Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 92
! Kl. 11.00Í Gerðarsafni stendur yfir samsýn-ing Gullpenslanna svokölluðu. Á sýningunni Indigo sýna Birgir Snæ- björn Birgisson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, JBK Ransu, Jóhann Ludwig Torfason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Sigurður Árni Sigurðsson. Sýningin stendur til 11. febrúar. Það verða ljúfar ballöður og þekkt- ir slagarar á efnisskrá næstu TÍBRÁR-tónleika í Salnum. Á morgun koma félagarnir Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Jónas Ingimundarson píanó- leikari fram á tónleikum Salarins og flytja hlustendum íslensk söng- lög eftir Sigfús Halldórsson, Karl Ottó Runólfsson og Svein- björn Sveinbjörnsson, þýskar ballöður eftir Carl Loewe og enska og amer- íska slagara. Jónas Ingimund- arson þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunn- endum en hann er sérlegur tón- listarráðu- nautur Kópavogsbæjar og einn af frumkvöðlum TÍBRÁR-tónleikar- aðarinnar. Bjarni Thor sló eftirminnilega í gegn á haustmánuðum í hlutverki Osmins í margrómaðri uppfærslu Íslensku óperunnar á Brottnám- inu úr kvennabúrinu eftir Mozart. Hann hefur tvímælalaust unnið sér sess í landsliði íslenskra söngvara á erlendri grundu og hefur sungið undir stjórn heimskunnra hljómsveitarstjóra víða um Evrópu. Næstu verkefni Bjarna eru Rósariddarinn í Berl- ín, Hollendingurinn fljúgandi í Barcelona og Fáfnir í Fen- eyjum. Tónleikarnir á morg- un hefjast kl. 16. Strákarnir okkar Ungskáld á Andarunganum Á laugardag verður Sjón- þing í Gerðubergi um verk og feril listakonunnar Rúríar. Umsjónarmaður þess er Laufey Helgadóttir listfræðingur en spyrlar eru Gunnar J. Árnason list- heimspekingur og Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur. Sjónþingið hefst kl. 13 en að því loknu verður opnuð sýning á sýnis- hornum verka frá 33 ára listferli Rúríar – allt frá fyrstu verkunum er hún kom af fullum krafti fram á sjónarsviðið árið 1974, að verki sem gert er á þessu ári og tileinkað einum af Íslands fögru fossum, sem ef til vill á þá framtíð að hverfa komandi kynslóðum sjón- um. Sýningin stendur til 15. apríl. Rúri er löngu landsþekkt fyrir listaverk sín og gjörninga: Regn- bogann við Flugstöðina í Keflavík þekkja allir, færri vita að hún á verkið Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík. Í fersku minni er gjörn- ingur hennar frá í fyrra við Drekk- ingarhyl og stórverk hennar á Kirkjulistahátíðinni í Hallgríms- kirkju 2005: Ljós heimsins – Salt jarðar, ásamt Röddun. Hún vakti mikla athygli strax í upphafi ferils síns tuttugu og þriggja ára gömul þegar hún átti stórt verk á útisýn- ingu Myndhöggvarafélagsins á Lækjartorgi: gylltan Mercedes Benz sem hún eyðilagði með sleggju. Ári síðar tók hún þátt í samsýningu SÚM og náði þá athygli allra viðstaddra: Framan af opnuninni sat hún í hvítum gifs- hjúp í stól eins og stytta, en stóð svo upp og gekk út. Verk hennar eru því hugmynda- fræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, og má þar finna skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörninga, bókverk, kvikmyndir, vídeó, hljóð- verk, blandaða tækni, tölvuvædd og gagnvirk verk. Hún hefur unnið í margs konar form en verk henn- ar öll eiga sér skýran hugmynda- legan bakgrunn. Hún var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyj- um og hefur það verk farið víða, Archive – endangered waters. Fram undan eru einkasýningar í Bandaríkjunum og Þýskalandi hjá Galerie Dorothea van der Koe- len; nýtt útilistaverk á Íslandi er í vinnslu og stórt inniverk í vinnslu fyrir einkaaðila. Auk þess tekur Rúrí brátt þátt í samsýningu með Ólafi Elíassyni og bandarísku lista- konunni Pat Steir í vestursal Kjar- valsstaða þar sem viðfangsefnið er fossar. Yfirskrift sýningarinnar, Tími – afstæði – gildi, vísar til viðfangs- efna Rúríar á liðnum 33 árum, við- fangsefna sem eru sígild en einnig áríðandi á hverjum tíma. Mynd- hverfast þessi hugtök í samspili fyrstu verka Rúríar og hinna síð- ari, eins og sjá má á sýningunni, og einnig í meðfylgjandi fléttumynd, þar sem afstæði tíma og gildis framkallar á óvæntan hátt tíma- leysi góðra hugmynda og spurn- inga sem maðurinn verður ávallt að spyrja sjálfan sig, um það hver hann er, hvaðan hann kemur og hvert hann stefnir. Um verk sín og feril segir Rúrí: „Fyrir mér er list heimspeki, verk mín fjalla um tengsl manns og jarðar sem og alheims. Manninn í óratíma veraldar – mannlegar skynjanir. Verk mín eru aðeins brot af heildinni. Það hefur stund- um verið sagt að listamenn séu skynjarar þjóðfélagsins – að þeir nemi breytingar á ástandi þess og komi þessum upplýsingum frá sér. Listamenn eru þannig sífellt að velta upp nýjum flötum á sama veruleikanum og skoða þá frá nýjum sjónhornum. En hversu frumleg sem við viljum vera þá vinnum við í raun ávallt út frá sömu grunnforsendunum, sem eru jörðin í alheiminum og tilvera mannanna á jörðinni. Maður og menning í tengslum við náttúru, jörðu og alheim.“ Það er skammt stórra högga á milli: sjónþingið gefur mönnum gott tækifæri til að heyra listakon- una rekja eitt og annað frá ferli sínum sem síðan má sannreyna á því yfirliti sem sett er upp í Gerðu- bergi. Möguleikhúsið hefur nú nýhafið sýningar á hinu vinsæla barna- leikriti Langafa prakkara sem byggt er á sögum Sigrúnar Eld- járn. Leikritið var fyrst sýnt á vegum Möguleikhússins á árun- um 1999 til 2001 og urðu sýning- ar þá rúmlega 150 talsins. Bækur Sigrúnar Eldjárn um Langafa prakkara hafa um ára- bil notið mikilla vinsælda meðal yngstu lesendanna. Í þessari leikgerð er stuðst við bækurnar Langafi drullumallar og Lang- afi prakkari. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku og langafa hennar. Þó að langafi sé blindur og gamall er hann alltaf til í að taka þátt í ein- hverjum skemmtilegum uppá- tækjum með Önnu. Hann passar hana á daginn þegar pabbi henn- ar og mamma eru í vinnunni og hefur nægan tíma til að gera ýmislegt skemmtilegt. Langafi og Anna eru leikin af Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri og höfundur leikgerðar er Pétur Eggerz, búninga gerði Katrín Þorvalds- dóttir, leikmynd er eftir leik- hópinn og tónlist er eftir Vil- hjálm Guðjónsson. Fyrsta sýningin verður í Möguleikhúsinu við Hlemm næstkomandi sunnudag kl. 14, en sýningum verður síðan fram haldið í leik- og grunnskólum. Prakkari snýr aftur Sjón er sögu ríkari! Hárný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.