Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 54
 { Dýrin okkar } 10 „Ég kynntist Rottweiler fyrst sem krakki í Noregi og heillaðist gjör- samlega. Síðan fékk ég minn fyrsta úti í Kaliforníu og á núna þrjá með kærastanum,“ segir Árdís Péturs- dóttir Rottweilereigandi. Þegar Árdís sneri aftur til Íslands varð fyrsti Rottweilerinn eftir í Bandaríkjunum en þá kynntist hún Ísis. „Það var ekki á stefnuskránni að eignast hund þegar ég sneri aftur til Íslands. En þegar ég sá Ísis fyrst, þriggja daga gamla, var hún svo yndisleg að það varð ekki aftur snúið,“ segir Árdís. Síðan eru liðin tvö og hálft ár og hundarnir orðnir þrír. „Ég og kær- astinn minn eigum sitt hvorn hvolp- inn úr sama goti sem heita Diablo og Nikita og það má segja að hund- arnir hafi komið okkur saman,“ segir Árdís brosandi. Það er mikið fjör í kringum hundana, sem eru í eðli sínu vinnu- hundar. „Þeir þurfa mikla hreyfingu, lágmark klukkutíma á dag. Ég fer oft með þá út fyrir bæinn eða niður í fjöru til að hleypa þeim. Annars verða þeir eirðalausir og líður illa,“ segir Árdís. Rottweiler-hundar þurfa mikinn aga enda mjög ákveðnir en eru líka blíðir og góðir barna- og fjölskyldu- hundar. „Rottweiler-hundar þurfa strangt uppeldi enda getur verið auðvelt að missa þá út í vitleysu ef maður er óvanur hundahaldi. Ég mæli ekki með Rottweiler fyrir byrj- endur,“ segir Árdís. Hvolpanámskeið er góð leið fyrir Rottweiler og aðra hunda til að læra æskilega hegðun frá upphafi en Árdís hefur síðan sjálf tekið að sér að þjálfa Ísis í sporaleit og víða- vangshlaupi. Hún segir það mikinn misskilning að hundarnir séu rífandi óargadýr og aðeins notaðir sem varðhundar. „Misskilningurunn um hundana á sín upptök í amerískum bíómyndum þar sem hundarnir sjást sem æstir varðhundar en það á við í fæstum tilvikum og alls ekki á Íslandi,“ segir Árdís. Þeir sem hafa áhuga á Rottweil- er ættu að kynna sér vel tegundina, heilsufar foreldra, geðslag og ætt- erni. „Mikilvægast er að fólk finni rétta hundinn fyrir sig og fái sér ekki Rottweiler bara af því að því finnst hann kúl. Það er hörkuvinna að sinna þeim, en ef þeir alast upp í æskilegu umhverfi eru þetta blíð- ir og góðir hundar sem gefa manni mjög mikið mikið,“ segir Árdís Árdís er í forsvari fyrir netsíð- una www.rottweiler.is þar sem er að finna miklar og góðar upplýsingar um Rottweiler-hunda ásamt spjall- vef þar sem fólk getur leitað ráða og komið með spurningar. rh@frettabladid.is Heilluð af Rottweiler frá fyrstu stund Árdís Pétursdóttir á þrjá Rottweiler-hunda og segir þá blíða og barngóða ef þeir alast upp við réttar aðstæður. „Þegar kalt er eru lopapeysur alveg dásamlegar fyrir litlu hundana, rétt eins og fólkið. Þeir eru það skinn- kaldir og gjarnir á að skjálfa,“ segir Guðbjörg Þorvarðardóttir dýra- læknir, sem rekur stofuna Dag- finn dýralækni. „Þessi litlu kríli eru líka svo mikið inni við að þau þurfa helst einhvern galla þegar þau fara út í íslenskt vetrarveð- ur. Þá er fátt betur viðeigandi en lopapeysan,“ bætir hún við. Spurð um tilurð peysanna upplýsir hún að móðursystir hennar, Beta Ein- arsdóttir, prjóni þær og segir þær vekja athygli og aðdáun viðskipta- vina. „Fólki finnst gaman að hafa hundana þjóðlega klædda um leið og því er varnað að þeir fái kvef og jafnvel lungnabólgu,“ segir Guð- björg. - gun Hlýlegar hundapeysur Lopapeysur á litla hunda fást í Dagfinni dýralækni á Skólavörðustíg 35. Tilboðsdagar 10-50% AFSLÁTTUR Sængurfataverslun, Glæsibæ sími 5520978 www.damask.is Opið mán.-fös. Kl. 10-18, kl. 10-16 Tilboðsdögum lýkur laugardaginn 3. feb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.