Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 13
Á árvissum blaða- mannafundi sínum í gær sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti efnahag lands síns í stöðugum uppgangi, en landið væri óverð- skuldað tortryggt erlendis og sjálfur væri hann tortrygginn í garð áforma Bandaríkjamanna, ekki síst hvað varðar eldflaugavarnaáætlun þeirra. Á fundinn mætti metfjöldi blaðamanna, alls 1.232, og hann stóð yfir í þrjá og hálfa klukkustund. Spurningarnar sem Pútín fékk sneru mikið að vangaveltum um hvað verður þegar síðara kjörtíma- bili hans lýkur að ári. Segir tortryggni óverðskuldaða Kvenfélagið Hringurinn hefur fært slysa- og bráðadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss gjafir til að stytta börnum stundir meðan dvalið er á biðstofunni. „Kvenfélagið Hringurinn færði fyrir nokkru slysa- og bráðadeild LSH að gjöf leikföng, húsgögn, leikjatölvu, sjónvarp og DVD-tæki á biðstofu fyrir börn. Gjöf þessi á eftir að gleðja mörg börn sem leita á deildina og stytta þeim stundir,“ segir um gjöf kvenfélagskvennanna í tilkynn- ingu frá Jóni Baldvini Halldórs- syni, upplýsingafulltra landspítal- ans. Gáfu slysadeild leikjatölvu Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði í viðtali við þrjú dagblöð að það væri „ekki sérstaklega hættulegt“ þótt Írönum tækist að koma sér upp kjarnorkuvopnum – og skyldu Íranar reyna að beita slíkum vopnum gegn Ísrael yrði Teheran umsvifalaust „eytt“. Hann dró síðan ummælin til baka. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við blöðin New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observat- eur á mánudag, en daginn eftir kallaði hann blaðamennina á sinn fund til að freista þess að endurskoða orð sín. Forsetaskrifstofan gaf síðar frá sér yfirlýsingu, þar sem áréttað var að hvorki frönsk stjórnvöld né alþjóðsamfélagið myndu „líða það“ að Íranar kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Dregur eigin orð til baka Handboltalandslið Íslendinga fær eina milljón króna í styrk úr borgarsjóði. Tillaga þessa efnis frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra var samþykkt í borgarráði í gær. „Landslið Íslands hefur á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem fram fer í Þýska- landi þessa dagana sýnt frábæra frammistöðu og verið landi og þjóð til mikils sóma. Af því tilefni leggur borgarstjóri til við borgarráð að Reykjavíkurborg heiðri HSÍ og landslið okkar,“ sagði í tillögu borgarstjórans. Landsliðið fær eina milljón Það er góður siður að borða alltaf morgunmat „Smá kríublund til viðbótar“ „Ég hef margoft gleymt lyklinum í skránni sem er ekki sérlega góður siður. Svo er ég slæm með að láta klukkuna margvekja mig til að ná örlítilli „kríu“ til viðbótar. En ég tel mér trú um að ég bæti allt upp með góðu siðunum mínum. Ég borða til dæmis alltaf Kelloggs Special K í morgunmat.“ Katrín Dögg Hilmarsdóttir, MS í viðskiptum og afrekskona í golfi. Þeir sem borða morgunmat eru grennri Það er útbreiddur misskilningur að það sé auðveldara að grennast ef morgunverði er sleppt. Þvert á móti þá sýna rannsóknir að þeir sem borða morgunmat eru alla jafna grennri en þeir sem sleppa því. Ástæðan er m.a. sú að þeir sem sleppa morgunverði hættir til að næla sér oftar í aukabita til að bæta sér upp slen og orkuleysi. Vendu þig á að borða alltaf morgunmat. Það tekur bara fimm mínútur að fá sér skál af Kelloggs Special K með léttmjólk eða undanrennu og þú nýtur þess langt frameftir degi. Morgunmatur kemur brennslunni í gang og gefur þér orku til að byrja daginn. Kelloggs Special K er bragðgóður og hressandi morgunmatur og með honum færðu mörg lífsnauðsynleg vítamín og síðast en ekki síst járn. F í t o n / S Í A F I 0 1 9 5 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.