Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 70
BLS. 10 | sirkus | 2. FEBRÚAR 2007 G uðbjörg Hilmardóttir er yngsti keppandinn í X-factor. Guðbjörg hefur, eins og aðrir keppendur sem komnir eru í Vetrargarðinn í Smáralind, lifað af niðurskurð dómaranna og er nú komin í hóp Ellýjar þar sem hún hefur heillað dómara þáttarins og áhorfendur heima fyrir með söng sínum. Guðbjörg fæddist árið 1990 og er því aðeins 16 ára. Hún er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi og er elst í hópi systkina sinna en mamma hennar er flugumferðarstjóri og pabbi hennar viðskiptafræðingur. Guðbjörg gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla en stundar í dag nám í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á fyrsta ári. Alltaf verið músíkölsk Þeir sem þekkja hana best segja að hún hafi alltaf verið músíkölsk og að hún hafi sungið frá því hún byrjaði að ganga. Guðbjörg hefur stundað fiðlunám frá fimm ára aldri og stundar enn í dag auk þess sem hún hóf söngnám í unglingadeild Söngskóla Sigurðar Demetz fyrir tveimur árum svo hún er enginn nýgræðingur í tónlist. Eins og áður sagði hefur Guðbjörg alltaf verið músíkölsk. Hún hefur alltaf átt auðvelt með að læra texta og þeir sem þekkja hana best segja að hún hafi til dæmis kunnað öll versin af Maístjörnunni þegar hún var afar ung að árum. Eins og margir unglingar á hennar aldri hlustar Guðbjörg á popptónlist og sam- kvæmt mömmu hennar er söngkon- an Christina Aguilera í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Tónlistin og skólinn hafa átt hug hennar allan upp á síðkastið enda nóg að gera í fiðlu- og söngnámi með tónfræði, hljóðfræði, strengjasveit og öðru sem tilheyrir tónlistinni. Með mjög þroskaða rödd Hallveig Rúnarsdóttir, sem kennir henni söng, þekkir Guðbjörgu sennilega betur en flestir enda hefur hún kennt henni undanfarin tvö ár. „Guðbjörg er alveg frábær stelpa. Hún er skynsöm, klár og með mjög þroskaða rödd. Hún veit að það þýðir ekkert að ofmetnast enda hefði hún aldrei fengið að taka þátt í þessari keppni ef slíkt hefði verið upp á teningnum. Hún þurfti leyfi frá skólanum til að taka þátt og ég hefði aldrei leyft henni að vera með ef hún væri þessi týpíski 16 ára unglingur. Hún er mjög þroskuð, öguð og klár, og ég þakka það bæði tónlistinni og uppeldinu sem hún hefur fengið. Hún er með forgangsröðina á hreinu og sækir bæði skólann og söngtíma hjá mér ásamt því að taka þátt í keppninni,“ segir Hallveig, sem horfði á fyrsta þáttinn í Smáralindinni og kaus að sjálfsögðu sína manneskju. Aldurinn skiptir ekki öllu Söngkonan Brynja Valdimarsdóttir tók á sínum tíma þátt í Idol- stjörnuleit. Brynja var yngsta stelpan sem komst í tíu manna hópinn en segir að ungur aldur hafi ekki skemmt fyrir henni. „Ég hafði alveg ofsalega gaman af þessu og held að í rauninni hafi bara verið gott hversu ung ég var. Þessi lífsreynsla þroskaði mig mikið og reynslan sem ég fékk var ómetanleg og hefði ekki getað komið á betri tíma. Aldurinn skiptir heldur ekki öllu heldur það hversu þroskað fólk er,“ segir Brynja sem líst vel á Guðbjörgu. „Mér finnst hún alveg rosalega efnileg, allavega það sem ég hef séð af henni,“ segir Brynja. Hörkutöggur í henni Einari Bárðarsyni, einum af þremur dómurum X-factor, líst vel á Guðbjörgu þrátt fyrir að hún sé ekki í hans hópi. „Guðbjörg er lítil og sæt stelpa sem syngur af öllum krafti og það er hægt að hafa gaman af henni,“ segir Einar og bætir við að allur hópurinn sé afar flottur. „Þetta er mjög gott lið sem er þarna að keppa og þótt mínir keppendur skari fram úr eru hinir að gera fína hluti líka,“ segir Einar og hlær. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af ungum aldri Guðbjargar segir hann það fljótlega koma í ljós hvort hún þoli pressuna sem keppninni fylgi. „Það er undir Ellý komið að hjálpa henni í gegnum þetta en það fer eftir fólki hversu mikla pressu það þolir. Ég hef fylgst með ungum krökkum í Idolinu sem hafa náð langt í þeirri keppni en fipast svo allt í einu vegna stress og taugaveiklunar. Ég veit samt ekki hvernig þetta verður hjá henni, það verður að koma í ljós. Mér líst vel á þessa stelpu, það er hörku töggur í henni og það verður gaman að sjá hvernig hún fótar sig í þessu öllu saman.“ Hvort Guðbjörg nái langt í X-factor keppninni er erfitt að segja enda sterkur hópur saman kominn. Guðbjörg hefur þó allt til brunns að bera til að slá í gegn í tónlistinni. Þrátt fyrir ungan aldur er röddin ótrúlega flott og framkoman einnig svo gaman er að horfa á þessa flottu stelpu. indiana@frettabladid.is oskar@frettabladid.is SIRKUS-NÆRMYND AF GUÐBJÖRGU HILMARSDÓTTUR Í X-FACTOR Mjög þroskuð, öguð og klár YNGSTI KEPPANDINN Þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára hefur Guðbjörg Hilmarsdóttir vakið verðskuldaða athygli í X-factor. SÖNGKENNARINN Hallveig Rúnarsdóttir kennir Guðbjörgu söng og segir hana hafa mjög þroskaða rödd. Í UPPÁHALDI Christina Aguilera er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðbjörgu. „HÚN ER MJÖG ÞROSKUÐ, ÖGUÐ OG KLÁR OG ÉG ÞAKKA ÞAÐ BÆÐI TÓN- LISTINNI OG UPPELDINU SEM HÚN HEFUR FENGIÐ.“ nærmynd sirkus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.