Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 42
BLS. 6 | sirkus | 2. FEBRÚAR 2007 F jölmiðlafyrirtækið 365, sem gefur meðal annars út Sirkus, hélt árshátíð sína síðastliðið föstudagskvöld í félagsheimilinu Gullhömrum í Grafarholtinu. Veislan var hin glæsilegasta og skemmtu 500 starfsmenn fyrirtækisins sér fram undir morgun. Söngkonan unga Lay Low tók nokkur lög og stórsöngvar- arnir Björgvin Halldórsson og Egill Ólafsson skemmtu ásamt Snigla- bandinu. Athygli vakti að öll stjórn fyrirtækisins, með stjórnarformann- inn Jón Ásgeir Jóhannesson í fararbroddi, heiðraði starfsfólkið með nærveru sinni. HEITUR TEITUR Sjónvarpsmaðurinn og sjarmatröllið Teitur Þorkelsson fylgdi unnustu sinni Sigríði Vilhjálmsdóttur, sem vinnur sem skrifta á Stöð 2. SIRKUSMYND/PÁLL BERGMANN FORINGJAR Á FRÉTTASTOFUNNI Hjónin Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, og Elín Sveinsdóttir, framleiðslustjóri fréttadeildarinnar, voru glæsileg og tóku sig sérstaklega vel út á dansgólfinu undir tónum Björgvins Halldórssonar og Sniglabandsins. SIRKUSMYND/PÁLL BERGMANN KÓNGURINN Í KOMPÁS Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss, var að sjálfsögðu mættur ásamt eiginkonu sinni Helgu Eglu Björnsdóttur. SIRKUSMYND/PÁLL BERGMANN SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Ari Edwald, forstjóri 365, segir hér brandara við háborðið sem virðist falla vel í kramið hjá stjórnarformanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. SIRKUSMYND/PÁLL BERGMANN Í þróttafélagið Grótta hélt árlegt þorrablót í Íþróttahúsi Seltjarn- arness á laugardaginn. Um 500 manns mættu á svæðið, mun færri en venjulega, en haft var á orði að um 100 Seltirningar væru staddir á HM í handbolta í Þýskalandi. Sem er ekki skrýtið þar sem tveir leikmenn liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Peters- son, eiga rætur að rekja til Gróttu. Sá fyrrnefndi er uppalinn á Seltjarnarnesi en Alexander kom 18 ára gamall frá Lettlandi og spilaði í fimm ár með sameiginlegu liði Gróttu/KR. Jóhannes Kristjánsson, eftirherman góðkunna, fór á kostum og sömu sögu er að segja af plötusnúðunum Gullfossi og Geysi. Hljómsveitin Bermúda lék síðan fyrir dansi fram á rauðanótt. Fámennt á Þorrablóti Gróttu vegna HM Bankastjórahjónin Bjarni Ármannsson og eiginkona hans, Helga Sverrisdóttir, skemmtu sér vel á Þorrablóti Gróttu. Hér sjást þau ásamt Margréti Ingadóttur og Guðmundi Árnasyni. SIRKUSMYND/DANÍEL HEILL SÉ ÞÉR... Jóhannes Kristjánsson, hin landsþekkta eftirherma, fór á kostum á Þorrablóti Gróttu og þandi hláturtaugar Seltirninga til hins ýtrasta. SIRKUSMYND/DANÍEL FLOTT Á DREGLINUM Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365, mætti með unnustu sína Ingibjörgu Pálmadóttur á árshátíð fyrirtækisins og gengu þau hönd í hönd eftir rauða dreglinum. SIRKUSMYND/PÁLL BERGMANN GLEÐI HJÁ 365 Í GULLHÖMRUM Fjöldinn allur af Íslendingum fylgdi íslenska landsliðinu í handbolta til Þýskalands og fylgdist með leikjum liðsins í milliriðli heimsmeistaramótsins. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra og Ólafur Davíðsson, sendiherra í Berlín, voru á meðal gesta á leik Íslendinga og Dana. Menntamála- ráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var líka á áhorfendapöll- unum á sama leik ásamt manni sínum, handbolta- hetjunni Kristjáni Arasyni. Fleiri gamalkunnir handbolta- menn studdu landsliðið því Atli Hilmars- son, Sigurður Sveinsson og Geir Sveinsson voru í stúkunni sem og unnusta Geirs, Kastljós- drottningin Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Það var venju sam- kvæmt fullt út að dyrum á hinum vinsæla skemmti- stað Boston í miðbænum á föstudaginn. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason lék á als oddi ásamt almannatenglinum og ræðismanni El Salvador á Íslandi, Ómari R. Valdi- marssyni. Einn af fastagestum staðarins, Henrik Björnsson, söngvari Singapore Sling, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Fyrirsætuforkólfurinn Andrea Brabin lýsti upp dimm skot á Sirkus en þar sáust einnig Þormóður Dagsson, trymbill og blaðamaður, sem og nýhilistinn Ófeigur Sigurðsson. Íþróttaálfurinn Magnús Scheving og eiginkona hans Ragnheiður Melsted voru sæt saman á Þorrablóti Gróttu á Seltjarnar- nesi á laugardaginn en engum sögum fer af því hvort Magnús hafi tekið einhverjar æfingar á dansgólfinu við undirleik hljómsveit- arinnar Bermúda. Hverjir voru hvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.