Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 85
Nú er enn einn styrkurinn til sauðfjárbænda í höfn. Enn eitt óréttlætið. Og ekki bara órétt- læti að hygla svona að einni stétt atvinnurekenda, heldur líka það, að við erum jafnframt að BORGA með áframhaldandi OFBEIT á fátæklegum gróðri landsins. Og hver er svo afsökunin? Jú, að aðrar þjóðir borgi líka með sínum landbúnaði. En ekki er nefnt að það er hjá langflestum þjóðum aðeins bara brotabrot af þeirri upphæð sem við borgum með okkar óskynsamlegu kjötfram- leiðslu. Auk þess segir landbún- aðarráðherrann að „allir“ Íslend- ingar séu „sáttir“ við þetta, því lömbin séu svo krúttleg á vorin og svo sé svo gasalega gaman í göngum og réttum á haustin. Því- lík aulafyndni. Og hvað gerum við? Jú, drepumst úr hlátri fyrir framan sjónvarpið og segjum: „Ó, guð, hann Guðni er svo skemmti- legur, hann er eins og besti trúður, við verðum að fá hann sem skemmti- kraft á næsta þorra- bóti“. Svo gleymum við þessu, því við erum svo vön að láta valta yfir okkur. Og hvað munar okkur svo sem um nokkra skitna milljarða í viðbót til að þessir ræflar af gróðri sem eftir eru á afréttum hverfi með öllu er fram líða stundir. Fyrverandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur miklar áhyggjur af dómi afkomenda okkar í framtíðinni, þegar við verðum búin að skera landið út og suður með veituskurðum. Þessi ágæta kona skal bara vita það að við erum nú þegar með dóminn á bakinu. Við erum fyrir löngu búin að eyðileggja landið. Fyrir utan allar hinar sundurskornu jarðir bænda þvers og kruss um landið er gróðurinn sem einu sinni þakti það, nú bæði lítill og gauðrifinn. Þetta okkar svokallaða „ósnortna“ og „óspillta“ land sem er svo „einstakt“ í okkar blindu augum, var þegar orðin stærsta manngerða eyðimörk í Evrópu fyrir 100 árum. Og ástandið versnar stöðugt þrátt fyrir mikinn dugnað Landgræðsl- unnar í hinni vonlitlu baráttu við eyðimörkina í þessa heilu öld sem liðin er síðan þá. Nú langar mig til að leggja nokkrar spurningar fyrir stjórn- málamenn sem vonast eftir atkvæði mínu í vor. 1. Hefur flokkur ykkar kynnt sér ástand gróðurs í landinu? 2. Hefur hann áhyggjur af því að við landnám þakti gróður um 75% af landinu en núna aðeins um 25%? 3. Veit flokkurinn að þessi 25% eru gatslitin? Aðeins um 4-5% eru alveg heil. Engar áhyggjur? 4. Segjum að flokkurinn hafi áhyggjur af þessari stærstu manngerðu eyðimörk í heimi, hvað hyggst hann gera til að end- urheimta horfinn gróður og jarð- veg? Ég veit allt um það hvað gert er í dag, en það er einfaldlega allt of lítið og sumt kolrangt (óheft beit um allt land). 5. Hefur flokkurinn heyrt talað um beitarhólf? 6. Hefur flokkurinn hugleitt að friða allt kjarr sem eftir er í land- inu? 7. Hefur flokknum aldrei dott- ið í hug að afnema þessar órétt- látu beingreiðslur en nota heldur peningina í eitthvað annað, svo sem eins og enn meiri stuðning við uppgræðslu á nöktum heima- melum, enn meiri skógrækt, enn meiri landgræðslu í eyðimörkum, til að fylla upp í skurði, eða í girð- ingar fyrir beitarhólf? Eða bara jafnvel í tvöföldun vega? Það mundi jú vernda lífið á lands- byggðinni, ekki satt? 8. Finnst flokknum eðlilegt að mismuna svona atvinnurekend- um í landinu? 9. Ef flokkurinn kemst í stjórn á næsta kjörtímabili, hvað ætlar hann að gefa Landgræðslunni í 100 ára afmælisgjöf? Kæru landsmenn! Vaknið nú upp af ykkar þyrnirósarsvefni og skoðið landið okkar í nýju ljósi. Eruð þið sáttir við allar þessar eyðimerkur, allan þennan jarð- veg sem fýkur árlega út í hafs- auga, alla þessa hálfberu mela og alla þessa sundurtættu gróður- hulu? Ef þið látið ekki í ykkur heyra verða engar breytingar til batn- aðar. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Allt láta Íslendingar yfir sig ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.