að gera landfyllingar og reisa nýja byggð fyrir 4.500 manns á landfyllingum út fyrir Örf- irisey. Björn Ingi Hrafnsson, formaður starfshóps um framtíð Örfiriseyjar, boðar alþjóðlega ráðstefnu. Varmársamtökin stöðvuðu fyrirhugaðar vegafram- kvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ í fyrradag. Að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns samtakanna, mættu tæplega fimmtíu manns til mótmælanna. Meðal þeirra var Bryndís Schram. Hún tók sig til og settist fyrir framan skurð- gröfu, sem hætti að moka. Fleiri úr hópi mótmælenda fylgdu á eftir og var vinna þá lögð niður að mestu. Seinna kom byggingarfull- trúi og stöðvaði framkvæmdir alveg. Hann gaf ekki skýringar á því, segir Sigrún. Helgafellsbyggingar ehf. stefna nú að því að reisa 1.200 íbúðir á svæðinu, segir Sigrún. Einnig sé gert ráð fyrir 10.000 bíla umferð á dag á þessu „vinsælasta útivistar- og ferða- mannsvæði Mosfellsbæjar“. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir meðal annars að byggðin hafi verið á skipulagi í 24 ár og ætti ekki að koma á óvart. Bryndís stöðvar skurðgröfurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.